Forstjóri Landspítalans segir niðurskurðarkröfur í fjárlagafrumvarpi fordæmalausar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. desember 2016 17:56 Páll Matthíasson, forstjóri LSH Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir fjárheimildir til Landspítala og heilbrigðiskerfisins í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 vera vonbrigði. Hann segir að tillögur fráfarandi stjórnvalda geri ráð fyrir meiri aðhaldsaðgerðum á Landspítalanum á árinu 2017 en á dýpsta ári kreppunnar. Þetta kemur fram í pistli Páls á vef landspítalans.Allir flokkar sammála um að styrkja heilbrigðiskerfið Páll bendir á að í aðdraganda kosninganna hafi allir flokkar verið sammála um mikilvægi þess að styrkja heilbrigðiskerfið og efla Landspítala. „Fyrirheit voru gefin um stóraukna áherslu í þá veru. Fjárþörf Landspítala til næstu ára er fráfarandi stjórnvöldum vel kunn, enda var hún meðal annars kynnt þeim á fundi 19. febrúar síðastliðinn, þegar fjárlagafrumvarpið var í vinnslu“ segir Páll. Þá var lágmarksþörf Landspítala metin 5,5 milljarðar og miðaði sú fjárhæð við að viðhalda óbreyttri stöðu landspítalans. „Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir kallar að óbreyttu á niðurskurð á Landspítala sem nemur að lágmarki 5,3 milljörðum á árinu 2017. Þetta er nánast sama tala og kynnt var fráfarandi stjórnvöldum í febrúar sem lágmarksfjárþörf (5,5 milljarðar). Frumvarpið boðar niðurskurð af stærðargráðu sem nemur hartnær 10% af heildarumsvifum. Slíkt verkefni verður ekki átakalaust.“ Til samanburðar tekur Páll dæmi frá árinu 2010. „Það ár var mesti niðurskurður í manna minnum á Landspítala eða sem nam um 9% (3,3 milljarðar á þeim tíma). Það ár var farið í mjög erfiðar aðgerðir svo sem lokun og sameiningu legudeilda (fækkun rúma) og tilfærslu þjónustu til dagdeilda, sameiningu bráðamóttaka og stoðdeilda, skerðingu á starfsemi skurðstofa, víðtækar breytingar á vinnu- og vaktaskipulagi með fækkun starfsmanna og samdrætti í vöktum, afleysingum og yfirvinnu, samdrátt í viðhaldi, sérstakar hagræðingaraðgerðir gagnvart lyfjakostnaði og notkun greiningarrannsókna, samdrátt í endurnýjun tölva og annars búnaðar, samdrátt í sí- og endurmenntun starfsmanna svo og áskrift að vísindatímaritum, auk þess almennan niðurskurð á stoðeiningum.“Krafan um niðurskurð meiri en í kreppunni Páll segir að aðgerðirnar hafi verið óumflýjanlegar á tímum vrstu efnahagskreppu landsins en að þær hafi skilið eftir ör á þjónustu sjúkrahússins og starfsfólki þess, sem enn sjáist merki um. Sex árum síðar stendur Landspítalinn í sömu sporum. „Krafan um niðurskurð er ívið meiri en þegar verst lét í kreppunni – en samt mun efnahagur þjóðarinnar sjaldan eða aldrei hafa verið betri samkvæmt málflutningi fráfarandi ráðamanna.“ Páll bendir jafnframt á að Ísland vermi botnsæti OECD hvað snertir fjárfestingar í innviðum heilbrigðiskerfisins og er sömuleiðis lægst Norðurlanda þegar kemrur að fjárframlögum til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. „Frekari fjárveitinga er þörf og með ólíkindum að rætt sé af léttúð um það verkefni sem sjúkrahúsið stendur nú frammi fyrir . Jafnframt er áhyggjuefni að forsvarsmenn þjóðarinnar bjóði upp á þann málflutning að bætur vegna launa- og verðlagsþróunar séu aukin fjárframlög sem nýtist til að mæta aukinni eftirspurn.“ Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir fjárheimildir til Landspítala og heilbrigðiskerfisins í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 vera vonbrigði. Hann segir að tillögur fráfarandi stjórnvalda geri ráð fyrir meiri aðhaldsaðgerðum á Landspítalanum á árinu 2017 en á dýpsta ári kreppunnar. Þetta kemur fram í pistli Páls á vef landspítalans.Allir flokkar sammála um að styrkja heilbrigðiskerfið Páll bendir á að í aðdraganda kosninganna hafi allir flokkar verið sammála um mikilvægi þess að styrkja heilbrigðiskerfið og efla Landspítala. „Fyrirheit voru gefin um stóraukna áherslu í þá veru. Fjárþörf Landspítala til næstu ára er fráfarandi stjórnvöldum vel kunn, enda var hún meðal annars kynnt þeim á fundi 19. febrúar síðastliðinn, þegar fjárlagafrumvarpið var í vinnslu“ segir Páll. Þá var lágmarksþörf Landspítala metin 5,5 milljarðar og miðaði sú fjárhæð við að viðhalda óbreyttri stöðu landspítalans. „Fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir kallar að óbreyttu á niðurskurð á Landspítala sem nemur að lágmarki 5,3 milljörðum á árinu 2017. Þetta er nánast sama tala og kynnt var fráfarandi stjórnvöldum í febrúar sem lágmarksfjárþörf (5,5 milljarðar). Frumvarpið boðar niðurskurð af stærðargráðu sem nemur hartnær 10% af heildarumsvifum. Slíkt verkefni verður ekki átakalaust.“ Til samanburðar tekur Páll dæmi frá árinu 2010. „Það ár var mesti niðurskurður í manna minnum á Landspítala eða sem nam um 9% (3,3 milljarðar á þeim tíma). Það ár var farið í mjög erfiðar aðgerðir svo sem lokun og sameiningu legudeilda (fækkun rúma) og tilfærslu þjónustu til dagdeilda, sameiningu bráðamóttaka og stoðdeilda, skerðingu á starfsemi skurðstofa, víðtækar breytingar á vinnu- og vaktaskipulagi með fækkun starfsmanna og samdrætti í vöktum, afleysingum og yfirvinnu, samdrátt í viðhaldi, sérstakar hagræðingaraðgerðir gagnvart lyfjakostnaði og notkun greiningarrannsókna, samdrátt í endurnýjun tölva og annars búnaðar, samdrátt í sí- og endurmenntun starfsmanna svo og áskrift að vísindatímaritum, auk þess almennan niðurskurð á stoðeiningum.“Krafan um niðurskurð meiri en í kreppunni Páll segir að aðgerðirnar hafi verið óumflýjanlegar á tímum vrstu efnahagskreppu landsins en að þær hafi skilið eftir ör á þjónustu sjúkrahússins og starfsfólki þess, sem enn sjáist merki um. Sex árum síðar stendur Landspítalinn í sömu sporum. „Krafan um niðurskurð er ívið meiri en þegar verst lét í kreppunni – en samt mun efnahagur þjóðarinnar sjaldan eða aldrei hafa verið betri samkvæmt málflutningi fráfarandi ráðamanna.“ Páll bendir jafnframt á að Ísland vermi botnsæti OECD hvað snertir fjárfestingar í innviðum heilbrigðiskerfisins og er sömuleiðis lægst Norðurlanda þegar kemrur að fjárframlögum til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. „Frekari fjárveitinga er þörf og með ólíkindum að rætt sé af léttúð um það verkefni sem sjúkrahúsið stendur nú frammi fyrir . Jafnframt er áhyggjuefni að forsvarsmenn þjóðarinnar bjóði upp á þann málflutning að bætur vegna launa- og verðlagsþróunar séu aukin fjárframlög sem nýtist til að mæta aukinni eftirspurn.“
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira