Ný vinnubrögð og allir við sama borð Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Frá undirritun samkomulags SALEK-hópsins í október í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur „Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Sjá meira
„Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Sjá meira