Ítarleg leit að nýjum skólastjóra Melaskóla Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2016 18:41 Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Melaskóla í Reykjavík hefur verið framlengdur um tvær vikur þótt fyrir liggi nokkrar umsóknir, meðal annars frá aðstoðarskólastjóra skólans um stöðuna. Fráfarandi skólastjóri var hrakinn frá störfum í lok janúar. Miklar erjur hafa hafa verið í Melaskóla nokkur undanfarin ár sem náðu hámarki í vetur þegar nokkrir kennarar og nokkrir foreldrar í skólaráði skólans settu opinberlega fram ásakanir á hendur skólastjóranum. Án þess þó að nefna néfna nákvæmlega hvað það var sem gerði skólastjórann vanhæfan. Allt frá því Dagný Annasdóttir varð skólastjóri árið 2013 var unnið gegn henni innan skólans. Skólaráð kærði ráðningu hennar til Umboðsmanns Alþingis á þeirri forsendu að það hefði ekki verið haft með í ráðum við ráðninguna. Helga Jóna Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri var meðal umsækjenda og þá í annað sinn og sat á sama tíma í skólaráði. En heimildir fréttastofunnar herma að hún hafi sterklega búist við að fá stöðuna. Umboðsmaður hafnaði efnisatriðum kærunnar og Dagný hélt stöðu sinni. Erjurnar héldu hins vegar áfram og enduðu svo með því að Dagný gerði starfslokasamning við Reykjavíkurborg hinn 28. janúar en hún var þá nýkomin úr veikindaleyfi vegna deilnanna innan skólans.Í viðtali við Stöð 2 hinn 28. janúar sagðist unna skólanum og hún vonaði að með brottför hennar myndaðist friður um skólastarfið. „Ég ætla rétt að vona það að nú geti skapast friður. Vegna þess að í skólastarfi á alltaf að ríkja friður. Alltaf. Börn á Íslandi og annars staðar eiga þann rétt að það sé friður um skólastarf,“ sagði Dagný daginn sem húnn hætti störfum í Melaskóla.Aðstoðarskólastjóri ekki settur í starfið Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðstoðarskólastjóri tekið við til bráðabirgða við brottför skólastjóra. En borgin fékk utanaðkomandi mann, Ellert Borgar Þorvaldsson, sem var hættur störfum sökum aldurs til að hlaupa í skarðið. Staða skólastjóra var síðan auglýst fyrir skömmu og samkvæmt heimildum fréttastofu er aðstoðarskólastjórinn Helga Jóna meðal umsækjenda en hún hafnði boði fréttastofunnar um viðtal. Umsóknarfrestur rann út á mánudag en þá bregður svo við að Skóla- og tómstundasvið Reykjavíkur ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur og auglýsti það í Fréttablaðinu á þriðjudag. Helgi Grímsson forstöðumaður Skóla- og tómstundasviðs borgarinnar segir borgina vilja fá fleiri umsækjendur. „Það er vegna þess að það var úr full fáum umsóknum að velja. Það voru fimm umsóknir. Umsóknarfresturinn var þrjár vikur og við höfum fengið ábendingar um að þetta hafi verið full knappur tími,“ segir Helgi en samkvæmt auglýsingunni er reiknað með að nýr skólastjóri taki við í maí. Helgi sagðist ekki geta staðfest hvort aðstoðarskólastjórinn væri meðal umsækjenda og vildi ekki tjá sig um hæfi hennar. Það ætti eftir að fara ítarlegar yfir umsóknirnar. Þessum deilum sem voru innan skólans áður en skólastjórinn gerði starfslokasamning, lauk þeim þar með eða er áfram verið að vinna eitthvað í málum innan skólans? „Við vinnum áfram með skólanum að farsælli þróun skólastarfs. Svo þegar nýr skólastjóri kemur við stýrið þá að sjálfsögðu verðum við með honum og hópnum áfram til að tryggja að þetta góða skip sigli seglum þöndum,“ segir Helgi Grímsson og að friður ríki um skólastarfið. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra í Melaskóla í Reykjavík hefur verið framlengdur um tvær vikur þótt fyrir liggi nokkrar umsóknir, meðal annars frá aðstoðarskólastjóra skólans um stöðuna. Fráfarandi skólastjóri var hrakinn frá störfum í lok janúar. Miklar erjur hafa hafa verið í Melaskóla nokkur undanfarin ár sem náðu hámarki í vetur þegar nokkrir kennarar og nokkrir foreldrar í skólaráði skólans settu opinberlega fram ásakanir á hendur skólastjóranum. Án þess þó að nefna néfna nákvæmlega hvað það var sem gerði skólastjórann vanhæfan. Allt frá því Dagný Annasdóttir varð skólastjóri árið 2013 var unnið gegn henni innan skólans. Skólaráð kærði ráðningu hennar til Umboðsmanns Alþingis á þeirri forsendu að það hefði ekki verið haft með í ráðum við ráðninguna. Helga Jóna Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri var meðal umsækjenda og þá í annað sinn og sat á sama tíma í skólaráði. En heimildir fréttastofunnar herma að hún hafi sterklega búist við að fá stöðuna. Umboðsmaður hafnaði efnisatriðum kærunnar og Dagný hélt stöðu sinni. Erjurnar héldu hins vegar áfram og enduðu svo með því að Dagný gerði starfslokasamning við Reykjavíkurborg hinn 28. janúar en hún var þá nýkomin úr veikindaleyfi vegna deilnanna innan skólans.Í viðtali við Stöð 2 hinn 28. janúar sagðist unna skólanum og hún vonaði að með brottför hennar myndaðist friður um skólastarfið. „Ég ætla rétt að vona það að nú geti skapast friður. Vegna þess að í skólastarfi á alltaf að ríkja friður. Alltaf. Börn á Íslandi og annars staðar eiga þann rétt að það sé friður um skólastarf,“ sagði Dagný daginn sem húnn hætti störfum í Melaskóla.Aðstoðarskólastjóri ekki settur í starfið Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðstoðarskólastjóri tekið við til bráðabirgða við brottför skólastjóra. En borgin fékk utanaðkomandi mann, Ellert Borgar Þorvaldsson, sem var hættur störfum sökum aldurs til að hlaupa í skarðið. Staða skólastjóra var síðan auglýst fyrir skömmu og samkvæmt heimildum fréttastofu er aðstoðarskólastjórinn Helga Jóna meðal umsækjenda en hún hafnði boði fréttastofunnar um viðtal. Umsóknarfrestur rann út á mánudag en þá bregður svo við að Skóla- og tómstundasvið Reykjavíkur ákvað að framlengja umsóknarfrestinn um tvær vikur og auglýsti það í Fréttablaðinu á þriðjudag. Helgi Grímsson forstöðumaður Skóla- og tómstundasviðs borgarinnar segir borgina vilja fá fleiri umsækjendur. „Það er vegna þess að það var úr full fáum umsóknum að velja. Það voru fimm umsóknir. Umsóknarfresturinn var þrjár vikur og við höfum fengið ábendingar um að þetta hafi verið full knappur tími,“ segir Helgi en samkvæmt auglýsingunni er reiknað með að nýr skólastjóri taki við í maí. Helgi sagðist ekki geta staðfest hvort aðstoðarskólastjórinn væri meðal umsækjenda og vildi ekki tjá sig um hæfi hennar. Það ætti eftir að fara ítarlegar yfir umsóknirnar. Þessum deilum sem voru innan skólans áður en skólastjórinn gerði starfslokasamning, lauk þeim þar með eða er áfram verið að vinna eitthvað í málum innan skólans? „Við vinnum áfram með skólanum að farsælli þróun skólastarfs. Svo þegar nýr skólastjóri kemur við stýrið þá að sjálfsögðu verðum við með honum og hópnum áfram til að tryggja að þetta góða skip sigli seglum þöndum,“ segir Helgi Grímsson og að friður ríki um skólastarfið.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira