Þórir getur jafnað gullmetið hennar Marit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 06:30 Þórir er að gera flotta hluti með lið Noregs. vísir/afp Marit Breivik er sigursælasti þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta en kannski ekki mikið lengur. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson gerir sig líklegan til að setjast við hlið hennar á toppnum eftir Evrópumótið sem stendur nú yfir í Svíþjóð. Norska kvennalandsliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á EM 2016 og mætir Frökkum í undanúrslitum keppninnar í kvöld. Norðmenn þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af Rússum, Serbum eða Svartfellingum sem eru einu þjóðirnar sem hafa slegið út norska liðið á undanförnum tíu stórmótum. Best var líklega að losna við Ólympíumeistara Rússa sem eru eina handboltaþjóðin sem hefur unnið norsku stelpurnar í undanúrslitaleik á stórmóti á þessari öld. Fimm sinnum hefur Þórir stýrt norsku skútunni alla leið og unnið gullið. Takist honum það í sjötta sinn mun hann jafna met Marit Breivik. Marit Breivik naut reyndar góðrar hjálpar frá Þóri við að vinna fern af sínum sex gullverðlaunum.Marit Breivik.vísir/afpMarit Breivik tók við norska liðinu árið 1994 þegar liðið hafði aldrei unnið gull á stórmóti. Tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum og tvenn bronsverðlaun á HM höfðu komið í hús en undir stjórn Marit braut norska liðið ísinn þegar liðið vann gull á EM 1998. Liðið varð heimsmeistari á HM árið eftir og vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. Þórir hafði þjálfað norska unglingalandsliðið frá 1994 til 2001 en sumarið 2001 var hann ráðinn sem aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þau áttu síðan eftir að vinna saman í sjö ár og á tíu stórmótum. Uppskeran var sjö verðlaun, þar af fjögur gull. Þórir getur því ekki aðeins jafnað gullmet Marit Breivik heldur einnig tekið þátt í að vinna sitt tíunda gull á stórmóti sem þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins. Noregur mætir Frakklandi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins en á undan mætast Holland og Danmörk. Franska landsliðið er ekkert lamb að leika við. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á mótinu og það var á móti Hollendingum í lokaleik riðilsins þar sem þær frönsku voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 12-7. Franska liðið fór í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem liðið varð að sætta sig við silfur eftir tap á móti Rússum.Noregur hefur ekki mætt Frökkum á stórmóti síðan á EM í Serbíu 2012 en þá unnu þær norsku með ellefu marka mun í leik liðanna í milliriðli. Nokkrum mánuðum fyrr hafði norska liðið aftur á móti byrjað Ólympíuleikana í London á því að tapa með einu marki fyrir Frökkum. Franska landsliðið hefur ekki unnið verðlaun á tveimur stórmótum í röð frá 2003 og aldrei tekið tvenn verðlaun á sama ári. Norska liðið á aftur á móti möguleika á því að taka tvenn stórmótaverðlaun á þriðja Ólympíuárinu í röð. Þórir og norsku stelpurnar mættu hungruð til leiks á EM í ár eftir „vonbrigðin“ á Ólympíuleikunum. Brons er sigur á flestum bæjum nema hjá norska landsliðinu þar sem enginn er sáttur nema með gull um hálsinn.Þórir Hergeirsson.Vísir/AFPFlest verðlaun þjálfara norska landsliðsins á stórmótumMarit Breivik 13 verðlaun á 19 stórmótum á 15 árum Þjálfaði frá 1994 til 2008 6 gull 5 silfur 2 bronsÞórir Hergeirsson 8 verðlaun á 9 stórmótum á 7 árum Hefur þjálfað liði frá 2009 5 gull 1 silfur 2 bronsGullverðlaun þjálfara á 9 stórmótum í tíð Þóris 2009-2016 5 - Þórir Hergeirsson (Noregur) 2 - Yevgeni Trefilov (Rússland, HM 2009 og ÓL 2016) 1 - Morten Soubak (Brasilía, HM 2013) 1 - Dragan Adzic (Svartfjallaland, Em 2012)Undanúrslitaleikir norsku stelpnanna undir stjórn ÞórisSem aðstoðarþjálfari Marit Breivik Sigur á Júgóslavíu á HM 2001* Sigur á Frakklandi á EM 2002 Sigur á Ungverjalandi á EM 2004 Sigur á Frakklandi á EM 2006 Sigur á Þýskaland á HM 2007 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2008 Sigur á Rússlandi á EM 2008Sem aðalþjálfari Tap á móti Rússlandi á HM 2009 Sigur á Danmörku á EM 2010 Sigur á Spáni á HM 2011 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2012 Sigur á Ungverjalandi á EM 2012 Sigur á Svíþjóð á EM 2014 Sigur á Rúmeníu á HM 2015* Tap á móti Rússlandi á ÓL 2016* * Framlengdir leikirSamanlagt 13 sigrar í 15 undanúrslitaleikjumMarit Breivik.Vísir/AFP Handbolti Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Marit Breivik er sigursælasti þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta en kannski ekki mikið lengur. Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson gerir sig líklegan til að setjast við hlið hennar á toppnum eftir Evrópumótið sem stendur nú yfir í Svíþjóð. Norska kvennalandsliðið hefur unnið fimm fyrstu leiki sína á EM 2016 og mætir Frökkum í undanúrslitum keppninnar í kvöld. Norðmenn þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af Rússum, Serbum eða Svartfellingum sem eru einu þjóðirnar sem hafa slegið út norska liðið á undanförnum tíu stórmótum. Best var líklega að losna við Ólympíumeistara Rússa sem eru eina handboltaþjóðin sem hefur unnið norsku stelpurnar í undanúrslitaleik á stórmóti á þessari öld. Fimm sinnum hefur Þórir stýrt norsku skútunni alla leið og unnið gullið. Takist honum það í sjötta sinn mun hann jafna met Marit Breivik. Marit Breivik naut reyndar góðrar hjálpar frá Þóri við að vinna fern af sínum sex gullverðlaunum.Marit Breivik.vísir/afpMarit Breivik tók við norska liðinu árið 1994 þegar liðið hafði aldrei unnið gull á stórmóti. Tvenn silfurverðlaun á Ólympíuleikum og tvenn bronsverðlaun á HM höfðu komið í hús en undir stjórn Marit braut norska liðið ísinn þegar liðið vann gull á EM 1998. Liðið varð heimsmeistari á HM árið eftir og vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. Þórir hafði þjálfað norska unglingalandsliðið frá 1994 til 2001 en sumarið 2001 var hann ráðinn sem aðstoðarþjálfari Marit Breivik. Þau áttu síðan eftir að vinna saman í sjö ár og á tíu stórmótum. Uppskeran var sjö verðlaun, þar af fjögur gull. Þórir getur því ekki aðeins jafnað gullmet Marit Breivik heldur einnig tekið þátt í að vinna sitt tíunda gull á stórmóti sem þjálfari eða aðstoðarþjálfari norska landsliðsins. Noregur mætir Frakklandi í seinni undanúrslitaleik kvöldsins en á undan mætast Holland og Danmörk. Franska landsliðið er ekkert lamb að leika við. Liðið hefur aðeins tapað einum leik á mótinu og það var á móti Hollendingum í lokaleik riðilsins þar sem þær frönsku voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 12-7. Franska liðið fór í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Ríó þar sem liðið varð að sætta sig við silfur eftir tap á móti Rússum.Noregur hefur ekki mætt Frökkum á stórmóti síðan á EM í Serbíu 2012 en þá unnu þær norsku með ellefu marka mun í leik liðanna í milliriðli. Nokkrum mánuðum fyrr hafði norska liðið aftur á móti byrjað Ólympíuleikana í London á því að tapa með einu marki fyrir Frökkum. Franska landsliðið hefur ekki unnið verðlaun á tveimur stórmótum í röð frá 2003 og aldrei tekið tvenn verðlaun á sama ári. Norska liðið á aftur á móti möguleika á því að taka tvenn stórmótaverðlaun á þriðja Ólympíuárinu í röð. Þórir og norsku stelpurnar mættu hungruð til leiks á EM í ár eftir „vonbrigðin“ á Ólympíuleikunum. Brons er sigur á flestum bæjum nema hjá norska landsliðinu þar sem enginn er sáttur nema með gull um hálsinn.Þórir Hergeirsson.Vísir/AFPFlest verðlaun þjálfara norska landsliðsins á stórmótumMarit Breivik 13 verðlaun á 19 stórmótum á 15 árum Þjálfaði frá 1994 til 2008 6 gull 5 silfur 2 bronsÞórir Hergeirsson 8 verðlaun á 9 stórmótum á 7 árum Hefur þjálfað liði frá 2009 5 gull 1 silfur 2 bronsGullverðlaun þjálfara á 9 stórmótum í tíð Þóris 2009-2016 5 - Þórir Hergeirsson (Noregur) 2 - Yevgeni Trefilov (Rússland, HM 2009 og ÓL 2016) 1 - Morten Soubak (Brasilía, HM 2013) 1 - Dragan Adzic (Svartfjallaland, Em 2012)Undanúrslitaleikir norsku stelpnanna undir stjórn ÞórisSem aðstoðarþjálfari Marit Breivik Sigur á Júgóslavíu á HM 2001* Sigur á Frakklandi á EM 2002 Sigur á Ungverjalandi á EM 2004 Sigur á Frakklandi á EM 2006 Sigur á Þýskaland á HM 2007 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2008 Sigur á Rússlandi á EM 2008Sem aðalþjálfari Tap á móti Rússlandi á HM 2009 Sigur á Danmörku á EM 2010 Sigur á Spáni á HM 2011 Sigur á Suður-Kóreu á ÓL 2012 Sigur á Ungverjalandi á EM 2012 Sigur á Svíþjóð á EM 2014 Sigur á Rúmeníu á HM 2015* Tap á móti Rússlandi á ÓL 2016* * Framlengdir leikirSamanlagt 13 sigrar í 15 undanúrslitaleikjumMarit Breivik.Vísir/AFP
Handbolti Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira