Nýting á sjúkrarýmum langt yfir alþjóðlegum mælikvörðum Svavar Hávarðsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Rúmanýting á Landspítalanum hefur um árabil verið langt yfir alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum. vísir/vilhelm Rúmanýting á Landspítalanum er komin langt yfir þau mörk sem alþjóðlega teljast ásættanleg. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er um 85 prósent rúmanýting. Samkvæmt samantekt sem unnin var fyrir Fréttablaðið hefur rúmanýtingin nú í nóvember hins vegar verið 100 prósent á spítalanum í heild og farið svo hátt sem 102 til 110 prósent á einstökum sviðum og hæst á flæði-, lyflækninga- og skurðlækningasviði.Páll MatthíassonVandamálið er hvergi nærri nýtt, en árið 2012 var rúmanýtingin á öllum spítalanum 95 prósent á sama tíma árs en fór yfir 97prósent á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Óskastaðan er að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geta verið miklar á flæði bráðasjúklinga. Þessar tölur sýna því að staðan á Landspítalanum fer versnandi hvað þetta varðar, en að baki þessara talna liggja gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi – ekki síst vegna aukinnar sýkingarhættu. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60 prósent á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að 85 prósent viðmiðið sé hugsað út frá því að mögulegt sé að „bregðast við alvarlegum veikindum og slysum með fullnægjandi hætti“. Eins að þegar rúmanýtingin fer eins hátt og raun ber vitni geti það takmarkað getu spítalans til að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu árið 2012 voru tugir sjúklinga sem voru inniliggjandi á spítalanum en voru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Sú er staðan enn og því hafa stjórnendur Landspítalans um langt árabil lagt á það þunga áherslu að þeir sem ekki lengur þurfa á þjónustu Landspítala að halda hafi möguleika á að komast aftur heim eða þangað annað sem hægt er að veita viðeigandi þjónustu. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þeirri stöðu að bíða á spítalanum eftir viðeigandi úrræði utan spítalans, sagði í svari forsvarsmanna spítalans árið 2012. Þeir voru tæplega eitt hundrað um helgina sem þetta átti við um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Of fáir sjúkrabílar til þess að bregðast við Hópslys af sömu stærðargráðu og varð á Þingvallavegi þann 25. október gæti reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila á Norðausturlandi. 18. nóvember 2016 07:00 Ætti að vera ráðamönnum umhugsunarefni hvaða árangri Landspítali gæti náð Biðlistar farnir að styttast, segir Páll Matthíasson. 19. nóvember 2016 10:29 Landspítalinn vill orlofsíbúðir stéttarfélaganna fyrir veikt fólk utan af landi Landspítalinn hefur formlega óskað eftir því við verkalýðsfélög um allt land að fá að nýta orlofsíbúðir félaganna í Reykjavík þegar þörf er á að vista þungaðar konur eða foreldra utan af landi vegna veikinda á meðgöngunni. 10. nóvember 2016 11:26 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Rúmanýting á Landspítalanum er komin langt yfir þau mörk sem alþjóðlega teljast ásættanleg. Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er um 85 prósent rúmanýting. Samkvæmt samantekt sem unnin var fyrir Fréttablaðið hefur rúmanýtingin nú í nóvember hins vegar verið 100 prósent á spítalanum í heild og farið svo hátt sem 102 til 110 prósent á einstökum sviðum og hæst á flæði-, lyflækninga- og skurðlækningasviði.Páll MatthíassonVandamálið er hvergi nærri nýtt, en árið 2012 var rúmanýtingin á öllum spítalanum 95 prósent á sama tíma árs en fór yfir 97prósent á öllum bráðadeildum spítalans á sama tíma. Óskastaðan er að rúmanýting sé á bilinu 85 til 88 prósent, vegna þess hve sveiflur geta verið miklar á flæði bráðasjúklinga. Þessar tölur sýna því að staðan á Landspítalanum fer versnandi hvað þetta varðar, en að baki þessara talna liggja gangainnlagnir, verri þjónusta og minna öryggi – ekki síst vegna aukinnar sýkingarhættu. Á bráðadeildum er eðlileg rúmanýting talin vera um 85% svo að deildir hafi laus rúm fyrir innlagnir bráðasjúklinga. Þetta viðmið er um 60 prósent á gjörgæsludeildum. Rúmanýting umfram viðmið getur verið vísbending um „umfram innlagnir“ sem bendir til ófullnægjandi þjónustu, en það var niðurstaða úttektar á mönnun hjúkrunar á Landspítala frá 2007. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að 85 prósent viðmiðið sé hugsað út frá því að mögulegt sé að „bregðast við alvarlegum veikindum og slysum með fullnægjandi hætti“. Eins að þegar rúmanýtingin fer eins hátt og raun ber vitni geti það takmarkað getu spítalans til að sinna þessu mikilvæga hlutverki. Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu árið 2012 voru tugir sjúklinga sem voru inniliggjandi á spítalanum en voru tilbúnir að fara á hjúkrunarheimili. Sú er staðan enn og því hafa stjórnendur Landspítalans um langt árabil lagt á það þunga áherslu að þeir sem ekki lengur þurfa á þjónustu Landspítala að halda hafi möguleika á að komast aftur heim eða þangað annað sem hægt er að veita viðeigandi þjónustu. Eðlilegt gæti talist að 15-18 einstaklingar væru í þeirri stöðu að bíða á spítalanum eftir viðeigandi úrræði utan spítalans, sagði í svari forsvarsmanna spítalans árið 2012. Þeir voru tæplega eitt hundrað um helgina sem þetta átti við um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Of fáir sjúkrabílar til þess að bregðast við Hópslys af sömu stærðargráðu og varð á Þingvallavegi þann 25. október gæti reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila á Norðausturlandi. 18. nóvember 2016 07:00 Ætti að vera ráðamönnum umhugsunarefni hvaða árangri Landspítali gæti náð Biðlistar farnir að styttast, segir Páll Matthíasson. 19. nóvember 2016 10:29 Landspítalinn vill orlofsíbúðir stéttarfélaganna fyrir veikt fólk utan af landi Landspítalinn hefur formlega óskað eftir því við verkalýðsfélög um allt land að fá að nýta orlofsíbúðir félaganna í Reykjavík þegar þörf er á að vista þungaðar konur eða foreldra utan af landi vegna veikinda á meðgöngunni. 10. nóvember 2016 11:26 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Of fáir sjúkrabílar til þess að bregðast við Hópslys af sömu stærðargráðu og varð á Þingvallavegi þann 25. október gæti reynst erfitt fyrir viðbragðsaðila á Norðausturlandi. 18. nóvember 2016 07:00
Ætti að vera ráðamönnum umhugsunarefni hvaða árangri Landspítali gæti náð Biðlistar farnir að styttast, segir Páll Matthíasson. 19. nóvember 2016 10:29
Landspítalinn vill orlofsíbúðir stéttarfélaganna fyrir veikt fólk utan af landi Landspítalinn hefur formlega óskað eftir því við verkalýðsfélög um allt land að fá að nýta orlofsíbúðir félaganna í Reykjavík þegar þörf er á að vista þungaðar konur eða foreldra utan af landi vegna veikinda á meðgöngunni. 10. nóvember 2016 11:26