Þórir missti móður sína daginn fyrir Evrópumótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 09:30 Þórir Hergeirsson Vísir/AFP Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði ekki frá því að hann missti móður sína daginn fyrir Evrópumót kvenna í handbolta. Norska liðið vann alla átta leiki sína á mótinu og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn með sigri á Hollandi í gær. Þórir var að vinna sitt tíunda gull með norska kvennalandsliðinu þar af sitt sjötta sem aðalþjálfari.Verdens Gang sagði frá móðurmissirunum en Þórir ákvað að láta þetta trufla liðið sem minnst á meðan Evrópumótinu stóð. Hann einbeitti sér að því að ná sem lengst með norska liðið og tókst að gera norsku stelpurnar að Evrópumeisturum í þriðja sinn frá því að hann tók við liðinu 2009. Þórir ákvað að það væri best í stöðunni að segja ekki opinberlega frá því að hann hefði misst móður sína. „Móðir mín hefði ekki viljað það. Ég sagði ekki frá því af virðingu við hana. Núna er ég bara að fara heim í jarðaförina. það er næst á dagskrá,“ sagði Þórir við VG. Þórir flýgur heim til Íslands á morgun. Hvernig var það fyrir Þórir að vinna undir þessum erfiðu aðstæðum? „Það gekk vel. Ég hef gott fólk í kringum mig og móðir mín hafði líka verið veik í langan tíma. Það var gott að hún fékk sína hvíld,“ sagði Þórir. Það kom aldrei til greina hjá honum að fara í leyfi og sleppa Evrópumótinu. „Það kom ekki til greina. Ég hafði undirbúið mig svo lengi fyrir þetta mót. Ég fékk fullan stuðning frá öllum á Íslandi sem og öllum hér úti“ sagði Þórir. Handbolti Tengdar fréttir Þórir lætur EHF heyra það Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, nýtti blaðamannafund sinn á EM í gær til þess að gagnrýna Handknattleikssamband Evrópu, EHF. 15. desember 2016 23:00 Þórir kominn með norska liðið í úrslit Kvennalandslið Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik EM í handbolta. Liðið lagði þá Frakkland, 20-16, í undanúrslitum. 16. desember 2016 21:15 Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26 Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Þórir Hergeirsson mætir í kvöld með norska kvennalandsliðið í níunda undanúrslitaleikinn á síðustu tíu stórmótum. Sex sinnum hafa stelpurnar hans komist í úrslitaleikinn og fimm sinnum hefur liðið orðið meistari. 16. desember 2016 06:30 Þórir er í guðatölu í Noregi Norska kvennalandsliðið tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í handknattleik. Liðið hefur verið ótrúlega sigursælt undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta voru sjöttu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris. 19. desember 2016 08:30 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Þórir Hergeirsson, þjálfari nýkrýndra Evrópumeistara Noregs, sagði ekki frá því að hann missti móður sína daginn fyrir Evrópumót kvenna í handbolta. Norska liðið vann alla átta leiki sína á mótinu og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn með sigri á Hollandi í gær. Þórir var að vinna sitt tíunda gull með norska kvennalandsliðinu þar af sitt sjötta sem aðalþjálfari.Verdens Gang sagði frá móðurmissirunum en Þórir ákvað að láta þetta trufla liðið sem minnst á meðan Evrópumótinu stóð. Hann einbeitti sér að því að ná sem lengst með norska liðið og tókst að gera norsku stelpurnar að Evrópumeisturum í þriðja sinn frá því að hann tók við liðinu 2009. Þórir ákvað að það væri best í stöðunni að segja ekki opinberlega frá því að hann hefði misst móður sína. „Móðir mín hefði ekki viljað það. Ég sagði ekki frá því af virðingu við hana. Núna er ég bara að fara heim í jarðaförina. það er næst á dagskrá,“ sagði Þórir við VG. Þórir flýgur heim til Íslands á morgun. Hvernig var það fyrir Þórir að vinna undir þessum erfiðu aðstæðum? „Það gekk vel. Ég hef gott fólk í kringum mig og móðir mín hafði líka verið veik í langan tíma. Það var gott að hún fékk sína hvíld,“ sagði Þórir. Það kom aldrei til greina hjá honum að fara í leyfi og sleppa Evrópumótinu. „Það kom ekki til greina. Ég hafði undirbúið mig svo lengi fyrir þetta mót. Ég fékk fullan stuðning frá öllum á Íslandi sem og öllum hér úti“ sagði Þórir.
Handbolti Tengdar fréttir Þórir lætur EHF heyra það Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, nýtti blaðamannafund sinn á EM í gær til þess að gagnrýna Handknattleikssamband Evrópu, EHF. 15. desember 2016 23:00 Þórir kominn með norska liðið í úrslit Kvennalandslið Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik EM í handbolta. Liðið lagði þá Frakkland, 20-16, í undanúrslitum. 16. desember 2016 21:15 Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26 Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Þórir Hergeirsson mætir í kvöld með norska kvennalandsliðið í níunda undanúrslitaleikinn á síðustu tíu stórmótum. Sex sinnum hafa stelpurnar hans komist í úrslitaleikinn og fimm sinnum hefur liðið orðið meistari. 16. desember 2016 06:30 Þórir er í guðatölu í Noregi Norska kvennalandsliðið tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í handknattleik. Liðið hefur verið ótrúlega sigursælt undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta voru sjöttu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris. 19. desember 2016 08:30 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Þórir lætur EHF heyra það Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, nýtti blaðamannafund sinn á EM í gær til þess að gagnrýna Handknattleikssamband Evrópu, EHF. 15. desember 2016 23:00
Þórir kominn með norska liðið í úrslit Kvennalandslið Noregs, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik EM í handbolta. Liðið lagði þá Frakkland, 20-16, í undanúrslitum. 16. desember 2016 21:15
Stelpurnar hans Þóris vörðu titilinn Noregur varð í kvöld Evrópumeistari í handknattleik kvenna annað mótið í röð. Þórir Hergeirsson, þjálfari liðsins, heldur því áfram að bæta við sig skrautfjöðrum. Noregur lagði Holland, 30-29, í mögnuðum úrslitaleik. 18. desember 2016 18:26
Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Þórir Hergeirsson mætir í kvöld með norska kvennalandsliðið í níunda undanúrslitaleikinn á síðustu tíu stórmótum. Sex sinnum hafa stelpurnar hans komist í úrslitaleikinn og fimm sinnum hefur liðið orðið meistari. 16. desember 2016 06:30
Þórir er í guðatölu í Noregi Norska kvennalandsliðið tryggði sér í gær Evrópumeistaratitilinn í handknattleik. Liðið hefur verið ótrúlega sigursælt undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar. Þetta voru sjöttu gullverðlaun liðsins undir stjórn Þóris. 19. desember 2016 08:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita