Seinheppnir afbrotamenn í undarlegri atburðarás á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2016 13:30 Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Vísir/Pjetur Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira