Hækkandi aldur þjóðarinnar þrýstir á frjálst flæði vinnuafls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Hröð öldrun þjóðarinnar næstu áratugi kallar á breytingar á vinnumarkaði með aðstoð stjórnvalda að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/daníel Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira