Innlent

Ungur örn í hjúkrun í Húsdýragarðinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Ungur örn sem fannst ófleygur á Snæfellsnesi á dögunum er nú kominn í Húsdýragarðinn til aðhlynningar. Ferðamenn urðu varir við haförninn í útjaðri Berserkjahrauns í fyrradag og fóru Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður, Náttúrustofu Vesturlands, og aðrir og handsömuðu örninn.

Í fyrstu var talið að örninn væri vængbrotinn, en svo virðist ekki vera. Örninn hefur misst flugfjaðrir af hægri væng og gerði það honum erfitt um flug. Hann mun því vera í Húsdýragarðinum þar til nýjar fjaðrir hafa vaxið á hann.

Hér að ofan má sjá myndbönd af erninum þegar komið var með hann í Húsdýragarðinn í morgun.

Ferðamenn sáu ungan haförn í vanda í útjaðri Berserkjahrauns í gær. Hann átti greinilega erfitt með flug. Hildibrandur...

Posted by Náttúrustofa Vesturlands on Wednesday, January 27, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×