Öll í sama liðinu? Örlygur Benediktsson skrifar 16. desember 2016 15:45 Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þetta er ritað eru 410 dagar – hálfur fjórtándi mánuður – síðan kjarasamningur Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) rann út. Í aðdraganda verkfalls haustið 2014 höfðu FT-félagar verið samningslausir í um sjö mánuði. Samtals gerir þetta hátt í 21 mánuð af 36, án kjarasamnings – næstum tvö ár af þremur! Allan þann tíma hefur krafa FT í viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) verið hógvær – að njóta jafnra launakjara, fyrir sambærilegt vinnuframlag og menntun, á við kennara sem starfa innan vébanda Kennarasambands Íslands (KÍ) við aðrar skólagerðir. Fram til þessa hefur FT ekki séð örla á minnsta vilja viðsemjandans í þá átt, heldur virðist þvert á móti kappkostað að festa varanlega í sessi ómálefnalegan launamun. Helstu ráðamenn hafa opinberlega viðurkennt réttmæti kröfugerðarinnar – m.a. sagði borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, í ávarpi á opnum samræðufundi í Hörpu, kvöldið áður en boðað verkfall hófst: „Ég ætla bara að taka fram aðmér finnst sú krafa mjög sanngjörn – mér finnst hún mjög eðlileg (21. okt. 2014). Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lét svo um mælt í sjónvarpsfréttum nokkru síðar: „Ég sá t.d. að tónlistarskólakennarar voru mjög áberandi hérna úti [meðal mótmælenda á Austurvelli] ...ég skil afstöðu þeirra mjög vel– að vilja fylgja öðrum kennurum í launaþróun“ (3. nóv. 2014). Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum víðsvegar um landið hafa tekið í sama streng á samræðufundum með kennurum og trúnaðarmönnum FT núna undanfarnar vikur, þar sem kynnt hafa verið sjónarmið félagsmanna og helstu málavextir í stöðunni sem við blasir. Jafnframt hafa viðbrögð sveitarstjórnarfólks við samningsleysinu einkennst af nokkurri undrun, enda virðist býsna útbreiddur misskilningur að samningurinn í kjölfar verkfallsins hafi skilað viðunandi kjarabótum til lengri tíma litið , en í raun var um að ræða varnarsamning, sem dugði hvorki til að uppfylla eldri kröfu FT um leiðréttingu skekktrar samningsstöðu frá 2008, né kröfuna um jafnrétti í launasetningu . Vandi sveitarstjórnanna felst í því að skv. samningsumboði SNS er litið svo á að sveitarfélögin hvorki eigi né megi íhlutast um kjaramál. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa kosti, en virkar meingallað undir kringumstæðum sem þessum, þar sem aflsmunar virðist nánast vísvitandi neytt gegn fámennu stéttarfélagi sem hefur lítinn slagkraft til þvingunaraðgerða. Ennfremur hefur verið bent á að hagsmunir Reykjavíkurborgar gætu vegið óeðlilega þungt í skilyrðislausri hagræðingarstefnu Sambandsins gagnvart kennslustéttunum. Sveitarstjórnarfulltrúi á landsbyggðinni tók svo til orða á einum fundinum að við værum í raun öll „í sama liðinu“, þ.e. sveitarstjórnar- og tónlistarskólafólk. Hljótum við þá ekki að spyrja á móti: Hverjir eru þá eiginlega í „hinu liðinu“? Hvaða aðilar eru það sem beita sér gegn því að gengið sé að réttmætum kröfum FT, og hvers vegna? Hvað í ósköpunum er það í raun, sem veldur þessum viljaskorti Sambandsins til að leysa málin á þeim sanngirnisgrundvelli sem FT hefur leitað eftir?
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun