Réttað yfir tveimur vegna alvarlegrar líkamsárásar á Raufarhöfn Sveinn Arnarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fórnarlambið vissi ekki eftir árásina hverjir réðust á hann. Myndin er sviðsett. Vísir/Stefán Aðalmeðferð gegn tveimur karlmönnum á þrítugsaldri fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni. Er þeim gefið að sök að hafa slegið mann í andlitið um sjómannadagshelgi á Raufarhöfn, sem og að hafa ítrekað sparkað í höfuð hans, bak og síðu. Hlaut hann við það höfuðkúpubrot, rifbeinsbrot og þrír hryggjarliðir brotnuðu einnig. Við aðalmeðferð málsins gat fórnarlamb árásarinnar ekki gert nægilega grein fyrir því hverjir það voru nákvæmlega sem gengu í skrokk á honum og lýsti hann því sem svo að hann hafi ekki fengið spark í höfuðið líkt og ákæran gefur til kynna. Við aðalmeðferðina var lögð fyrir fórnarlambið lögregluskýrsla sem tekin var af honum tveimur dögum eftir árásina. Þar kemur fram að hann hafi á þeim tímapunkti ekki vitað hverjir það voru sem réðust á hann. Magnús Davíð Norðdahl, verjandi annars mannsins, segir ekkert þeirra fjórtán vitna sem lögreglan ræddi við hafa sagt þá ákærðu hafa ráðist á fórnarlambið. Ekkert hafi komið fram við aðalmeðferð sem breyti sönnunarstöðu í málinu. „Í máli þessu hefði aldrei átt að ákæra enda ekkert í gögnum málsins sem rennir stoðum undir sekt umbjóðanda míns né meðákærða,“ segir Magnús. „Í fyrsta lagi er framburður brotaþola við skýrslutöku hjá lögreglu mjög óskýr. Þá spyr lögreglan ítrekað leiðandi spurninga og virðist jafnframt fullyrða við brotaþola að tilteknir nafngreindir aðilar hafi ráðist á hann. Þessi vinnubrögð lögreglu eru ámælisverð og rannsóknarefni út af fyrir sig. Það er með öllu óásættanlegt í réttarríki að einstaklingar séu ákærðir á veikum grunni og hvað þá heldur sakfelldir.“ Mennirnir tveir sem ákærðir eru hafa aldrei hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Aðalmeðferð gegn tveimur karlmönnum á þrítugsaldri fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni. Er þeim gefið að sök að hafa slegið mann í andlitið um sjómannadagshelgi á Raufarhöfn, sem og að hafa ítrekað sparkað í höfuð hans, bak og síðu. Hlaut hann við það höfuðkúpubrot, rifbeinsbrot og þrír hryggjarliðir brotnuðu einnig. Við aðalmeðferð málsins gat fórnarlamb árásarinnar ekki gert nægilega grein fyrir því hverjir það voru nákvæmlega sem gengu í skrokk á honum og lýsti hann því sem svo að hann hafi ekki fengið spark í höfuðið líkt og ákæran gefur til kynna. Við aðalmeðferðina var lögð fyrir fórnarlambið lögregluskýrsla sem tekin var af honum tveimur dögum eftir árásina. Þar kemur fram að hann hafi á þeim tímapunkti ekki vitað hverjir það voru sem réðust á hann. Magnús Davíð Norðdahl, verjandi annars mannsins, segir ekkert þeirra fjórtán vitna sem lögreglan ræddi við hafa sagt þá ákærðu hafa ráðist á fórnarlambið. Ekkert hafi komið fram við aðalmeðferð sem breyti sönnunarstöðu í málinu. „Í máli þessu hefði aldrei átt að ákæra enda ekkert í gögnum málsins sem rennir stoðum undir sekt umbjóðanda míns né meðákærða,“ segir Magnús. „Í fyrsta lagi er framburður brotaþola við skýrslutöku hjá lögreglu mjög óskýr. Þá spyr lögreglan ítrekað leiðandi spurninga og virðist jafnframt fullyrða við brotaþola að tilteknir nafngreindir aðilar hafi ráðist á hann. Þessi vinnubrögð lögreglu eru ámælisverð og rannsóknarefni út af fyrir sig. Það er með öllu óásættanlegt í réttarríki að einstaklingar séu ákærðir á veikum grunni og hvað þá heldur sakfelldir.“ Mennirnir tveir sem ákærðir eru hafa aldrei hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira