Viktoría ástfangin á aðventu en ekki af Svölu heldur Sóla Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 13:03 Ástin eins og hún birtist í Séð og heyrt er farin að minna á ævintýralegustu sápuóperu þar sem allt getur gerst. Ritstjórinn Ásta lætur sér hvergi bregða. Á forsíðu nýjasta tölublaðs Séð og heyrt er fjallað um ást á aðventu. Samsett mynd er af þeim Viktoríu Hermannsdóttur fréttakonu og Svölu Ólafsdóttur sem er dósent við lagadeild í HR. „Viktoría Hermannsdóttir og Svala Ólafsdóttir hafa fundið hamingjuna: ÁST Á AÐVENTU“Hefur aldrei hitt SvöluÞegar blaðamaður óskaði Viktoríu til hamingju nú fyrir stundu var hún ekki eins sæl og þessi frétt gefur tilefni til að ætla. Reyndar bara alls ekki. Ertu þá ekkert ástfangin á aðventu? „Ekki af Svölu. Við erum allavega ekki ástfangnar af hvor annarri. Ég held ég hafi aldrei hitt Svölu, en mögulega einhvern tímann tekið símaviðtal við hana,“ segir Viktoría sem veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. „Þessi villandi fyrirsögn kom mér því alveg í opna skjöldu þegar ég fékk senda mynd af þessari forsíðu í morgun. Það er greinilegt að Séð og heyrt þarf að teygja sig ansi langt til þess að selja blaðið þessa dagana.“Fólk getur bara keypt blaðið og flett þvíVið nánari athugun kemur í ljós að inni í blaðinu er fjallað um ástina á aðventunni og þar er greint frá því að Viktoría er í sambandi við Sóla Hólm útvarpsmann og Svala hefur fundið ástina í örmum Grétars Örvarssonar tónlistarmanns. Þar kemur reyndar fram að Sóli hafi beðið Viktoríu, en það mun á misskilningi byggt, samkvæmt heimildum Vísis.Ef að er gáð kemur á daginn að Viktoría og Svala hafa ekki fundið hamingjuna saman heldur sitt í hvoru lagi.Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt lítur þetta allt öðrum augum. „Ef þú flettir blaðinu fer ekkert á milli mála um hvað þetta snýst. Það stendur hvergi framan á blaðinu að þær séu saman, sem þær eru sannarlega ekki. Ef fólk sér mynd af tveimur konum saman og talað er um ást, þá er það þeirra að túlka sem svo að þær séu saman. Fólk getur bara flett blaðinu. Ég ræð því ekki hvernig fólk les hlutina og túlkar. Það er algjörlega hvers og eins. Algjörlega augljóst... fólk verður bara að kaupa blaðið og komast að því hvers kyns er.“Telur sig ekki vera að selja blaðið á fölskum forsendumAðspurð telur Ásta það af og frá að hún sé að selja blaðið með villandi hætti -- hún vill alls ekki kannast við einbeittan brotavilja í þá átt. „Það tel ég ekki vera. Ef ég hefði sagt að þær væru saman þá væri það svo.“En, ertu ekki að gefa það í skyn að svona sé þetta í pottinn búið? „Nei, það finnst mér ekki vera. Viktoría og Svala hafa fundið hamingjuna. Með hverjum? Það er ekki tekið fram. Ekkert þarna.“ Ásta Hrafnhildur segist hafa fengið fyrirspurnir vegna málsins en hún biður viðkomandi þá um að senda sér tölvupóst. Og kveður blaðamann Vísis með orðunum: „Þar til í næstu viku.“ Séð og heyrt er umdeilt tímarit en nýverið greindi Vísir frá gremju Kristins Hrafnssonar í garð Ástu en þá var það kynnt á forsíðu að Wikileaksmaðurinn væri orðinn einhleypur, nokkuð sem Kristinn kannaðist ekkert við. Tengdar fréttir Kristinn Hrafnsson sakar Séð og heyrt um aumustu lágkúru Wikileaks-maðurinn er lang í frá kátur með það að Séð og heyrt hafi óvænt gert sig einhleypan á síðustu forsíðu. 10. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Á forsíðu nýjasta tölublaðs Séð og heyrt er fjallað um ást á aðventu. Samsett mynd er af þeim Viktoríu Hermannsdóttur fréttakonu og Svölu Ólafsdóttur sem er dósent við lagadeild í HR. „Viktoría Hermannsdóttir og Svala Ólafsdóttir hafa fundið hamingjuna: ÁST Á AÐVENTU“Hefur aldrei hitt SvöluÞegar blaðamaður óskaði Viktoríu til hamingju nú fyrir stundu var hún ekki eins sæl og þessi frétt gefur tilefni til að ætla. Reyndar bara alls ekki. Ertu þá ekkert ástfangin á aðventu? „Ekki af Svölu. Við erum allavega ekki ástfangnar af hvor annarri. Ég held ég hafi aldrei hitt Svölu, en mögulega einhvern tímann tekið símaviðtal við hana,“ segir Viktoría sem veit ekki hvort hún á að hlæja eða gráta. „Þessi villandi fyrirsögn kom mér því alveg í opna skjöldu þegar ég fékk senda mynd af þessari forsíðu í morgun. Það er greinilegt að Séð og heyrt þarf að teygja sig ansi langt til þess að selja blaðið þessa dagana.“Fólk getur bara keypt blaðið og flett þvíVið nánari athugun kemur í ljós að inni í blaðinu er fjallað um ástina á aðventunni og þar er greint frá því að Viktoría er í sambandi við Sóla Hólm útvarpsmann og Svala hefur fundið ástina í örmum Grétars Örvarssonar tónlistarmanns. Þar kemur reyndar fram að Sóli hafi beðið Viktoríu, en það mun á misskilningi byggt, samkvæmt heimildum Vísis.Ef að er gáð kemur á daginn að Viktoría og Svala hafa ekki fundið hamingjuna saman heldur sitt í hvoru lagi.Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt lítur þetta allt öðrum augum. „Ef þú flettir blaðinu fer ekkert á milli mála um hvað þetta snýst. Það stendur hvergi framan á blaðinu að þær séu saman, sem þær eru sannarlega ekki. Ef fólk sér mynd af tveimur konum saman og talað er um ást, þá er það þeirra að túlka sem svo að þær séu saman. Fólk getur bara flett blaðinu. Ég ræð því ekki hvernig fólk les hlutina og túlkar. Það er algjörlega hvers og eins. Algjörlega augljóst... fólk verður bara að kaupa blaðið og komast að því hvers kyns er.“Telur sig ekki vera að selja blaðið á fölskum forsendumAðspurð telur Ásta það af og frá að hún sé að selja blaðið með villandi hætti -- hún vill alls ekki kannast við einbeittan brotavilja í þá átt. „Það tel ég ekki vera. Ef ég hefði sagt að þær væru saman þá væri það svo.“En, ertu ekki að gefa það í skyn að svona sé þetta í pottinn búið? „Nei, það finnst mér ekki vera. Viktoría og Svala hafa fundið hamingjuna. Með hverjum? Það er ekki tekið fram. Ekkert þarna.“ Ásta Hrafnhildur segist hafa fengið fyrirspurnir vegna málsins en hún biður viðkomandi þá um að senda sér tölvupóst. Og kveður blaðamann Vísis með orðunum: „Þar til í næstu viku.“ Séð og heyrt er umdeilt tímarit en nýverið greindi Vísir frá gremju Kristins Hrafnssonar í garð Ástu en þá var það kynnt á forsíðu að Wikileaksmaðurinn væri orðinn einhleypur, nokkuð sem Kristinn kannaðist ekkert við.
Tengdar fréttir Kristinn Hrafnsson sakar Séð og heyrt um aumustu lágkúru Wikileaks-maðurinn er lang í frá kátur með það að Séð og heyrt hafi óvænt gert sig einhleypan á síðustu forsíðu. 10. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Fleiri fréttir Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Sjá meira
Kristinn Hrafnsson sakar Séð og heyrt um aumustu lágkúru Wikileaks-maðurinn er lang í frá kátur með það að Séð og heyrt hafi óvænt gert sig einhleypan á síðustu forsíðu. 10. nóvember 2016 11:23