Hugmyndirnar „sjálfsmorðsárásir örvæntingarfullra formannsframbjóðenda“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 13:52 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/stefán Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Magnúsar Orra Schram um að leggja niður Samfylkinguna og stofna nýjan flokk einungis ákall örvæntingarfulls formannsframbjóðanda. Flokkurinn eigi alla möguleika á að dafna vel, fái hann frið fyrir fólki með slíkt hugarfar. „Ég tel það ekki vænlegt til árangurs að dauðadæma liðið í miðjum leik. Ef leikmenn sjálfir gera það og gefa sér það að áhaldið sé ónýtt þá er það ekki vænlegt til árangurs. Samfylkingin á fullt erindi sem stjórnmálaflokkur og á að vera burðarflokkur í íslenskri pólitík,“ segir Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að skerpa þurfi á forystu flokksins og í kjölfarið þurfi flokksmenn að taka höndum saman fyrir þau málefni sem flokkurinn standi fyrir. „Þetta tal um að leggja flokkinn niður og hann sé orðinn ónýtur og skipta um vörumerki, þetta er hégómi. Það liggur miklu meira undir núna heldur en að það taki því að vera í þessari umræðu eins og sakir standa.“En flokkurinn virðist standa á brauðfótum, eins og sakir standa, með innan við tíu prósenta fylgi? „Hann stendur á brauðfótum vegna þess að hann á í forystukreppu. Nú erum við að skerpa línurnar í forystumálunum á landsfundinum sem verður í júní og þetta bara tekur sinn tíma, eins og þegar lindin er að fyllast. Þegar forystumálin eru orðin skýrari og það verða komnar skarpari málefnaáherslur í tengslum við nýjan formann flokksins þá hef ég trú á því að við getum einbeitt okkur að því sem flokkurinn þarf að vinna að, sem eru þessar málefnaáherslur fyrir næstu kosningar. Þá kemur fylgið,“ segir Ólína. Hún segist ekki vilja svara til um hvort hún hyggist halda áfram í flokknum, nái Magnús Orri kjöri og hugmyndir hans fram að ganga. „Ég mun að sjálfsögðu standa með þeim formanni sem flokkurinn velur til forystu þegar þar að kemur. Magnús Orri er félagi minn og mér þykir vænt um hann. En ég er ósammála honum hér og tel rétt að hann viti það. Ólína hefur jafnframt birt Facebook-færslu þar sem hún biður flokknum vægðar, en færsluna má sjá hér fyrir neðan. „Því miður hefur nokkur misbrestur orðið á því innan Samfylkingarinnar þar sem menn keppast nú við að gefa út dánarvottorðið af því þeir sjá ekki fram á að ráða ferðinni sjálfir. Ég bið flokknum vægðar gegn þessum sjálfsmorðsárásum örvæntingarfullra formannsframbjóðenda,“ segir hún. Þeir sem starfi í flokknum af heilindum og hugsjón eigi þetta ekki skilið. Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37 Útilokar samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar Helgi Hjörvar vill kosningabandalag stjórnarandstöðunnar eftir næstu kosningar. 12. maí 2016 16:21 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Magnúsar Orra Schram um að leggja niður Samfylkinguna og stofna nýjan flokk einungis ákall örvæntingarfulls formannsframbjóðanda. Flokkurinn eigi alla möguleika á að dafna vel, fái hann frið fyrir fólki með slíkt hugarfar. „Ég tel það ekki vænlegt til árangurs að dauðadæma liðið í miðjum leik. Ef leikmenn sjálfir gera það og gefa sér það að áhaldið sé ónýtt þá er það ekki vænlegt til árangurs. Samfylkingin á fullt erindi sem stjórnmálaflokkur og á að vera burðarflokkur í íslenskri pólitík,“ segir Ólína í samtali við Vísi. Hún segir að skerpa þurfi á forystu flokksins og í kjölfarið þurfi flokksmenn að taka höndum saman fyrir þau málefni sem flokkurinn standi fyrir. „Þetta tal um að leggja flokkinn niður og hann sé orðinn ónýtur og skipta um vörumerki, þetta er hégómi. Það liggur miklu meira undir núna heldur en að það taki því að vera í þessari umræðu eins og sakir standa.“En flokkurinn virðist standa á brauðfótum, eins og sakir standa, með innan við tíu prósenta fylgi? „Hann stendur á brauðfótum vegna þess að hann á í forystukreppu. Nú erum við að skerpa línurnar í forystumálunum á landsfundinum sem verður í júní og þetta bara tekur sinn tíma, eins og þegar lindin er að fyllast. Þegar forystumálin eru orðin skýrari og það verða komnar skarpari málefnaáherslur í tengslum við nýjan formann flokksins þá hef ég trú á því að við getum einbeitt okkur að því sem flokkurinn þarf að vinna að, sem eru þessar málefnaáherslur fyrir næstu kosningar. Þá kemur fylgið,“ segir Ólína. Hún segist ekki vilja svara til um hvort hún hyggist halda áfram í flokknum, nái Magnús Orri kjöri og hugmyndir hans fram að ganga. „Ég mun að sjálfsögðu standa með þeim formanni sem flokkurinn velur til forystu þegar þar að kemur. Magnús Orri er félagi minn og mér þykir vænt um hann. En ég er ósammála honum hér og tel rétt að hann viti það. Ólína hefur jafnframt birt Facebook-færslu þar sem hún biður flokknum vægðar, en færsluna má sjá hér fyrir neðan. „Því miður hefur nokkur misbrestur orðið á því innan Samfylkingarinnar þar sem menn keppast nú við að gefa út dánarvottorðið af því þeir sjá ekki fram á að ráða ferðinni sjálfir. Ég bið flokknum vægðar gegn þessum sjálfsmorðsárásum örvæntingarfullra formannsframbjóðenda,“ segir hún. Þeir sem starfi í flokknum af heilindum og hugsjón eigi þetta ekki skilið.
Tengdar fréttir Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58 Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37 Útilokar samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar Helgi Hjörvar vill kosningabandalag stjórnarandstöðunnar eftir næstu kosningar. 12. maí 2016 16:21 Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Jafnaðarmenn ræði sín baráttumál og hætti að láta soga sig inn í innanflokksmein Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og frambjóðandi til formanns flokksins, segist ekki óttast að flokkurinn verði með innan við 10 prósent fylgi í þingkosningum í haust en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn með 7,4 prósent fylgi. 12. maí 2016 10:58
Formannsframbjóðandi Samfylkingarinnar vill leggja flokkinn niður Magnús Orri Schram ætlar að beita sér fyrir því að ný stjórnmálahreyfing verði stofnuð nái hann kjöri sem formaður Samfylkingarinnar. 12. maí 2016 09:37
Útilokar samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar Helgi Hjörvar vill kosningabandalag stjórnarandstöðunnar eftir næstu kosningar. 12. maí 2016 16:21
Magnús Orri segist vera að óska eftir umboði til að leiða viðræður við aðra flokka „Mér finnst þessi spurning lýsa gamaldags viðhorfi,“ svarar Magnús Orri Schram spurður hvers vegna hann vill leiða flokk sem hann vill leggja niður. 12. maí 2016 10:22