Munu ekki líða einelti á sjónum Svavar Hávarðsson skrifar 24. mars 2016 07:00 Tæp 40 prósent sjómanna í nýrri könnun höfðu orðið vör við einelti um borð. vísir/Hari Sjómannasamband Íslands lítur vísbendingar um mikið einelti um borð í fiskiskipaflotanum alvarlegum augum. Einstök fyrirtæki líta til nýrrar könnunar um einelti og hafa brugðist við með því að gefa út þau skilaboð að einelti verði ekki liðið. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að niðurstöður kannana hafi vakið stjórn sambandsins til umhugsunar, og málið verði tekið upp á vettvangi þess, þó eineltismál meðal sjómanna hafi ekki komið beint inn á hennar borð. Samgöngustofa hafi kannað einelti um borð í sérstakri könnun fyrir nokkru sem gaf vissar vísbendingar en Sjómannasambandið hyggist fara fram á að þetta verði skoðað sérstaklega í framhaldskönnun meðal sjómanna sem er ráðgerð af Samgöngustofu. Þá komi samninganefnd sjómanna saman eftir páska og þar verði málið örugglega rætt – en fyrstu viðbrögð fyrirtækja við þessum vísbendingum séu líklega í bestum farvegi með fræðslustarfi.Valmundur Valmundsson„En ef þetta er rétt – að einelti sé svona algengt á skipunum, þá er það algjörlega óþolandi. Það verður að segjast alveg eins og er. Þetta eru sláandi tölur,“ segir Valmundur. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist einelti um borð í íslenskum fiskiskipum mun algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9 prósent, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna, sagðist hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Dæmi eru þegar um að fyrirtæki séu tekin að taka ákveðið á einelti á vinnustað, og eitt þeirra er Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem er einmitt heimabær Salóme. Fyrirtækið fól Austurbrú, sameignarstofnun sem meðal annars öll sveitarfélögin á Austurlandi standa að, að gera starfsánægjukönnun meðal sinna starfsmanna og bendir hún til að þess að um fimm prósent sjómanna Síldarvinnslunnar hafi einhvern tímann upplifað einelti og að 25 prósent þeirra hafi einhvern tímann orðið vitni að slíku. Þetta er lægra hlutfall en í könnun Salóme, en í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar er vísað í rannsókn hennar og segir að hún undirstriki engu að síður þörfina fyrir það að vinna markvisst að því að uppræta einelti. Síldarvinnslan gerir það svikalaust og hefur síðustu misseri gefið það skýrt út að einelti verði ekki liðið, og að tilkynningar eða grunur um slíkt verði tekinn alvarlega. Í því ljósi hafa nýlega verið haldin námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækisins um einelti og viðbrögð við því. Jafnframt er skýrt tekið fram í starfsmannastefnu fyrirtækisins að einelti og áreitni af öllu tagi sé algerlega óheimil – enda brot á vinnuverndarlöggjöfinni.Síldarvinnslan grípur til aðgerða:- Starfsmenn eru hvattir til að láta vita ef þeir hafa orðið fyrir einelti eða áreitni, eða orðið vitni að slíku. - Tilkynna má einelti eða áreitni til viðkomandi skipstjóra, stýrimanns, verksmiðjustjóra eða verkstjóra. Þeim ber skylda til að tryggja að málið fái faglega meðferð. Tilkynna má einelti eða áreitni beint til starfsmannastjóra. Það má gera nafnlaust. - Starfsmenn fá frekari fræðslu og upplýsingar um einelti og áreitni. - Stjórnendur fá sérstaka þjálfun í meðhöndlun eineltis og áreitni. - Ásakanir um einelti og áreitni verða rannsakaðar með markvissari hætti. Tekið fast á brotum.Heimild: Heimasíða SíldarvinnslunSíldarvinnslunaunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Sjómannasamband Íslands lítur vísbendingar um mikið einelti um borð í fiskiskipaflotanum alvarlegum augum. Einstök fyrirtæki líta til nýrrar könnunar um einelti og hafa brugðist við með því að gefa út þau skilaboð að einelti verði ekki liðið. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að niðurstöður kannana hafi vakið stjórn sambandsins til umhugsunar, og málið verði tekið upp á vettvangi þess, þó eineltismál meðal sjómanna hafi ekki komið beint inn á hennar borð. Samgöngustofa hafi kannað einelti um borð í sérstakri könnun fyrir nokkru sem gaf vissar vísbendingar en Sjómannasambandið hyggist fara fram á að þetta verði skoðað sérstaklega í framhaldskönnun meðal sjómanna sem er ráðgerð af Samgöngustofu. Þá komi samninganefnd sjómanna saman eftir páska og þar verði málið örugglega rætt – en fyrstu viðbrögð fyrirtækja við þessum vísbendingum séu líklega í bestum farvegi með fræðslustarfi.Valmundur Valmundsson„En ef þetta er rétt – að einelti sé svona algengt á skipunum, þá er það algjörlega óþolandi. Það verður að segjast alveg eins og er. Þetta eru sláandi tölur,“ segir Valmundur. Eins og Fréttablaðið greindi frá virðist einelti um borð í íslenskum fiskiskipum mun algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9 prósent, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna, sagðist hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Dæmi eru þegar um að fyrirtæki séu tekin að taka ákveðið á einelti á vinnustað, og eitt þeirra er Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem er einmitt heimabær Salóme. Fyrirtækið fól Austurbrú, sameignarstofnun sem meðal annars öll sveitarfélögin á Austurlandi standa að, að gera starfsánægjukönnun meðal sinna starfsmanna og bendir hún til að þess að um fimm prósent sjómanna Síldarvinnslunnar hafi einhvern tímann upplifað einelti og að 25 prósent þeirra hafi einhvern tímann orðið vitni að slíku. Þetta er lægra hlutfall en í könnun Salóme, en í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar er vísað í rannsókn hennar og segir að hún undirstriki engu að síður þörfina fyrir það að vinna markvisst að því að uppræta einelti. Síldarvinnslan gerir það svikalaust og hefur síðustu misseri gefið það skýrt út að einelti verði ekki liðið, og að tilkynningar eða grunur um slíkt verði tekinn alvarlega. Í því ljósi hafa nýlega verið haldin námskeið fyrir starfsmenn fyrirtækisins um einelti og viðbrögð við því. Jafnframt er skýrt tekið fram í starfsmannastefnu fyrirtækisins að einelti og áreitni af öllu tagi sé algerlega óheimil – enda brot á vinnuverndarlöggjöfinni.Síldarvinnslan grípur til aðgerða:- Starfsmenn eru hvattir til að láta vita ef þeir hafa orðið fyrir einelti eða áreitni, eða orðið vitni að slíku. - Tilkynna má einelti eða áreitni til viðkomandi skipstjóra, stýrimanns, verksmiðjustjóra eða verkstjóra. Þeim ber skylda til að tryggja að málið fái faglega meðferð. Tilkynna má einelti eða áreitni beint til starfsmannastjóra. Það má gera nafnlaust. - Starfsmenn fá frekari fræðslu og upplýsingar um einelti og áreitni. - Stjórnendur fá sérstaka þjálfun í meðhöndlun eineltis og áreitni. - Ásakanir um einelti og áreitni verða rannsakaðar með markvissari hætti. Tekið fast á brotum.Heimild: Heimasíða SíldarvinnslunSíldarvinnslunaunar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira