Innlent

Tæplega fjögurþúsund skora á Strætó að leyfa gæludýr

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hundasamfélagið telur að fjölmargir vilji lifa bíllausum lífstíl en geti það ekki vegna dýrabannsins.
Hundasamfélagið telur að fjölmargir vilji lifa bíllausum lífstíl en geti það ekki vegna dýrabannsins. vísir/pjetur
Tæplega fjögurþúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem Strætó er hvatt til þess að leyfa gæludýr í strætisvögnum félagsins.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við varaformann Astma- og ofnæmisfélags Íslands sem sagði að yrðu gæludýr leyfð í strætó myndi strætóferðin breytast í „svolitla rússneska rúllettu“.

Í kvöld var hins vegar rætt við formann Hundaræktarfélagsins sem vildi meina að þeir aðilar sem byggju við þessa „fötlun“ hefðu ekki fært fram rök sem sýndu fram á að gæludýr ættu að vera bönnuð í strætó.

Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni segir að fjölmargir kjósi að lifa bíllausum lífstíl. Fjölmargir til viðbótar hefðu áhuga á því en gætu það ekki þar sem gæludýr eru bönnuð í strætó.

„Að hafa þann möguleika að geta ferðast með gæludýrið í strætó myndi auðvelda mörgum sem glíma við kvíðaraskanir eða aðrar hömlur sem binda fólk við gæludýrin sín,“ segir á síðunni.

Sem stendur hafa 3.888 skrifað undir.


Tengdar fréttir

Vill meina að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi

Astma- og ofnæmissjúklingar leggjast gegn því að gæludýrum verði hleypt í strætisvagna líkt og tillaga er um. Varaformaður félags þeirra segir þetta þýða að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi. Stjórnarmaður í Strætó bs. segir að reynt verði að taka tillit til allra aðila ef af verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×