Grípa þarf strax til aðgerða við Mývatn til bjargar lífríki Svavar Hávarðsson skrifar 22. júní 2016 06:00 Nægar upplýsingar liggja fyrir til að undirbúa aðgerðir við Mývatn. vísir/vilhelm Nauðsynlegt er að draga úr losun næringarefna í Mývatn, þó ósannað sé að losun þeirra sé helsta orsök þess vanda sem lífríki vatnsins er í. Lög og reglur um vernd Mývatns og Laxár duga til. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu þarf að hreinsa fráveituvatn til að minnka álag á vatnið. Samstarfshópur um málefni Mývatns skilaði skýrslu um liðna helgi með ábendingum og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í skýrslunni segir m.a. að rétt sé að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þar segir jafnframt að líta þarf til varúðarreglunnar í þessu samhengi, en röksemdin að baki varúðarreglunni er óvissa, í flestum tilvikum vísindaleg óvissa og skortur á upplýsingum, um hvort ákveðnar aðgerðir eða eftir atvikum aðgerðaleysi muni hafa óæskileg áhrif á umhverfið. Í skýrslunni er með ítarlegum hætti fjallað um ástandið sem hefur verið í fréttum bróðurpartinn af þessu ári. Óvissu um losun næringarefna af manna völdum, en jafnframt þá staðreynd að Mývatn er þannig gert af náttúrunnar hendi að lítil röskun á næringarefnasamsetningu getur verið nóg til að valda miklum breytingum. Óháð neikvæðri þróun á lífríki Mývatns þarf að taka fráveitumál Skútustaðahrepps til sérstakrar skoðunar, og vart hjá því komist að þar stígi ríkisvaldið inn í skyldur sveitarfélagsins sem hefur ekki bolmagn til að standa undir breytingum sem bundnar eru í lög. Þá segir að rétt sé að skoða aðrar aðgerðir til að draga úr innstreymi næringarefna, einkum frá landbúnaði og landgræðslu, t.d. með ráðgjöf um áburðargjöf til að tryggja að þau næringarefni berist síður í vatnið. Þá segir: „Brýnt er að víðtæk greining á lausnum í fráveitumálum taki eins skamman tíma og unnt er. Starfshópurinn telur þó að betra sé að skoða vandann og lausnir í stærra samhengi en að hefjast handa við fráveituframkvæmdir í Reykjahlíð strax í sumar. […] Gott er að ná niðurstöðu um fjármögnun átaks í fráveitumálum við Mývatn sem fyrst svo hægt sé að gera ráð fyrir verulegum framkvæmdum í Reykjahlíð á árinu 2017.“ Nauðsynlegt er að efla rannsóknir og vöktun á Mývatni og Laxá, og í skýrslunni er að finna langan lista sem fellur undir þetta atriði. Efla þarf fræðslu til íbúa og ferðamanna, sem talin er skjótvirk leið til að halda áhrifum manna á vatnið í lágmarki. Í framhaldinu mun Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn.Mývatn – flókið og sveiflukenntSíðustu tvö sumur hafa verið miklir blómar af blábakteríum, en þá urðu stórir hlutar Mývatns og Laxár græn- og brúnlitaðir og skyggni í vatninu lítið sem ekkert. Botngróður í meginhluta vatnsins hefur því horfið að mestu á undanförnum árum. Meðal annars hefur vaxtarsvæði kúluskíts rýrnað svo mjög að hann finnst varla lengur í vatninu. Viðkomubrestur hefur verið hjá bleikju í Mývatni frá 2000 svo að hún má teljast í útrýmingarhættu. Vistkerfi Mývatns er flókið, síkvikt og sveiflukennt, sem gerir erfitt um vik að greina frumorsakir breytinganna. Á það bæði við um breytingar sem hafa verið í gangi um langan tíma, s.s. samdrátt í botngróðri og bleikjustofni og þær sem hafa vakið sérstaka athygli á allra síðustu árum, s.s. mikla blábakteríublóma og fækkun hornsíla. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum við að fá of mikið af næringarefnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Nauðsynlegt er að draga úr losun næringarefna í Mývatn, þó ósannað sé að losun þeirra sé helsta orsök þess vanda sem lífríki vatnsins er í. Lög og reglur um vernd Mývatns og Laxár duga til. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu þarf að hreinsa fráveituvatn til að minnka álag á vatnið. Samstarfshópur um málefni Mývatns skilaði skýrslu um liðna helgi með ábendingum og samantekt á upplýsingum um ástand vatnsins og mögulegar aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og efla rannsóknir og vöktun. Í skýrslunni segir m.a. að rétt sé að ríkisvaldið og Skútustaðahreppur vinni saman að umbótum í fráveitumálum og öðrum aðgerðum til að draga úr innstreymi næringarefna í Mývatn. Þar segir jafnframt að líta þarf til varúðarreglunnar í þessu samhengi, en röksemdin að baki varúðarreglunni er óvissa, í flestum tilvikum vísindaleg óvissa og skortur á upplýsingum, um hvort ákveðnar aðgerðir eða eftir atvikum aðgerðaleysi muni hafa óæskileg áhrif á umhverfið. Í skýrslunni er með ítarlegum hætti fjallað um ástandið sem hefur verið í fréttum bróðurpartinn af þessu ári. Óvissu um losun næringarefna af manna völdum, en jafnframt þá staðreynd að Mývatn er þannig gert af náttúrunnar hendi að lítil röskun á næringarefnasamsetningu getur verið nóg til að valda miklum breytingum. Óháð neikvæðri þróun á lífríki Mývatns þarf að taka fráveitumál Skútustaðahrepps til sérstakrar skoðunar, og vart hjá því komist að þar stígi ríkisvaldið inn í skyldur sveitarfélagsins sem hefur ekki bolmagn til að standa undir breytingum sem bundnar eru í lög. Þá segir að rétt sé að skoða aðrar aðgerðir til að draga úr innstreymi næringarefna, einkum frá landbúnaði og landgræðslu, t.d. með ráðgjöf um áburðargjöf til að tryggja að þau næringarefni berist síður í vatnið. Þá segir: „Brýnt er að víðtæk greining á lausnum í fráveitumálum taki eins skamman tíma og unnt er. Starfshópurinn telur þó að betra sé að skoða vandann og lausnir í stærra samhengi en að hefjast handa við fráveituframkvæmdir í Reykjahlíð strax í sumar. […] Gott er að ná niðurstöðu um fjármögnun átaks í fráveitumálum við Mývatn sem fyrst svo hægt sé að gera ráð fyrir verulegum framkvæmdum í Reykjahlíð á árinu 2017.“ Nauðsynlegt er að efla rannsóknir og vöktun á Mývatni og Laxá, og í skýrslunni er að finna langan lista sem fellur undir þetta atriði. Efla þarf fræðslu til íbúa og ferðamanna, sem talin er skjótvirk leið til að halda áhrifum manna á vatnið í lágmarki. Í framhaldinu mun Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, leggja skýrsluna og hugmyndir starfshópsins fram í ríkisstjórn.Mývatn – flókið og sveiflukenntSíðustu tvö sumur hafa verið miklir blómar af blábakteríum, en þá urðu stórir hlutar Mývatns og Laxár græn- og brúnlitaðir og skyggni í vatninu lítið sem ekkert. Botngróður í meginhluta vatnsins hefur því horfið að mestu á undanförnum árum. Meðal annars hefur vaxtarsvæði kúluskíts rýrnað svo mjög að hann finnst varla lengur í vatninu. Viðkomubrestur hefur verið hjá bleikju í Mývatni frá 2000 svo að hún má teljast í útrýmingarhættu. Vistkerfi Mývatns er flókið, síkvikt og sveiflukennt, sem gerir erfitt um vik að greina frumorsakir breytinganna. Á það bæði við um breytingar sem hafa verið í gangi um langan tíma, s.s. samdrátt í botngróðri og bleikjustofni og þær sem hafa vakið sérstaka athygli á allra síðustu árum, s.s. mikla blábakteríublóma og fækkun hornsíla. Ekki er fullljóst hvað veldur þessari þróun, en henni svipar til breytinga sem verða í stöðuvötnum við að fá of mikið af næringarefnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira