Stórauka þarf forvarnir í góðæri Svavar Hávarðsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Ölvunarakstur eykst í takt við aðra neyslu í góðæri. Sérstök ástæða er til þess að auka forvarnir vegna ölvunaraksturs þegar uppgangur er í samfélaginu. Skýr fylgni er á milli fjölgunar slysa og aukinnar hagsældar – sýna rannsóknir. Sölutölur frá ÁTVR í gegnum árin spegla slysatölur frá lögreglu með athyglisverðum hætti. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær sýnir samantekt Samgöngustofu á umferðarslysum, sem unnin er upp úr skýrslum lögreglu, að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur orðið mikil fjölgun umferðarslysa sem rekja má til ölvunaraksturs. Eftir hrun, eða allt frá árinu 2008, hefur orðið mikil fækkun umferðarslysa þar sem ölvun kemur við sögu. Nú virðist hins vegar eiga sér stað algjör viðsnúningur og er hann svo mikill að óhætt er að segja að svo ör aukning hafi ekki sést áður, eða um 200% aukning á milli ára. Svo alvarlegar eru þessar niðurstöður að mati Samgöngustofu, að stofnunin hefur brugðist sérstaklega við þessu með sérstöku átaki og lagst yfir með hvaða hætti sé hægt að bregðast sem best við.Ágúst MogensenÁgúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA), segir að rannsóknir sýni skýra fylgni milli aukinnar hagsældar, aukinnar umferðar og fjölgunar umferðarslysa. „Í aukinni hagsæld eykst umferð einka-, flutninga- og bílaleigubíla, og neysla yfirhöfuð, því fólk getur veitt sér meira. Áfengisneysla og ölvunarakstur eru því óæskilegur fylgifiskur efnahagsuppsveiflu,“ segir Ágúst. Spurður um aðgerðir og hvort refsimörk ættu að vera strangari, til dæmis að lækka þau úr 0,5 í 0,2 prómill eins og var samþykkt einróma af allsherjarnefnd árið 2014 við vinnslu frumvarps til umferðarlaga – segir Ágúst að deildar meiningar hafi verið um hvort þessi hópur ökumanna, sem mælast með áfengismagn í blóði á bilinu 0,2-0,5 prómill, væri vandamálahópurinn hvað umferðarslys varðar.Slysatölur lögreglu og sölutölur ÁTVR spegla hvorar aðrar„Við hjá rannsóknarnefndinni höfum sagt að áfengisneysla og akstur fari einfaldlega ekki saman og teljum að refsimörkin ættu að vera sem lægst. Það er mjög mikilvægt að fé sé veitt til forvarnarstarfs og ökumenn minntir á að áfengisneysla og akstur fari alls ekki saman. Því þarf að fylgja eftir með öflugri löggæslu og veita þarf fé til beggja verkefna. Fé hefur verið af skornum skammti í forvörnum en þessu þarf að breyta svo fækka megi slysum vegna ölvunaraksturs,“ segir Ágúst og bætir við að margir komi að forvörnum með einum eða öðrum hætti en helst Samgöngustofa. „Það er eðlilegt að auknu fé sé varið til forvarna í uppsveiflu. Bæði er ástæða til þess vegna tölfræðinnar og fjölgunar slysa en einnig hitt að þá ætti að vera meira til ráðstöfunar í ríkiskassanum. Í uppgangi og uppbyggingu þarf að gæta að innviðunum eins og oft hefur komið fram, þar með talið forvörnum,“ segir Ágúst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Sérstök ástæða er til þess að auka forvarnir vegna ölvunaraksturs þegar uppgangur er í samfélaginu. Skýr fylgni er á milli fjölgunar slysa og aukinnar hagsældar – sýna rannsóknir. Sölutölur frá ÁTVR í gegnum árin spegla slysatölur frá lögreglu með athyglisverðum hætti. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær sýnir samantekt Samgöngustofu á umferðarslysum, sem unnin er upp úr skýrslum lögreglu, að á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur orðið mikil fjölgun umferðarslysa sem rekja má til ölvunaraksturs. Eftir hrun, eða allt frá árinu 2008, hefur orðið mikil fækkun umferðarslysa þar sem ölvun kemur við sögu. Nú virðist hins vegar eiga sér stað algjör viðsnúningur og er hann svo mikill að óhætt er að segja að svo ör aukning hafi ekki sést áður, eða um 200% aukning á milli ára. Svo alvarlegar eru þessar niðurstöður að mati Samgöngustofu, að stofnunin hefur brugðist sérstaklega við þessu með sérstöku átaki og lagst yfir með hvaða hætti sé hægt að bregðast sem best við.Ágúst MogensenÁgúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA), segir að rannsóknir sýni skýra fylgni milli aukinnar hagsældar, aukinnar umferðar og fjölgunar umferðarslysa. „Í aukinni hagsæld eykst umferð einka-, flutninga- og bílaleigubíla, og neysla yfirhöfuð, því fólk getur veitt sér meira. Áfengisneysla og ölvunarakstur eru því óæskilegur fylgifiskur efnahagsuppsveiflu,“ segir Ágúst. Spurður um aðgerðir og hvort refsimörk ættu að vera strangari, til dæmis að lækka þau úr 0,5 í 0,2 prómill eins og var samþykkt einróma af allsherjarnefnd árið 2014 við vinnslu frumvarps til umferðarlaga – segir Ágúst að deildar meiningar hafi verið um hvort þessi hópur ökumanna, sem mælast með áfengismagn í blóði á bilinu 0,2-0,5 prómill, væri vandamálahópurinn hvað umferðarslys varðar.Slysatölur lögreglu og sölutölur ÁTVR spegla hvorar aðrar„Við hjá rannsóknarnefndinni höfum sagt að áfengisneysla og akstur fari einfaldlega ekki saman og teljum að refsimörkin ættu að vera sem lægst. Það er mjög mikilvægt að fé sé veitt til forvarnarstarfs og ökumenn minntir á að áfengisneysla og akstur fari alls ekki saman. Því þarf að fylgja eftir með öflugri löggæslu og veita þarf fé til beggja verkefna. Fé hefur verið af skornum skammti í forvörnum en þessu þarf að breyta svo fækka megi slysum vegna ölvunaraksturs,“ segir Ágúst og bætir við að margir komi að forvörnum með einum eða öðrum hætti en helst Samgöngustofa. „Það er eðlilegt að auknu fé sé varið til forvarna í uppsveiflu. Bæði er ástæða til þess vegna tölfræðinnar og fjölgunar slysa en einnig hitt að þá ætti að vera meira til ráðstöfunar í ríkiskassanum. Í uppgangi og uppbyggingu þarf að gæta að innviðunum eins og oft hefur komið fram, þar með talið forvörnum,“ segir Ágúst.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira