Hermenn frá Singapúr komu Auði til bjargar Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2016 06:00 Salihin Idderos, Muhammad Faishal, Muhammad Nasir og Muhammad Syahidin við Reynisfjöru. ?Mynd/Úr einkasafni „Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Þegar ég sá ástandið á bílnum var ég ekki viss um að ökumaðurinn hefði sloppið lifandi. Sem betur fer heyrðist í henni þegar við nálguðumst bílinn,“ segir Muhammad Syahidin frá Singapúr, sem birti myndband á Facebook-síðu sinni af því þegar hann og vinir hans björguðu Auði Gísladóttur sem velti bíl sínum skammt frá Litlu kaffistofunni um miðjan síðasta mánuð. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma og hafa fjölmiðlar frá Singapúr sagt fréttir af hetjudáð félaganna. „Við vorum allir saman í hernum og komum til Íslands til að sjá norðurljósin. Því miður tókst það ekki,“ segir Syahidin sem kallar sig Denda Maradona á Facebook. „Ferðin til Íslands var áhugaverð, erfið en skemmtileg. Við ferðuðumst mikið þessa 13 daga sem við vorum á Íslandi og náðum að skoða margt og sjá mikið,“ segir Syahidin sem kveður þá félaga hafa verið á leið frá Reykjavík til að sjá Gullfoss er þeir sáu slysið. „Skyndilega sást rauður bíll fyrir framan mig lenda á skilti og fara margar veltur. Ég held að þær hafi verið fimm. Þeir sem stoppuðu hringdu í sjúkrabíl sem var kominn eftir skamman tíma og það töluðu allir bara íslensku sem við skildum ekkert í. Því héldum við bara okkar leið áfram að fossinum.“Skjáskot úr myndbandinu þar sem bíllinn sést á hvolfi.Syahidin birti myndbandið á Facebook-síðu sinni þar sem það var fljótt að berast til fjölmiðla, bæði hér heima og erlendis. Auður sá myndbandið skömmu eftir slysið og grét þegar hún horfði á það. „Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti spennt í umferðinni,“ sagði Auður við Vísi. Þeir félagar eru ánægðir með þau tíðindi að hún sé að ná sér. Þeir eru nú komnir aftur til síns heima og vonast til að koma aftur til Íslands enda hafi þeir misst af sýningunni í háloftunum. „Við förum til Indlands á næsta ári og vonandi komum við aftur til Íslands einn daginn,“ segir Syahidin.Myndbandið má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang eftir bílslys Auðar Gísladóttur á Suðurlandsvegi. Á myndbandi sem þeir tóku upp heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. 16. nóvember 2016 19:40