Seinheppnir afbrotamenn í undarlegri atburðarás á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 2. desember 2016 13:30 Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Vísir/Pjetur Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir fjársvik, hótanir um líkamsmeiðingar og fíkniefnalagabrot í máli sem verður að teljast með þeim undarlegri sem koma til kasta lögreglunnar. Þrír menn hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra og verður málið gegn þeim tekið fyrir á næstunni í héraðsdómi á Akureyri. Afbrot mannanna voru öll framin þann 13. maí en segja má að fremur undarlegar ákvarðanir mannanna leiði til ákærunnar. Sögusviðið er Akureyri að kvöldi föstudagsins 13. maí á þessu ári. Fíkniefnaneytandi hringdi þá í dópsala nokkurn sem hann þekkti í bænum og falaðist eftir viðskiptum við hann. Vildi hann kaupa 20 grömm af maríjúana. Ekki fylgdi sögunni hvort efnin voru hugsuð til eigin nota þessa helgina en fastlega má gera ráð fyrir því.„Hér er peningurinn!“Grassölumaður þessi bjó yfir mikilli þjónustulund og brá á það ráð að senda efnin heim til kaupandans. „Þegar hann kom með þau á heimili hans, tók hann [Kaupandinn. innskot blaðamanns] við efnunum, en hrakti hann síðan á brott með hótunum um barsmíðar og án þess að greiða umsamið kaupverð,“ segir í ákæru. Við þetta var fíkniefnasalinn ekki paránægður og leitaði á náðir lögreglunnar. Að mati ákæruvaldsins telst þessi hegðun kaupandans stangast á við 248. gr hegningarlaga. 248. gr. „Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að [...], og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum,“ segir í lagabókstafnum. Einnig er kaupandinn ákærður fyrir hótun gegn fíkniefnasalanum, eftir að hann afhenti honum maríjúana laufin til kaups. Á kaupandinn að hafa tekið upp hamar sem lá á borði í íbúðinni og sagt við hann: „Hér er peningurinn“. Að því loknu hafði hann tjáð seljandanum að hann vildi samt sem áður ekki meiða hann.Húsleit lögreglunnar sama kvöldGrassölumaðurinn hafði við þessar hótanir óttast um eigið líf, heilbrigði og velferð, eins og segir í ákæru, þannig að hann hörfaði úr íbúðinni án þess að fá greitt fyrir fíkniefnin. Lögreglan tók þá til sinna mála og gerði húsleit hjá kaupanda fíkniefnanna seinna um kvöldið. Var þá kaupandinn í íbúð sinni ásamt öðrum manni og sátu þeir að sumbli og reykingum. Við húsleitina fannst hluti efnanna sem hann hafði „keypt“ fyrr um kvöldið auk ofskynjunarsveppa. Einnig fundust á heimilinu fjórar kannabisplöntur til ræktunar, ekki þó komnar nægilega langt í ræktunarferlinu til að gefa af sér uppskeru. Eru þeir félagarnir því einnig ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot.„Dauði“ sölumannsinsVíkur þá sögunni af svikna sölumanninnum sem sat eftir með sárt ennið. Ekki verður hjá því komist í ákærunni að skoða hans mál rækilega og hvort hann hafi eitthvað til saka unnið. Ákæruvaldið kemst einmitt að því að svo sé. Er hann ákærður fyrir söluna á grasinu sem hann verðlagði á heilar 75.000 krónur. Einnig var haldlagt hjá honum fjármagn sem ákæruvaldið hefur rökstuddan grun um að sé hagnaður af sölu fíkniefna. Þremenningarnir, sem elduðu grátt silfur saman þetta umrædda kvöld, munu því allir þurfa að svara fyrir sakir sínar fyrir dómi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra um miðjan desember.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira