Innlent

Fyrrum sparisjóðsstjóri í haldi: Fjárdráttur í heildina upp á hundruð milljóna

Sveinn Arnarsson skrifar
Húsleit var gerð á fimm stöðum á Siglufirði í gær.
Húsleit var gerð á fimm stöðum á Siglufirði í gær. vísir/stefán
Tveir menn voru handteknir á Siglufirði í gær í aðgerðum héraðssaksóknara vegna gruns um fjárdrátt hjá AFL sparisjóði. AFL sparisjóður rann inn í Arion banka 2015 sem rekur nú útibú á Siglufirði undir sínum merkjum.Annar hinna handteknu er fyrrverandi sparisjóðsstjóri samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig gerði embætti héraðssaksóknara húsleit á fimm stöðum í bænum.

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Málið hófst í september í fyrra þegar tveir aðrir menn voru handteknir vegna gruns um fjárdrátt. Annar hinna handteknu í þeim aðgerðum var fyrrverandi starfsmaður sparisjóðsins en hinn forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, Magnús Jónsson. Hann baðst lausnar frá embætti stuttu eftir að málið kom upp í fjölmiðlum.Þegar Sparisjóðurinn rann inn í Arion banka og farið var að skoða bækur sjóðsins vaknaði grunur um misferli. Því á málið upphaf sitt að rekja til innri skoðunar Arion á sjóðnum. Málin sem rannsökuð eru nú eru frá þeim tíma sem Sparisjóðurinn var sjálfstæð bankastofnun„Við handtókum tvo einstaklinga í tengslum við málið og færðum til yfirheyrslu. Að auki gerðum við húsleit á einum fimm stöðum í bænum,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, sem fer með efnahagsbrot. „Þetta mál tengist fjárdráttarmáli sem kom upp í septembermánuði árið 2015 á sama stað og hefur undið upp á sig.“Samkvæmt heimildum fréttablaðsins er fjárdrátturinn upp á hundruð milljóna króna þegar allt er talið saman. Málið hefur verið lengi til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara sem hefur þurft að rekja slóð fjármagns bæði hér innanlands og utan landsteinanna samkvæmt heimildum fréttastofu.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.