Hermenn frá Singapúr komu Auði til bjargar Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2016 06:00 Salihin Idderos, Muhammad Faishal, Muhammad Nasir og Muhammad Syahidin við Reynisfjöru. ?Mynd/Úr einkasafni „Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira
„Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Sjá meira
Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40