Riða rústar ævistarfi Jónínu á Stóru-Gröf Sveinn Arnarsson skrifar 25. október 2016 10:00 Jónína Stefánsdóttir, bóndi á Stóru Gröf. Riðuveiki virðist vera að skjóta upp kollinum á nýjan leik í Skagafirði en á síðustu átján mánuðum hafa fjögur tilvik komið upp. Bæirnir eru á svipuðum slóðum í Skagafirði og liggur fé þeirra saman á afrétti. Sigríður Bjarnadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir mikilvægt að rannsaka riðutilfellin ítarlega.Riðuveiki er afar erfiður sjúkdómur því smitberi getur lifað í náttúrunni í áratugi.„Smitefnið er afar lífseigt og getur lifað í náttúrunni í fjölda ára. Því er nokkuð erfitt að eiga við sjúkdóminn,“ segir Sigríður. „Í sjálfu sér er erfitt að finna skýringu á því af hverju riðan er að koma upp aftur núna. Við þurfum að víkka út faraldsfræðilega rannsókn á riðutilfellunum. Féð liggur saman á afrétti og hafi til að mynda riðuveik kind drepist á afrétti er smitefnið lengi í náttúrunni.“ Fyrir þremur áratugum voru aðgerðir hertar gegn riðu hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Síðan þá hefur yfir 160 þúsund kindum verið fargað af riðusýktum bæjum. Þrátt fyrir að riðan sé að koma upp aftur nú í Skagafirði eftir nokkur riðulaus ár hefur mikill árangur unnist. Bændur þurfa að fara í gríðarlega mikla vinnu við bú sín þegar riðuveiki greinist og litlar sárabætur nást upp í það tap sem hlýst af.Riðutilfelli í Skagafirði 2009-2016„Fótunum er bara kippt undan manni,“ segir Jónína Stefánsdóttir, bóndi á Stóru-Gröf ytri í Skagafirði, en kind hjá henni greindist með riðu í síðustu viku. „Nú erum við að missa allt okkar fé út af einni kind, þetta var ævistarfið og lifibrauðið. Við höfðum ræktað þennan stofn í öll þessi ár og svo á bara að lóga öllu fénu.“ Jónína segir mikið verk fyrir höndum. „Nú þurfum við að rífa allt innan úr fjárhúsunum og skipta um jarðveg og sótthreinsa allt frá toppi til táar. Það verður skrítin tilfinning í vetur að hafa jörðina tóma. Í sjálfu sér er þá ekkert lengur til að vakna fyrir á morgnana,“ segir Jónina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Annað riðutilfelli í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði. 14. október 2016 16:29 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Riðuveiki virðist vera að skjóta upp kollinum á nýjan leik í Skagafirði en á síðustu átján mánuðum hafa fjögur tilvik komið upp. Bæirnir eru á svipuðum slóðum í Skagafirði og liggur fé þeirra saman á afrétti. Sigríður Bjarnadóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir mikilvægt að rannsaka riðutilfellin ítarlega.Riðuveiki er afar erfiður sjúkdómur því smitberi getur lifað í náttúrunni í áratugi.„Smitefnið er afar lífseigt og getur lifað í náttúrunni í fjölda ára. Því er nokkuð erfitt að eiga við sjúkdóminn,“ segir Sigríður. „Í sjálfu sér er erfitt að finna skýringu á því af hverju riðan er að koma upp aftur núna. Við þurfum að víkka út faraldsfræðilega rannsókn á riðutilfellunum. Féð liggur saman á afrétti og hafi til að mynda riðuveik kind drepist á afrétti er smitefnið lengi í náttúrunni.“ Fyrir þremur áratugum voru aðgerðir hertar gegn riðu hér á landi til að stemma stigu við útbreiðslu hennar. Síðan þá hefur yfir 160 þúsund kindum verið fargað af riðusýktum bæjum. Þrátt fyrir að riðan sé að koma upp aftur nú í Skagafirði eftir nokkur riðulaus ár hefur mikill árangur unnist. Bændur þurfa að fara í gríðarlega mikla vinnu við bú sín þegar riðuveiki greinist og litlar sárabætur nást upp í það tap sem hlýst af.Riðutilfelli í Skagafirði 2009-2016„Fótunum er bara kippt undan manni,“ segir Jónína Stefánsdóttir, bóndi á Stóru-Gröf ytri í Skagafirði, en kind hjá henni greindist með riðu í síðustu viku. „Nú erum við að missa allt okkar fé út af einni kind, þetta var ævistarfið og lifibrauðið. Við höfðum ræktað þennan stofn í öll þessi ár og svo á bara að lóga öllu fénu.“ Jónína segir mikið verk fyrir höndum. „Nú þurfum við að rífa allt innan úr fjárhúsunum og skipta um jarðveg og sótthreinsa allt frá toppi til táar. Það verður skrítin tilfinning í vetur að hafa jörðina tóma. Í sjálfu sér er þá ekkert lengur til að vakna fyrir á morgnana,“ segir Jónina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Annað riðutilfelli í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði. 14. október 2016 16:29 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Annað riðutilfelli í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á búi í Skagafirði. Er þetta í annað skipti á skömmum tíma sem riða greinist í Skagafirði. 14. október 2016 16:29