20 gráðum hlýrra á norðurskauti en í meðalári Una Sighvatsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 21:00 Nú er kominn lok nóvember en hitastigið í Reykjavík er tíu gráður. Þótt það hafi komið komið stutt kuldakast í vikunni eru þessi hlýindi í takti við haustið. Október var víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust og á heimsvísu hafa 11 af síðustu 12 mánuðum slegið hitamet. Allt stefnir því í að 2016 verði heitasta ár sögunnar en það sem vekur sérstakan ugg vísindamanna nú er óvenjuleg hlýindi á norðurslóðum, því á heimskautasvæðinu er hitinn nú í nóvember rétt við frostmark, þegar hann ætti að vera mínus tuttugu gráður. Þetta á rekja til þess að hafísþekjan er langt undir meðallagi miðað við árstíma. „Það sem gerðist í ár var að það var óvenjulítill hafís, þetta var næstlægsta árið í sögunni á þessu svæði. Og síðan hefur kerfið bara ekkert jafnað sig,“ segir Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir óhætt að fullyrða að hlýindin á norðurskautinu nú séu afleiðingar loftslagsbreytinga.Samspil margra þátta þar sem loftslagsbreytingar vega þungt Þarna spila að sögn Halldórs saman tímabundin hlýnun vegna El Nino í ár, í samspili við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Ég held að það sé hægt að fullyrða að við séum að sjá þarna afleiðingar þess að þetta er eitt hlýjasta ár í sögu jarðar og það er svo afleiðing af loftslagsbreytingum. Þegar meðalhiti jarðar er svona hár þá gerast allir þessu skrýtnu hlutir, sem við erum mjög óvön að sjá og ef að ekki verður dregið úr losun þá verða svona atburðir algengari." Dæmin eru víða um óvenjuleg veðurfyrirbrigði. Í Tókýó snjóaði í dag, í fyrsta sinn í nóvember í hálfa öld en á sama tíma er snjólaust á Svalbarða. Á Costa Rica stefnir fellibylurinn Ottó að landi, sá fyrstu svo sunnarlega í Karíbahafi síðna 1850 hið minnsta. Þetta eru aðeins tveir af fjölmörgum atburðum sem gera árið 2016 óvenjulegt mjög með tilliti til veðurs. „Við gerum ráð fyrir að þegar El nino slotar núna þá muni aðeins draga úr öllum þessum skrýtnu veðrum en eftir situr að heimurinn er eftir sem áður mjög heitur í sögulegu samhengi. Og það er af því að við erum búin að vera að losa gróðarhúsalofttegundir, sem valda hlýnun," segir Halldór. Á norðurheimskautinu hefur ísþekjan dregist saman um 30% á undanförnum aldarfjórðungi. Veðurkerfin eru hringrás milli lofthjúps og hafs og nái hafísinn ekki að jafna sig í vetur eftir hlýindi þessa árs gætu afleiðingarnar orðið langvarandi. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Nú er kominn lok nóvember en hitastigið í Reykjavík er tíu gráður. Þótt það hafi komið komið stutt kuldakast í vikunni eru þessi hlýindi í takti við haustið. Október var víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust og á heimsvísu hafa 11 af síðustu 12 mánuðum slegið hitamet. Allt stefnir því í að 2016 verði heitasta ár sögunnar en það sem vekur sérstakan ugg vísindamanna nú er óvenjuleg hlýindi á norðurslóðum, því á heimskautasvæðinu er hitinn nú í nóvember rétt við frostmark, þegar hann ætti að vera mínus tuttugu gráður. Þetta á rekja til þess að hafísþekjan er langt undir meðallagi miðað við árstíma. „Það sem gerðist í ár var að það var óvenjulítill hafís, þetta var næstlægsta árið í sögunni á þessu svæði. Og síðan hefur kerfið bara ekkert jafnað sig,“ segir Halldór Björnsson, doktor í haf- og veðurfræðum hjá Veðurstofu Íslands.Halldór Björnsson segir óhætt að fullyrða að hlýindin á norðurskautinu nú séu afleiðingar loftslagsbreytinga.Samspil margra þátta þar sem loftslagsbreytingar vega þungt Þarna spila að sögn Halldórs saman tímabundin hlýnun vegna El Nino í ár, í samspili við loftslagsbreytingar af mannavöldum. „Ég held að það sé hægt að fullyrða að við séum að sjá þarna afleiðingar þess að þetta er eitt hlýjasta ár í sögu jarðar og það er svo afleiðing af loftslagsbreytingum. Þegar meðalhiti jarðar er svona hár þá gerast allir þessu skrýtnu hlutir, sem við erum mjög óvön að sjá og ef að ekki verður dregið úr losun þá verða svona atburðir algengari." Dæmin eru víða um óvenjuleg veðurfyrirbrigði. Í Tókýó snjóaði í dag, í fyrsta sinn í nóvember í hálfa öld en á sama tíma er snjólaust á Svalbarða. Á Costa Rica stefnir fellibylurinn Ottó að landi, sá fyrstu svo sunnarlega í Karíbahafi síðna 1850 hið minnsta. Þetta eru aðeins tveir af fjölmörgum atburðum sem gera árið 2016 óvenjulegt mjög með tilliti til veðurs. „Við gerum ráð fyrir að þegar El nino slotar núna þá muni aðeins draga úr öllum þessum skrýtnu veðrum en eftir situr að heimurinn er eftir sem áður mjög heitur í sögulegu samhengi. Og það er af því að við erum búin að vera að losa gróðarhúsalofttegundir, sem valda hlýnun," segir Halldór. Á norðurheimskautinu hefur ísþekjan dregist saman um 30% á undanförnum aldarfjórðungi. Veðurkerfin eru hringrás milli lofthjúps og hafs og nái hafísinn ekki að jafna sig í vetur eftir hlýindi þessa árs gætu afleiðingarnar orðið langvarandi.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira