„Ekkert óeðlilegt við þetta“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. apríl 2016 13:00 "Aðalmálið í þessu er að mínu viti að það er ekkert undarlegt við þetta," segir Gunnar Bragi Sveinsson, en málið hefur vakið mikla athygli í dag. vísir/anton brink „Þetta voru umsóknir sem voru búnar að liggja inni frá því í janúar og þegar ég var að gera hreint borð hjá mér og fór yfir þessar umsóknir þá fannst mér rétt að klára þennan hluta líka," segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Gunnar Bragði hefði á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra veitt tæplega eina milljón króna í styrki af skúffufé ráðherra. Styrkirnir voru veittir til alls fjögurra félaga. Gunnar Bragi segir að ákveðið verklag sé viðhaft í ráðuneytinu. Umsóknir um styrki sem komi inn á borð ráðuneytisins séu afgreiddar á þriggja til fjögurra mánaða fresti og að styrkirnir séu oftast veittir til þeirra félaga sem eigi erfitt með að fá styrkveitingar annars staðar.Verkefni sem oft falla milli skips og bryggju „Þetta eru verkefni sem falla kannski á milli skips og bryggju og eiga erfitt með að fá styrki annars staðar, eitthvað af þeim. Svo er þetta líka spurning hvers eðlis verkefnið er þannig að ráðherra þarf að sjálfsögðu að meta það og ræða við aðra um þessi verkefni. En ákvörðunin er að sjálfsögðu ábyrgðin mín og ég taldi þetta mjög góð verkefni sem ég vildi setja þessa aura í," segir Gunnar Bragi. Þjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi.Sjóðurinn ekki tómur Aðspurður segist hann ekki hafa tæmt sjóðinn. „Þetta eru þrjár og hálf milljón sem eru í ráðstöfunarfé í utanríkisráðuneytinu fyrir árið 2016, þannig að það má segja að þetta sé svona aðeins rúmlega fyrir þessa þrjá mánuði sem ég hef veitt út, en það munar eiginlega engu." Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svokallað skúffufé ráðherra í Fréttablaðinu í dag, en hún segist þeirrar skoðunar að ekki eigi að dæla út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Gunnar Bragi segir þetta eðlilegt kerfi.Ekkert undarlegt við þetta „Almennu rökin eru þau að ráðherra hafi fé til þess að setja í ákveðin verkefni, verkefni sem eins og ég sagði áðan kannski falla á milli skips og bryggju hjá einhverjum öðrum sjóðum og þess háttar, en eru engu að síður áhugasöm og mikilvæg verkefni. Verkefni sem eru kannski til þess að styrkja samfélagið," segir hann. „Aðalmálið í þessu er að mínu viti að það er ekkert undarlegt við þetta. Þessir fjármunir núna eru mjög litlir og voru skornir niður við hrunið en þá voru þeir töluvert hærri. En það er eðlilegt að þetta taki breytingum eins og annað, en mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta," útskýrir Gunnar Bragi.Uppfært 14.25: Gunnar Bragi hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins vegna fréttarinnar frá því í morgun. Þar segir hann meðal annars að verkefnin sem um ræðir miði ýmist að kjördæmi sínu eða málefnasviði utanríkisráðuneytisins. Hann segist þó ekki þekkja persónulega, að sér vitandi, neinn sem hlaut styrk. Tengdar fréttir Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki af skúffufé utanríkisráðuneytisins þann 7. apríl, daginn sem hann hætti í utanríkisráðuneytinu. Alls styrkti hann fjögur félög um samtals 950 þúsund. Aðrir ráðherrar snertu ekki sitt skúffufé. 12. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
„Þetta voru umsóknir sem voru búnar að liggja inni frá því í janúar og þegar ég var að gera hreint borð hjá mér og fór yfir þessar umsóknir þá fannst mér rétt að klára þennan hluta líka," segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að Gunnar Bragði hefði á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra veitt tæplega eina milljón króna í styrki af skúffufé ráðherra. Styrkirnir voru veittir til alls fjögurra félaga. Gunnar Bragi segir að ákveðið verklag sé viðhaft í ráðuneytinu. Umsóknir um styrki sem komi inn á borð ráðuneytisins séu afgreiddar á þriggja til fjögurra mánaða fresti og að styrkirnir séu oftast veittir til þeirra félaga sem eigi erfitt með að fá styrkveitingar annars staðar.Verkefni sem oft falla milli skips og bryggju „Þetta eru verkefni sem falla kannski á milli skips og bryggju og eiga erfitt með að fá styrki annars staðar, eitthvað af þeim. Svo er þetta líka spurning hvers eðlis verkefnið er þannig að ráðherra þarf að sjálfsögðu að meta það og ræða við aðra um þessi verkefni. En ákvörðunin er að sjálfsögðu ábyrgðin mín og ég taldi þetta mjög góð verkefni sem ég vildi setja þessa aura í," segir Gunnar Bragi. Þjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi.Sjóðurinn ekki tómur Aðspurður segist hann ekki hafa tæmt sjóðinn. „Þetta eru þrjár og hálf milljón sem eru í ráðstöfunarfé í utanríkisráðuneytinu fyrir árið 2016, þannig að það má segja að þetta sé svona aðeins rúmlega fyrir þessa þrjá mánuði sem ég hef veitt út, en það munar eiginlega engu." Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svokallað skúffufé ráðherra í Fréttablaðinu í dag, en hún segist þeirrar skoðunar að ekki eigi að dæla út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Gunnar Bragi segir þetta eðlilegt kerfi.Ekkert undarlegt við þetta „Almennu rökin eru þau að ráðherra hafi fé til þess að setja í ákveðin verkefni, verkefni sem eins og ég sagði áðan kannski falla á milli skips og bryggju hjá einhverjum öðrum sjóðum og þess háttar, en eru engu að síður áhugasöm og mikilvæg verkefni. Verkefni sem eru kannski til þess að styrkja samfélagið," segir hann. „Aðalmálið í þessu er að mínu viti að það er ekkert undarlegt við þetta. Þessir fjármunir núna eru mjög litlir og voru skornir niður við hrunið en þá voru þeir töluvert hærri. En það er eðlilegt að þetta taki breytingum eins og annað, en mér finnst ekkert óeðlilegt við þetta," útskýrir Gunnar Bragi.Uppfært 14.25: Gunnar Bragi hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla vegna málsins vegna fréttarinnar frá því í morgun. Þar segir hann meðal annars að verkefnin sem um ræðir miði ýmist að kjördæmi sínu eða málefnasviði utanríkisráðuneytisins. Hann segist þó ekki þekkja persónulega, að sér vitandi, neinn sem hlaut styrk.
Tengdar fréttir Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki af skúffufé utanríkisráðuneytisins þann 7. apríl, daginn sem hann hætti í utanríkisráðuneytinu. Alls styrkti hann fjögur félög um samtals 950 þúsund. Aðrir ráðherrar snertu ekki sitt skúffufé. 12. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Sjá meira
Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki af skúffufé utanríkisráðuneytisins þann 7. apríl, daginn sem hann hætti í utanríkisráðuneytinu. Alls styrkti hann fjögur félög um samtals 950 þúsund. Aðrir ráðherrar snertu ekki sitt skúffufé. 12. apríl 2016 07:00