Ný vinnubrögð og allir við sama borð Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Frá undirritun samkomulags SALEK-hópsins í október í fyrra. Fréttablaðið/Pjetur „Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Tími átaka og sundurlyndis sem áberandi var í aðdraganda kjarasamninga á síðasta ári er vonandi að baki,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara síðasta fréttabréfs samtakanna. Hann vísar til þess að fyrir helgi skrifuðu SA og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) undir nýjan kjarasamning sem byggir á grunni svonefnds SALEK-samkomulags sem heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda skrifuðu undir í október og kveður á um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Með uppfærðum kjarasamningum á almenna launamarkaðnum á að tryggja því fólki sambærilegar kjarabætur og samið var um eftir vinnudeilur, verkföll og niðurstöðu gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga og fólks í BHM á síðasta ári.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SAHin hliðin á nýja samningnum er jöfnun lífeyrisréttinda. Réttindi á almenna markaðnum eru færð að því sem gerist hjá hinu opinbera. Þannig getur einstaklingur sem alla starfsævina greiðir í lífeyrissjóð samkvæmt nýju samkomulagi vænst þess að fá rúma þrjá fjórðu af meðaltalsmánaðartekjum á ævinni í mánaðarlegum ellilífeyrisgreiðslum, í stað 56 prósenta áður. Við tekur kosning um nýja kjarasamninginn í aðildarfélögum ASÍ, en niðurstaða úr þeim á að liggja fyrir ekki síðar en 26. næsta mánaðar. Þá ganga þau félög sem standa utan ASÍ til samninga við SA um uppfærslu samninga sinna á sama grunni. Núna er bara kosið um kjarasamninginn, en ekki nýtt samningalíkan. Kálið er nefnilega ekki sopið þó í ausuna sé komið.Gylfi Arnbjörnsson„Mikil vinna er framundan við mótun samningalíkansins þar sem kallað verður eftir þátttöku aðildarfélaga og félagsmanna, meðal annars með fjölmennu stefnumóti í byrjun maí,“ segir í samantekt ASÍ. Hjá félögum opinberra starfsmanna á líka enn eftir að ná lendingu um hvernig endanlega verður farið með jöfnun lífeyrisréttinda. Þá liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti ríkið styður við þessa tilraun til sáttar á vinnumarkaði, en þó hefur verið frá því greint að atvinnurekendur hafa fengið vilyrði um lækkun á tryggingagjaldi, á móti kostnaðarauka í tengslum við samningana. Með því að samningar hafa náðst við bróðurpart vinnumarkaðarins á grundvelli bæði SALEK og samninga á opinbera markaðnum er hins vegar búið að kaupa frið út 2018 til þess að klára þau mál sem út af standa. Vonir standa til þess að greiða megi atkvæði um nýtt samningalíkan að norrænni fyrirmynd á vormánuðum 2017.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira