Sjálfsskaðandi hegðun íslenskra ungmenna: „Þegar þú byrjar einu sinni er erfitt að hætta“ Anton Egilsson skrifar 19. október 2016 22:13 Nokkuð er um að íslensk ungmenni, og þá sér í lagi ungar stúlkur, hvetji hvert annað til að stunda sjálfsskaðandi hegðun á lokuðum síðum á netinu. Talið er að allt að 17 þúsund íslensk ungmenni á aldrinum 14 til 24 ára hafi skaðað sig einhvern tíma og 5 þúsund þeirra hafi skaðað sig reglulega. Rætt var við Ragnhildi Erlu Þorgeirsdótti í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld um reynslu hennar af þessum heimi. „Þegar þú byrjar einu sinni er erfitt að hætta“ segir Ragnhildur en hún byrjaði að skera sig einungis 14 ára gömul. Hún segist hafa ákveðið að prófa að skaða sjálfa sig eftir að hafa séð stelpu sem var að æfa með henni skauta skera sig í sturtuklefanum. Í fyrsta skiptið notaðist hún við eldhúshníf til að skera sig en í kjölfarið fór hún að fikta sig áfram með önnur áhöld. Á einum tímapunkti prófaði hún svo að brenna sig.Auðvelt að fela áverkanaSjálfsskaðahegðun Ragnhildur náði hámarki þegar hún var 17 og 18 ára. Lengst af náði hún að halda skurðunum leyndum en hún segir feluleikinn fremur auðveldan. „Yfirleitt byrjar fólk á þessu þegar það kemur á unglingsárin. Þegar maður fer á unglingsárin er maður minna með foreldrum sínum, maður er meira úti, og kannski ekki að labba um nærbuxunum lengur“ segir Ragnhildur. Sem dæmi um hve algeng sjálfsskaðahegðun er segir hún að í hennar vinahópi bæði í grunn- og framhaldsskóla og þeim íþróttum sem hún stundaði hafi alltaf verið dæmi um stelpur sem stunduðu það að skera sig. Það hafi þó alltaf verið gert í einrúmi.Mikilvægt að foreldrar ræði vandannHún segir dæmi um það að fólk sæki hvatningu í ýmsar síður á netinu, til að mynda á svokölluðum tumblr bloggsíðum og á lokuðum hópum á Facebook. Það er hennar tilfinning að inn á þessum síðum sé metingur í gangi milli fólks, hver sé með dýpsta skurðinn eða beri versta brunasárið. Ragnhildur telur mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hve algeng sjálfsskaðandi hegðun er. Sé vandi til staðar þá sé mikilvægt að ræða hann og reyna að hafa eftirlit með honum.Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Nokkuð er um að íslensk ungmenni, og þá sér í lagi ungar stúlkur, hvetji hvert annað til að stunda sjálfsskaðandi hegðun á lokuðum síðum á netinu. Talið er að allt að 17 þúsund íslensk ungmenni á aldrinum 14 til 24 ára hafi skaðað sig einhvern tíma og 5 þúsund þeirra hafi skaðað sig reglulega. Rætt var við Ragnhildi Erlu Þorgeirsdótti í fréttatíma Stöðvar tvö í kvöld um reynslu hennar af þessum heimi. „Þegar þú byrjar einu sinni er erfitt að hætta“ segir Ragnhildur en hún byrjaði að skera sig einungis 14 ára gömul. Hún segist hafa ákveðið að prófa að skaða sjálfa sig eftir að hafa séð stelpu sem var að æfa með henni skauta skera sig í sturtuklefanum. Í fyrsta skiptið notaðist hún við eldhúshníf til að skera sig en í kjölfarið fór hún að fikta sig áfram með önnur áhöld. Á einum tímapunkti prófaði hún svo að brenna sig.Auðvelt að fela áverkanaSjálfsskaðahegðun Ragnhildur náði hámarki þegar hún var 17 og 18 ára. Lengst af náði hún að halda skurðunum leyndum en hún segir feluleikinn fremur auðveldan. „Yfirleitt byrjar fólk á þessu þegar það kemur á unglingsárin. Þegar maður fer á unglingsárin er maður minna með foreldrum sínum, maður er meira úti, og kannski ekki að labba um nærbuxunum lengur“ segir Ragnhildur. Sem dæmi um hve algeng sjálfsskaðahegðun er segir hún að í hennar vinahópi bæði í grunn- og framhaldsskóla og þeim íþróttum sem hún stundaði hafi alltaf verið dæmi um stelpur sem stunduðu það að skera sig. Það hafi þó alltaf verið gert í einrúmi.Mikilvægt að foreldrar ræði vandannHún segir dæmi um það að fólk sæki hvatningu í ýmsar síður á netinu, til að mynda á svokölluðum tumblr bloggsíðum og á lokuðum hópum á Facebook. Það er hennar tilfinning að inn á þessum síðum sé metingur í gangi milli fólks, hver sé með dýpsta skurðinn eða beri versta brunasárið. Ragnhildur telur mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um hve algeng sjálfsskaðandi hegðun er. Sé vandi til staðar þá sé mikilvægt að ræða hann og reyna að hafa eftirlit með honum.Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent