Hermenn frá Singapúr komu Auði til bjargar Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2016 06:00 Salihin Idderos, Muhammad Faishal, Muhammad Nasir og Muhammad Syahidin við Reynisfjöru. ?Mynd/Úr einkasafni „Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
„Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Sjá meira
Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40