Dagur þakkar fyrir sig: Árið sem ég borðaði hamborgara með Merkel og spilaði golf með Beckenbauer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 12:35 Dagur Sigurðsson fagnar sigri á EM. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson var í gær kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en Dagur náði mögnuðum árangri með þýska handboltalandsliðið á árinu 2016. Dagur segir það mikinn heiður fyrir sig að fá þessi verðlaun og þá sérstaklega á þessu ári þar sem íslenskir þjálfarar voru að gera frábæra hluti. Undir stjórn Dags varð þýska landsliðið Evrópumeistari í Póllandi í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Það var mikil samkeppni um að vera útnefndur þjálfari ársins enda unnu handboltaþjálfararnir Guðmundur Guðmundsson og Þórir Hergeirsson báðir gull á stórmótum á árinu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson gerði frábæra hluti með íslenska fótboltalandsliðið. Dagur Sigurðsson komst ekki á hófið í Hörpunni í gær en hann þakkað fyrir sig á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig og óska Gylfa til hamingju. Þetta er mikill heiður, sérstaklega á þessu ári þar sem íslenskir þjálfarar hafa staðið sig gríðarlega vel. Ég deili þessu með góðum kollegum Gullmundi, Heimi og Þóri,“ skrifaði Dagur. „Þetta var ekkert venjulegt ár. Byrjaði með látum, EM vannst óvænt og allt varð vitlaust. Endalaus sjónvarps og blaðaviðtöl, gala-kvöld út um allt Þýskaland. Skrifa bók. Borða hamborgara með Merkel og spila golf með Beckenbauer. Undirbúa ólympíuleika og ná í bronsið. Fyrirlestrar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Þýskalands. Handbolta ‘masterCoach’ nám. Nokkur gítar gigg. Þjálfa í skólum. Stússast í Kex Hostel málum og koma á fót Cupodium -appinu. Komast í veiðiferðir Urriðans. Semja svo (sjálfur) við japanska handknattleikssambandið og allur sá pakki,“ skrifaði Dagur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Dagur semur við Japan til ársins 2024 "Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. 23. nóvember 2016 16:10 Dagur tilkynnir stóra HM-hópinn Dagur Sigurðsson hefur tilkynnt hvaða 28 leikmenn koma til greina í HM-hóp þýska landsliðsins í handbolta. 12. desember 2016 17:15 Dagur Sigurðsson er þjálfari ársins Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:31 Dagur: Kveðjustundin verður erfið Segir að peningar hafi engin áhrif haft á ákvörðun hans. Hann hefði getað þénað meira annars staðar en í Japan. 30. nóvember 2016 12:30 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Dagur Sigurðsson var í gær kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en Dagur náði mögnuðum árangri með þýska handboltalandsliðið á árinu 2016. Dagur segir það mikinn heiður fyrir sig að fá þessi verðlaun og þá sérstaklega á þessu ári þar sem íslenskir þjálfarar voru að gera frábæra hluti. Undir stjórn Dags varð þýska landsliðið Evrópumeistari í Póllandi í janúar og vann síðan bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. Það var mikil samkeppni um að vera útnefndur þjálfari ársins enda unnu handboltaþjálfararnir Guðmundur Guðmundsson og Þórir Hergeirsson báðir gull á stórmótum á árinu og knattspyrnuþjálfarinn Heimir Hallgrímsson gerði frábæra hluti með íslenska fótboltalandsliðið. Dagur Sigurðsson komst ekki á hófið í Hörpunni í gær en hann þakkað fyrir sig á fésbókarsíðu sinni. „Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir mig og óska Gylfa til hamingju. Þetta er mikill heiður, sérstaklega á þessu ári þar sem íslenskir þjálfarar hafa staðið sig gríðarlega vel. Ég deili þessu með góðum kollegum Gullmundi, Heimi og Þóri,“ skrifaði Dagur. „Þetta var ekkert venjulegt ár. Byrjaði með látum, EM vannst óvænt og allt varð vitlaust. Endalaus sjónvarps og blaðaviðtöl, gala-kvöld út um allt Þýskaland. Skrifa bók. Borða hamborgara með Merkel og spila golf með Beckenbauer. Undirbúa ólympíuleika og ná í bronsið. Fyrirlestrar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum Þýskalands. Handbolta ‘masterCoach’ nám. Nokkur gítar gigg. Þjálfa í skólum. Stússast í Kex Hostel málum og koma á fót Cupodium -appinu. Komast í veiðiferðir Urriðans. Semja svo (sjálfur) við japanska handknattleikssambandið og allur sá pakki,“ skrifaði Dagur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Dagur semur við Japan til ársins 2024 "Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. 23. nóvember 2016 16:10 Dagur tilkynnir stóra HM-hópinn Dagur Sigurðsson hefur tilkynnt hvaða 28 leikmenn koma til greina í HM-hóp þýska landsliðsins í handbolta. 12. desember 2016 17:15 Dagur Sigurðsson er þjálfari ársins Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:31 Dagur: Kveðjustundin verður erfið Segir að peningar hafi engin áhrif haft á ákvörðun hans. Hann hefði getað þénað meira annars staðar en í Japan. 30. nóvember 2016 12:30 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Dagur semur við Japan til ársins 2024 "Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. 23. nóvember 2016 16:10
Dagur tilkynnir stóra HM-hópinn Dagur Sigurðsson hefur tilkynnt hvaða 28 leikmenn koma til greina í HM-hóp þýska landsliðsins í handbolta. 12. desember 2016 17:15
Dagur Sigurðsson er þjálfari ársins Dagur Sigurðsson, þjálfari karlalandsliðs Þjóðverja í handbolta, var í kvöld kosinn þjálfari ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu. 29. desember 2016 20:31
Dagur: Kveðjustundin verður erfið Segir að peningar hafi engin áhrif haft á ákvörðun hans. Hann hefði getað þénað meira annars staðar en í Japan. 30. nóvember 2016 12:30
Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19
Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45
Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00