Dagur semur við Japan til ársins 2024 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2016 16:10 Mikið og langt ævintýri bíður Dags Sigurðssonar á nýju ári. vísir/getty „Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. Er það var staðfest að Dagur myndi hætta með þýska landsliðið eftir HM í janúar var orðið ljóst að hann væri á leið til Japans. „Ég hef verið að aðstoða Japani með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi síðustu ár. Svo hef ég flogið þarna yfir einu sinni á ári til að halda fyrirlestra.“ Dagur segir að eftir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst hafi fyrst komið upp að japanska sambandið ætlaði að bjóða sér samning um að taka við landsliði þjóðarinnar og hjálpa til við að byggja upp handboltann í landinu. „Samningurinn er klár og þeir munu tilkynna um samninginn seint í kvöld,“ segir Dagur en talað hefur verið um að hann ætti að gera lið Japan samkeppnishæft fyrir ÓL í Tókýó árið 2020. Japanir horfa lengra en það og samningur Dags er því afar langur. „Þessi samningur er fram yfir Ólympíuleikana 2024 þannig að þetta er í raun rúmlega sjö ára samningur,“ segir Dagur en svo langt er í þá leika að ekki liggur enn fyrir hvar leikarnir árið 2024 verða. Það verður ákveðið í september. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að búa til eitthvað súperlið fyrir árið 2020. Ég var til í að skoða þetta með þeim ef þeir væru að horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni. Ég mun vinna með deildarþjálfurunum og koma að ansi mörgum þáttum handboltans í Japan.“ Handbolti Tengdar fréttir Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
„Þetta er búið að eiga sér langan aðdraganda. Það eru svona tíu ár síðan ég byrjaði að vera í stöðugu sambandi við japanska sambandið,“ segir Dagur Sigurðsson handboltaþjálfari við Vísi en í kvöld verður tilkynnt að hann hafi samið við japanska handknattleikssambandið. Er það var staðfest að Dagur myndi hætta með þýska landsliðið eftir HM í janúar var orðið ljóst að hann væri á leið til Japans. „Ég hef verið að aðstoða Japani með þjálfara og leikmenn hér í Þýskalandi síðustu ár. Svo hef ég flogið þarna yfir einu sinni á ári til að halda fyrirlestra.“ Dagur segir að eftir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst hafi fyrst komið upp að japanska sambandið ætlaði að bjóða sér samning um að taka við landsliði þjóðarinnar og hjálpa til við að byggja upp handboltann í landinu. „Samningurinn er klár og þeir munu tilkynna um samninginn seint í kvöld,“ segir Dagur en talað hefur verið um að hann ætti að gera lið Japan samkeppnishæft fyrir ÓL í Tókýó árið 2020. Japanir horfa lengra en það og samningur Dags er því afar langur. „Þessi samningur er fram yfir Ólympíuleikana 2024 þannig að þetta er í raun rúmlega sjö ára samningur,“ segir Dagur en svo langt er í þá leika að ekki liggur enn fyrir hvar leikarnir árið 2024 verða. Það verður ákveðið í september. „Þetta er langtímaverkefni. Ég geri mér grein fyrir því að ég er ekki að búa til eitthvað súperlið fyrir árið 2020. Ég var til í að skoða þetta með þeim ef þeir væru að horfa á að lyfta boltanum upp í heild sinni. Ég mun vinna með deildarþjálfurunum og koma að ansi mörgum þáttum handboltans í Japan.“
Handbolti Tengdar fréttir Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00 Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19 Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45 Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Dagur hættir með þýska landsliðið og tekur við Japan Dagur Sigurðsson mun stýra þýska handboltalandsliðinu í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs. Dagur hefur ákveðið að taka við japanska landsliðinu í sumar. 22. nóvember 2016 09:00
Bob Hanning: Dagur breytti hugsunarhættinum í þýskum handbolta Bob Hanning, varaforseti þýska handboltasambandsins, talar vel um Dag Sigurðsson í fréttinni um að íslenski þjálfarinn hafi ákveðið að hætta sem þjálfari þýska handboltalandsliðið eftir HM í Frakklandi. 22. nóvember 2016 09:19
Hanning: Staða okkar gagnvart Degi mjög þröng Varaforseti þýska handknattleikssambandsins segir að það hafi verið lítið hægt að gera til að halda Degi Sigurðssyni. 23. nóvember 2016 13:45
Kretzschmar: Gerðum við nóg til að halda Degi? Stefan Kretzschmar sér mjög á eftir Degi Sigurðssyni sem hefur ákveðið að hætta með þýska landsliðið. 23. nóvember 2016 17:00