Hækkandi aldur þjóðarinnar þrýstir á frjálst flæði vinnuafls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Hröð öldrun þjóðarinnar næstu áratugi kallar á breytingar á vinnumarkaði með aðstoð stjórnvalda að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/daníel Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn. Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn.
Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira