Sport

Björgvin Karl hefur farið sjö sinnum í lyfjapróf

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Karl á Íslandsmótinu í fyrra.
Björgvin Karl á Íslandsmótinu í fyrra. vísir/daníel
Fremsti CrossFit-karl landsins, Björgvin Karl Guðmundsson, sá sig knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu í gær vegna umræðu um lyfjamál í CrossFit.

Björgvin Karl varð Íslandsmeistari í fyrra, og í þriðja sæti á heimsleikunum í CrossFit, en var ekki með á Íslandsmótinu að þessu sinni þar sem hann er nýbúinn að keppa í Kanada og er á leið á CrossFit-mót í Dúbæ ásamt fleiri Íslendingum. Það hefði einfaldlega verið of mikið að keppa líka á Íslandsmótinu.

Á þeim fjórum árum sem Björgvin hefur keppt í CrossFit hefur hann farið sjö sinnum í lyfjapróf. Bæði hér heima og erlendis. Hann hefur aldrei fallið og vill í ljósi umræðunnar taka fram að það megi prófa hann hvar og hvenær sem er.

Yfirlýsingu Björgvins má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hinrik Ingi: Ég er til í að fara í lyfjapróf

"Ég hef ekkert að fela. Ég fór ekki í lyfjaprófið því mér fannst vera brotið á mér. Mér fannst þetta vera ófagmannlega gert og asnalegt,“ segir Hinrik Ingi Óskarsson sem í gær varð Íslandsmeistari í CrossFit en síðan sviptur gullverðlaunum og settur í tveggja ára bann af því hann neitaði að fara í lyfjapróf.

Formaður stjórnar CrossFit-sambandsins: Ekki óheppileg uppákoma fyrir okkur

Guðrún Linda Pétursdóttir, formaður stjórnar CrossFit-sambands Íslands, segist ekki orðið vitni að því þegar Hinrik Ingi Óskarsson hótaði starfsmönnum lyfjaeftirlits Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) barsmíðum eftir Íslandsmeistaramótið í CrossFit í Digranesinu í gær.

Úrslit Íslandsmótsins í CrossFit uppfærð

Eins og fram kom á Vísi voru Hinrik Ingi Óskarsson og Bergur Sverrisson, sem lentu í 1. og 2. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit, sviptir verðlaunum sínum eftir að þeir neituðu að gangast undir lyfjapróf að mótinu loknu. Þeir voru einnig dæmdir í tveggja ára bann frá CrossFit á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×