Stoðsendingakóngurinn Justin: Þetta er mikill heiður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2016 21:32 Justin hefur gefið 1394 stoðsendingar í efstu deild á Íslandi. vísir/stefán Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngurinn á Íslandi, að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira
Justin Shouse bætti stoðsendingametið í efstu deild á Íslandi þegar Stjarnan tapaði, 78-65, fyrir Grindavík í kvöld. Justin gaf tvær stoðsendingar í leiknum, báðar í 1. leikhluta. Með þeirri fyrri jafnaði hann met Jóns Arnars Ingvarssonar og með þeirri seinni sló hann svo metið. Justin hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan 2006 og á þeim tima hefur hann gefið 1394 stoðsendingar. En hvaða þýðingu hefur þetta met fyrir þennan magnaða leikstjórnanda? "Að ég hef verið lengi hérna," sagði Justin og hló. Hann kom upphaflega hingað til lands árið 2005 og lék þá með 1. deildarliði Drangs frá Vík í Mýrdal. Þaðan fór hann til Snæfells og svo til Stjörnunnar 2008. Justin fékk íslenskan ríkisborgararétt 2011. "Þetta þýðir að ég hef spilað með mörgum frábærum leikmönnum. Ég vissi ekkert af þessu fyrr en mér var bent á þetta í dag. "Þetta er mikill heiður og segir sitt um hversu góða samherja og þjálfara ég hef haft í gegnum tíðina. Þetta gerist ekkert nema samherjarnir setji skotin niður og ég hef verið heppinn með bæði samherja og þjálfara síðan ég kom hingað. Þetta hefur verið frábær tími." Justin segir félagsskapinn í efstu sætum stoðsendingalistann vera góðan. "Það eru frábærir leikmenn á þessum lista; Jón Arnar og Jón Kr. (Gíslason) sem ég þekki vel. Og það vita allir að ef það hefði verið haldið utan talningu á stoðsendingum á fyrstu árunum hans í boltanum, þá ætti hann þetta met," sagði Justin um Jón Kr. en þess má geta að hann spilaði með sonum Jóns Kr., Degi Kár og Daða Lár, hjá Stjörnunni. Justin vildi þó að sjálfsögðu fagna þessum áfanga undir öðrum kringumstæðum en Stjörnumenn fundu sig engan veginn í sóknarleiknum í kvöld. "Að sjálfsögðu, við komum hingað til að vinna leikinn og vorum ekkert að hugsa um nein met. Ég hefði frekar viljað vera með enga eða eina stoðsendingu í sigurleik en að tapa og slá metið," sagði Justin. Stjörnumenn fá ekki langan tíma til að sleikja sárin því á sunnudaginn mætir liðið Þór frá Þorlákshöfn í mikilvægum leik. "Við verðum að læra af þessu og koma betur stemmdir til leiks á sunnudaginn. Við þurfum að vera tilbúnir, vinna betur og spila meira saman sem lið í sókninni," sagði Justin, stoðsendingakóngurinn á Íslandi, að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira