S O S Þórir Stephensen skrifar 8. desember 2016 07:00 Þetta neyðarkall, er skammstöfun setningarinnar „Save Our Souls,“ og þýðir „frelsa sálir okkar“. Það gildir nánast hvar sem hættu ber að höndum. Eitt af því, sem nú virðist geta leitt til mikillar hættu á alþjóðavettvangi, er afleiðingar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Megi taka mark á orðum Donalds Trump sýnist auðsætt, að hugsanir hans og framkvæmdir geta orðið ein mesta vá sem að mannkyni gæti steðjað. Reynist orð hans hins vegar ekki marktæk, er ljóst að hann er í senn ómerkilegur undirróðursmaður og bullukollur eða jafnvel loddari, sem ekki er óhætt að trúa fyrir stjórn voldugasta ríkis jarðar. Mér verður hugsað til nýliðinna forsetakosninga hér heima, þar sem frambjóðendur lögðu sig alla fram um að útskýra hvað best skilning sinn á embættinu og háleit markmið er þeir vildu fylgja. Persónulegar árásir heyrðu til undantekninga. Þessu var öfugt farið í Bandaríkjunum, a.m.k. hvað Trump varðar, en hann stjórnaði í raun umræðunni með fúkyrðum og fullyrðingum, sem að stórum hluta voru, í líkingu talað, högg fyrir neðan mitti. Þau voru þar að auki svo þrungin illvilja og mannfyrirlitningu, að býsna langt þarf að leita til mannjafnaðar. Í því, sem fréttir hafa borið mér, hefur aðeins í einu máli örlað á hugsjónum, sem gætu hvatt þjóð hans í sólarátt, en það er um aukinn möguleika fátæks fólks til að koma börnum sínum til mennta. Málflutningur hans hefur miklu fremur höfðað til hinna lægri hvata, sem ala upp girnd og grimmd, öfl myrkursins. Og þau hrósuðu sigri.Á sér marga skoðanabræður Hér er ekki hægt að nefna nema fátt af því sem hann boðaði. Stefnan í málum innflytjenda er ekki í takt við boðskap kristninnar um bróðerni og samhjálp, sem heimurinn þarfnast svo mjög. Þar eru mannfyrirlitning og rasismi samferða. Orð hans um að draga úr starfsemi Nató vekja ugg, ekki síst þegar þar fylgir nánara samstarf við Putin. Sá maður verður seint kallaður mannvinur. Nálgun þeirra tveggja minnir óþægilega á orð Lúkasarguðspjalls: „Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir.“ Sá dagur var föstudagurinn langi, þegar kærleikurinn var krossfestur. Hann gæti þá enn og aftur orðið staðreynd í sögu okkar. Loks eru það loftslagsmálin. Trump segir, að hlýnun jarðar sé kínverskur uppspuni. Hann ætlar ekki að gera neitt með Parísarsamkomulagið, sem 195 ríki standa að. Gangi það eftir, tel ég það vera glæp gegn mannkyni. Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á, að Trump á sér marga skoðanabræður meðal nágranna- og vinaþjóða okkar. Rasistar, nasistar, fasistar og hægri pópúlistar í Evrópu, sem eiga vaxandi fylgi að fagna, skynja bergmál skoðana sinna í boðskap Trumps. Sænskir nasistar hafa, vegna sigurs hans, farið í einhverja sína glæsilegustu fánagöngu til að fagna því sem þeir kalla upphaf byltingar í þeirra anda. Vonandi reynist það ekki rétt, en við skulum ekki gleyma því, að Hitler var líka kosinn á sinni tíð. Veikburða viðleitni íslenskra rasista til að komast á þing í haust mistókst. En við megum búast við, að það verði reynt aftur. Vegna framtíðar manns og heims verðum við öll að leggja áherslu á síðustu bæn Faðirvorsins: „ …frelsa oss frá illu,“ og fylgja henni eftir í orði og verki. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þetta neyðarkall, er skammstöfun setningarinnar „Save Our Souls,“ og þýðir „frelsa sálir okkar“. Það gildir nánast hvar sem hættu ber að höndum. Eitt af því, sem nú virðist geta leitt til mikillar hættu á alþjóðavettvangi, er afleiðingar forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Megi taka mark á orðum Donalds Trump sýnist auðsætt, að hugsanir hans og framkvæmdir geta orðið ein mesta vá sem að mannkyni gæti steðjað. Reynist orð hans hins vegar ekki marktæk, er ljóst að hann er í senn ómerkilegur undirróðursmaður og bullukollur eða jafnvel loddari, sem ekki er óhætt að trúa fyrir stjórn voldugasta ríkis jarðar. Mér verður hugsað til nýliðinna forsetakosninga hér heima, þar sem frambjóðendur lögðu sig alla fram um að útskýra hvað best skilning sinn á embættinu og háleit markmið er þeir vildu fylgja. Persónulegar árásir heyrðu til undantekninga. Þessu var öfugt farið í Bandaríkjunum, a.m.k. hvað Trump varðar, en hann stjórnaði í raun umræðunni með fúkyrðum og fullyrðingum, sem að stórum hluta voru, í líkingu talað, högg fyrir neðan mitti. Þau voru þar að auki svo þrungin illvilja og mannfyrirlitningu, að býsna langt þarf að leita til mannjafnaðar. Í því, sem fréttir hafa borið mér, hefur aðeins í einu máli örlað á hugsjónum, sem gætu hvatt þjóð hans í sólarátt, en það er um aukinn möguleika fátæks fólks til að koma börnum sínum til mennta. Málflutningur hans hefur miklu fremur höfðað til hinna lægri hvata, sem ala upp girnd og grimmd, öfl myrkursins. Og þau hrósuðu sigri.Á sér marga skoðanabræður Hér er ekki hægt að nefna nema fátt af því sem hann boðaði. Stefnan í málum innflytjenda er ekki í takt við boðskap kristninnar um bróðerni og samhjálp, sem heimurinn þarfnast svo mjög. Þar eru mannfyrirlitning og rasismi samferða. Orð hans um að draga úr starfsemi Nató vekja ugg, ekki síst þegar þar fylgir nánara samstarf við Putin. Sá maður verður seint kallaður mannvinur. Nálgun þeirra tveggja minnir óþægilega á orð Lúkasarguðspjalls: „Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir.“ Sá dagur var föstudagurinn langi, þegar kærleikurinn var krossfestur. Hann gæti þá enn og aftur orðið staðreynd í sögu okkar. Loks eru það loftslagsmálin. Trump segir, að hlýnun jarðar sé kínverskur uppspuni. Hann ætlar ekki að gera neitt með Parísarsamkomulagið, sem 195 ríki standa að. Gangi það eftir, tel ég það vera glæp gegn mannkyni. Með þessum skrifum vil ég vekja athygli á, að Trump á sér marga skoðanabræður meðal nágranna- og vinaþjóða okkar. Rasistar, nasistar, fasistar og hægri pópúlistar í Evrópu, sem eiga vaxandi fylgi að fagna, skynja bergmál skoðana sinna í boðskap Trumps. Sænskir nasistar hafa, vegna sigurs hans, farið í einhverja sína glæsilegustu fánagöngu til að fagna því sem þeir kalla upphaf byltingar í þeirra anda. Vonandi reynist það ekki rétt, en við skulum ekki gleyma því, að Hitler var líka kosinn á sinni tíð. Veikburða viðleitni íslenskra rasista til að komast á þing í haust mistókst. En við megum búast við, að það verði reynt aftur. Vegna framtíðar manns og heims verðum við öll að leggja áherslu á síðustu bæn Faðirvorsins: „ …frelsa oss frá illu,“ og fylgja henni eftir í orði og verki. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar