Kviknaði í bíl á Breiðholtsbraut: Andrea Ósk vill hafa uppi á bjargvættum sínum Atli ísleifsson skrifar 1. desember 2016 20:55 Andrea Ósk Frímannsdóttir og sonur hennar, Darri Þór, fjögurra mánaða. Mynd/Facebook/Friðrik Þór „Þegar ég er þarna á ljósunum lít ég til hliðar og sé mann sem öskrar svo á mig að það sé eldur undir bílnum,“ segir Andrea Ósk Frímannsdóttir sem lenti í mjög óþægilegu atkviki þegar eldur kom upp í bíl hennar á Breiðholtsbraut skömmu eftir hádegi í dag. Andrea Ósk var á leið til Keflavíkur til foreldra sinna með fjögurra mánaða gamlan son sinn þegar atvikið varð. Hún vill nú hafa uppi á bjargvættum sínum til að þakka þeim fyrir. Andrea segist hafa hlaupið út úr bílnum eftir að maðurinn öskraði á hana og tekið son sinn úr bílnum. „Í þvílíkri geðshræringu rykkti ég barnið úr bílnum. Strákur, sem ég býst við að sé sonur mannsins, hringir þá í Neyðarlínuna en maðurinn sem bjargaði mér og annar sem var í bílnum fyrir aftan höfðu þá náð að bjarga öllu úr bílnum – vagninn, fötin, gleraugin mín, lykla og allt annað – áður en slökkviliðið kom á vettvang. Þetta var ótrúlegt,“ segir Andrea Ósk, en skömmu síðar var kominn upp mikill eldur í bílnum. Hún segist ekki hafa tekið eftir að eitthvað amaði að. „Ég tók ekki eftir neinu. Það var engin brunalykt eða neitt, enda var þetta undir bílnum. Ég var meira að segja á leiðinni að taka bensín þannig að ég var sem betur fer ekki komin þangað þegar þetta gerðist.“Geturðu lýst þessum mönnum eitthvað?„Þetta var maður svona um fimmtugt. Hann sagðist heita Jón Einarsson. Það eru margir sem heita þessu nafni og mér hefur ekki tekist að hafa uppi á honum. Það var annar maður með honum, um tvítugt, sem ég geri ráð fyrir að sé sonur hans.“ Andrea segir að hún og foreldrar hennar vilji endilega ná tali af þessum mönnum til að þakka þeim fyrir. „Maður vill líka þakka þeim fyrir þegar maður er kominn úr þessari geðshræringu sem ég var í þegar þetta gerðist.“ Tengdar fréttir Kviknaði í bíl á Breiðholtsbraut Tilkynning um eld í bíl á Breiðholtsbraut barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan hálfeitt í dag en kona og barn voru í bílnum. 1. desember 2016 14:06 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Þegar ég er þarna á ljósunum lít ég til hliðar og sé mann sem öskrar svo á mig að það sé eldur undir bílnum,“ segir Andrea Ósk Frímannsdóttir sem lenti í mjög óþægilegu atkviki þegar eldur kom upp í bíl hennar á Breiðholtsbraut skömmu eftir hádegi í dag. Andrea Ósk var á leið til Keflavíkur til foreldra sinna með fjögurra mánaða gamlan son sinn þegar atvikið varð. Hún vill nú hafa uppi á bjargvættum sínum til að þakka þeim fyrir. Andrea segist hafa hlaupið út úr bílnum eftir að maðurinn öskraði á hana og tekið son sinn úr bílnum. „Í þvílíkri geðshræringu rykkti ég barnið úr bílnum. Strákur, sem ég býst við að sé sonur mannsins, hringir þá í Neyðarlínuna en maðurinn sem bjargaði mér og annar sem var í bílnum fyrir aftan höfðu þá náð að bjarga öllu úr bílnum – vagninn, fötin, gleraugin mín, lykla og allt annað – áður en slökkviliðið kom á vettvang. Þetta var ótrúlegt,“ segir Andrea Ósk, en skömmu síðar var kominn upp mikill eldur í bílnum. Hún segist ekki hafa tekið eftir að eitthvað amaði að. „Ég tók ekki eftir neinu. Það var engin brunalykt eða neitt, enda var þetta undir bílnum. Ég var meira að segja á leiðinni að taka bensín þannig að ég var sem betur fer ekki komin þangað þegar þetta gerðist.“Geturðu lýst þessum mönnum eitthvað?„Þetta var maður svona um fimmtugt. Hann sagðist heita Jón Einarsson. Það eru margir sem heita þessu nafni og mér hefur ekki tekist að hafa uppi á honum. Það var annar maður með honum, um tvítugt, sem ég geri ráð fyrir að sé sonur hans.“ Andrea segir að hún og foreldrar hennar vilji endilega ná tali af þessum mönnum til að þakka þeim fyrir. „Maður vill líka þakka þeim fyrir þegar maður er kominn úr þessari geðshræringu sem ég var í þegar þetta gerðist.“
Tengdar fréttir Kviknaði í bíl á Breiðholtsbraut Tilkynning um eld í bíl á Breiðholtsbraut barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan hálfeitt í dag en kona og barn voru í bílnum. 1. desember 2016 14:06 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Kviknaði í bíl á Breiðholtsbraut Tilkynning um eld í bíl á Breiðholtsbraut barst slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um klukkan hálfeitt í dag en kona og barn voru í bílnum. 1. desember 2016 14:06