Innlent

Tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sautján ára stúlku

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm hæstarétts yfir manni á þrítugsaldri.
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm hæstarétts yfir manni á þrítugsaldri. Vísir/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms yfir Eyjólfi Ingólfssyni. Skal Eyjólfur sæta tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun en stúlkan var 17 ára þegar brotið var framið. Honum er auk þess gert að greiða brotaþola eina milljón króna í miskabætur.

Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 4. febrúar 2016 og krafðist ákæruavaldið að refsing Eyjólfs yrði þyngd.

„Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði fundinn sekur um að hafa aðfaranótt laugardagsins 19. apríl 2014 haft samræði eða önnur kynferðismök við brotaþola, sem þá var 17 ára, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar,” segir í dómi Hæstaréttar.



„Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi hefur ákærði lýst því að hann hafi ætlað að hafa samræði við brotaþola, en af því hafi ekki orðið þar sem sér hafi ekki risið hold. Er sú frásögn í samræmi við framburð vitnis, sem rakinn er í héraðsdómi, en það vitni kom að ákærða þar sem hann var að nýta sér ölvun og svefndrunga brotaþola til kynferðisathafna.“

Vaknaði við áreitið

Föstudaginn 25. apríl fór brotaþoli í viðtal hjá starfsmanni barnaverndarnefndar í kjölfar þess að sálfræðingur hennar hafði tilkynnt það tveimur dögum fyrr að henni hefði verið nauðgað helgina áður. Barnaverndarnefnd tilkynnti lögreglu um atvikið með bréfi 28. apríl 2014.

Í bréfinu segir meðal annars að brotaþoli hafi verið í samkvæmi í heimahúsi þegar hún veiktist sökum ölvunar og kastað upp. Bróðir hennar hafi í kjölfarið haldið á henni í rúm og sagt ákærða að lát hana í friði., en hann hafi engu að síður ítrekað farið inn í herbergið til að spyrja brotaþola hvort hún vildi ekki koma fram. Brotaþoli segist hafa sofnað en vaknað við að einhver hafi haldið utan um hana.

„Þegar hún vaknaði hafi hún þurft að kasta upp. Hún hafi í fyrstu ekki vitað hver hafi haldið utan um hana en komist að því síðar að það var ákærði. Hann hafi farið að strjúka henni um magann, en hún hafi sagt honum að hætta. Hann hafi þá spurt hvort hún væri alveg viss og hafi hún svarað því játandi. Brotaþoli kveðst ekki muna mikið meira því að hún hafi dottið út og það næsta sem hún viti er að ákærði sé ofan á henni og sé að hrista á henni hausinn og nauðga henni.

Haft er eftir brotaþola í bréfinu að hún hafi í fyrstu haldið að þetta væri ekki raunveruleiki heldur martröð. Ákærði hafi ekki sagt neitt og haldið áfram. Hún hafi sagt honum að hætta og segist hafa náð að ýta sér á hliðina en hann hafi þá tosað hana til baka. Hann hafi talað um það að strákurinn sem hún væri hrifin af væri ábyggilega með annarri stelpu á þessu augnabliki. Hún hafi sagt nei við hann og þá hafi hann hætt og kysst hana á kinnina.“

Stuttu síðar kom gestgjafinn að þeim og var ákærða hent út.

Sagðist ekki hafa fengið samþykki

Í dómi Héraðsdóms Reykjaness frá 29. janúar á þessu ári segir að framburður ákærða hafi verið á þann veg að hann hafi verið búinn að drekka mikið þetta kvöld.

„Hann hafi talað við brotaþola í um tvær klukkustundir og eitthvert daður hefði verið á milli þeirra. Síðar, þegar brotaþoli hafi verið lögst upp í rúm, hafi hann farið á eftir henni og lagst upp í rúm til hennar og kysst brotaþola sem hafi kysst hann á móti. Hann hafi þá haldið áfram að kyssa brotaþola og auk þess fróað henni án þess að setja fingur í leggöng hennar. Þá hafi hann reynt að ná getnaðarlimnum upp en það hafi ekki tekist og hafi honum ekki risið hold. Viðbrögð brotaþola við því sem hann gerði við hana hafi í fyrstu ekki verið neikvæð. Hún hafi kysst hann á móti og ekki ýtt honum frá sér, en hún hafi ekki sagt neitt,“ segir í dómi héraðsdóms Reykjaness.

„Hafi hann ætlað að hafa samfarir við brotaþola en það hafi ekki tekist vegna þess að hann hafi ekki náð limnum upp. Ákærði sagði að hann hefði ekki fengið samþykki brotaþola fyrir því sem hann gerði en þetta hefði bara þróast svona eftir að þau hafi farið að kyssast.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×