Finnur Freyr: Skrifað í skýin með Helga eftir skotin í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2016 19:27 Finnur Freyr Stefánsson tolleraður eftir sigurinn í dag. vísir/hanna Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var í dag aðeins annar maðurinn frá 1991 sem kemur með bikarmeistaratitilinn í Vesturbæinn. KR vann Þór úr Þorlákshöfn, 95-79, og varð bikarmeistari í ellefta sinn. Þetta er fyrsti bikarmeistaratitilinn Finns Freys sem þjálfari KR en hann gerði liðið að Íslandsmeistara undanfarin tvö tímabili. "Ég er ansi glaður og ánægður. Sérstaklega fyrir hönd félaga míns, Helga Más. Þvílíkur leikur hjá honum," sagði Finnur Freyr um gamla manninn Helga Má sem var kjörinn besti leikmaðurinn í bikarúrslitunum. Helgi Már klúðraði tveimur skotum á síðustu sekúndum úrslitaleiksins í fyrra á móti Stjörnunni þar sem KR tapaði fimmta úrslitaleiknum af sex síðan 1991. "Þetta var skrifað í skýin með Helga. Eftir þessi tvö skot hans í fyrra þá var eiginlega engin spurning um að hann myndi klára þetta í dag. Hann er búinn að vera einstaklega óheppinn með meiðsli á sínu síðasta ári en er að komast í betra stand," sagði Finnur. "Þegar hann er í lagi er hann einn allra besti leikmaður þessarar deildar." Finnur sagði KR-ingana ekkert hafa pælt í martröðum fortíðar fyrir leikinn. Það voru aðrir í því. "Það er alltaf verið að reyna að búa til umfjöllun í kringum okkur um einhverja fortíð til að eyðileggja fyrir okkur daginn með einhverju bulli. Við vorum ekkert að spá í þessu. Maður heyrði bara eitthvað um fortíðina í spjalli við fjölmiðlamenn eða aðra fyrir utan KR," sagði Finnur, en hvað þýðir það fyrir hann að koma með bikarinn heim í Vesturbæ? "Ég elska að vinna og elska að vinna með mínu félagi. Við vorum sárir og svekktir í fyrra. Þetta var titill sem við ætluðum að vinna." "Þetta var sérstaklega ánægjulegt fyrir Helga þar sem þetta var hans síðasti bikarúrslitaleikur. Ég ætla að vinna þennan bikar aftur og aftur og aftur en fyrir þessa eldri menn var virkilega gaman að klára þetta," sagði Finnur Freyr.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30 Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 95-79 | KR bikarmeistari í ellefta sinn KR vann Þór Þorlákshöfn í bikarúrslitum karla í Laugardalshöll og er bikarmeistari í 11. sinn í sögu félagsins. 13. febrúar 2016 19:30
Helgi Már: Hefði verið mannskemmandi að tapa í dag Helgi Már Magnússon vann bikarinn í fimmtu tilraun og var kjörinn maður leiksins. 13. febrúar 2016 19:02