Ný vinnubrögð og allir við sama borð Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Frá undirritun samkomulags SALEK-hópsins í október í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur „Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
„Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira