Höfundurinn flettir hulunni af dularfulla dansverkinu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 14:15 Dansarar Íslenska dansflokksins tóku þátt í verkefninu ásamt fórnarlömbum kynferðisofbeldis en í raun máttu allir þeir sem vildu taka þátt. Skjáskot úr myndbandi Stígamóta Tæplega 60 þúsund manns hafa á tæpum sólarhring horft á myndband af listrænum gjörningi sem átti sér stað síðastliðinn laugardag fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjargötu á laugardag. Stígamót standa fyrir gjörningnum. Þar má sjá hóp kvenna stíga fram með tuskur og fötur og hefjast síðan handa við að þrífa stéttina fyrir framan héraðsdóm. Þær öskra og æpa á meðan þær ráðast af hörku á skít götunnar. Stígamót stendur nú fyrir söfnunarátaki sem ber heitið ,,Styttum svartnættið‘‘. Átakið gengur út á það að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta.Erna Ómarsdóttir er einn höfundur gjörningsinsVísir/GVAÞrif voru innblásturinn að gjörningnum Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, bar ábyrgð á listrænni framkvæmd verksins í samvinnu við Ásrúnu Magnúsdóttur dansara. Í samtali við Vísi sagði Erna Ómarsdóttir að Stígamót hefðu haft samband við sig og beðið hana og Ásrúnu Magnúsdóttur að vinna að verkefninu með sér. Erna nefnir að þær hafi strax haft mikinn áhuga á að vinna verkefnið enda sé þetta málefni sem þær brenna fyrir. Dansarar Íslenska dansflokksins tóku þátt í verkefninu ásamt fórnarlömbum kynferðisofbeldis en í raun máttu allir þeir sem vildu taka þátt. Hugmyndin að verkinu kom þegar Erna prófaði að þrífa heimilið sitt með látum, með því að ýkja og stækka þær endurteknu hreyfingar sem fylgja þrifum. Erna bætti við öskrum og hárri öndun og þannig urðu þrifin stærri og fyrirferðameiri. ,,Maður frelsast eiginlega.‘‘ segir Erna og nefnir að hún hafi einmitt oft hugsað að það væri gaman að þrífa ýmsa staði sem hafi ekki góðan anda á þennan hátt. Þetta sé því einskonar nútíma særing. Erna nefnir að hún hafi hugsað þetta út frá því að konurnar séu ekki bara að þrífa skít heldur líka að hreinsa sálina og fá útrás fyrir allskonar pirringi, reiði og sorg. „Út frá þessari hugmynd þróuðum við allan gjörninginn. Hugmyndin var einmitt að þrífa saman, anda saman, öskra saman, dansa saman og faðmast. Við enduðum svo gjörninginn á gleðiöskri og föðmuðum húsið og reyndum að gefa því góða orku.“Hér að neðan má sjá mynband af gjörningnum.Tölurnar tákna tímannEins og sjá má í lok gjörningsins þá stíga nokkrar konur fram og draga fram spjald með áletruðum tölustaf. Samkvæmt Ernu standa þessir tölustafir fyrir þau ár sem liðu frá því að kynferðisofbeldið átti sér stað þar til að fórnarlömbin opnuðu sig og leituðu sér aðstoðar. Þarna má sjá tölur allt frá tveimur upp í 29. Stígamót birtu svo í dag myndband þar sem ein kvennana, Bjarney Rún Haraldsdóttir, sem tók þátt í gjörningnum stígur fram með sína sögu. Þetta er liður í verkefninu og munu Stígamót birta fleiri viðtöl við Stígamótafólk sem opnar sig um erfiða reynslu og varpa ábyrgðinni yfir á gerandann. Bjarney greinir frá því viðtalinu að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hún lýsir því hvernig hún hljóp út frá gerandanum, hágrátandi, öll marin og blá. Hún nefnir í viðtalinu hér að neðan að hjá Stígamótum hafi hún mætt miklum skilningi og lagt hafi verið áherslu á að skömmin sé ekki hennar. Þrátt fyrir þennan stuðning taki ávallt tíma að fara í gegnum þessar tilfinningar. Bjarney segir þessa hjálp frá Stígamótum vera ástæðuna fyrir því að hún hafi lífsvilja í dag. Hér að neðan má sjá viðtalið við Bjarneyju og myndband af gjörningnum. Hér má sjá viðtalið við Bjarneyju Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Tæplega 60 þúsund manns hafa á tæpum sólarhring horft á myndband af listrænum gjörningi sem átti sér stað síðastliðinn laugardag fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjargötu á laugardag. Stígamót standa fyrir gjörningnum. Þar má sjá hóp kvenna stíga fram með tuskur og fötur og hefjast síðan handa við að þrífa stéttina fyrir framan héraðsdóm. Þær öskra og æpa á meðan þær ráðast af hörku á skít götunnar. Stígamót stendur nú fyrir söfnunarátaki sem ber heitið ,,Styttum svartnættið‘‘. Átakið gengur út á það að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stígamóta.Erna Ómarsdóttir er einn höfundur gjörningsinsVísir/GVAÞrif voru innblásturinn að gjörningnum Erna Ómarsdóttir, listdansstjóri Íslenska dansflokksins, bar ábyrgð á listrænni framkvæmd verksins í samvinnu við Ásrúnu Magnúsdóttur dansara. Í samtali við Vísi sagði Erna Ómarsdóttir að Stígamót hefðu haft samband við sig og beðið hana og Ásrúnu Magnúsdóttur að vinna að verkefninu með sér. Erna nefnir að þær hafi strax haft mikinn áhuga á að vinna verkefnið enda sé þetta málefni sem þær brenna fyrir. Dansarar Íslenska dansflokksins tóku þátt í verkefninu ásamt fórnarlömbum kynferðisofbeldis en í raun máttu allir þeir sem vildu taka þátt. Hugmyndin að verkinu kom þegar Erna prófaði að þrífa heimilið sitt með látum, með því að ýkja og stækka þær endurteknu hreyfingar sem fylgja þrifum. Erna bætti við öskrum og hárri öndun og þannig urðu þrifin stærri og fyrirferðameiri. ,,Maður frelsast eiginlega.‘‘ segir Erna og nefnir að hún hafi einmitt oft hugsað að það væri gaman að þrífa ýmsa staði sem hafi ekki góðan anda á þennan hátt. Þetta sé því einskonar nútíma særing. Erna nefnir að hún hafi hugsað þetta út frá því að konurnar séu ekki bara að þrífa skít heldur líka að hreinsa sálina og fá útrás fyrir allskonar pirringi, reiði og sorg. „Út frá þessari hugmynd þróuðum við allan gjörninginn. Hugmyndin var einmitt að þrífa saman, anda saman, öskra saman, dansa saman og faðmast. Við enduðum svo gjörninginn á gleðiöskri og föðmuðum húsið og reyndum að gefa því góða orku.“Hér að neðan má sjá mynband af gjörningnum.Tölurnar tákna tímannEins og sjá má í lok gjörningsins þá stíga nokkrar konur fram og draga fram spjald með áletruðum tölustaf. Samkvæmt Ernu standa þessir tölustafir fyrir þau ár sem liðu frá því að kynferðisofbeldið átti sér stað þar til að fórnarlömbin opnuðu sig og leituðu sér aðstoðar. Þarna má sjá tölur allt frá tveimur upp í 29. Stígamót birtu svo í dag myndband þar sem ein kvennana, Bjarney Rún Haraldsdóttir, sem tók þátt í gjörningnum stígur fram með sína sögu. Þetta er liður í verkefninu og munu Stígamót birta fleiri viðtöl við Stígamótafólk sem opnar sig um erfiða reynslu og varpa ábyrgðinni yfir á gerandann. Bjarney greinir frá því viðtalinu að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hún lýsir því hvernig hún hljóp út frá gerandanum, hágrátandi, öll marin og blá. Hún nefnir í viðtalinu hér að neðan að hjá Stígamótum hafi hún mætt miklum skilningi og lagt hafi verið áherslu á að skömmin sé ekki hennar. Þrátt fyrir þennan stuðning taki ávallt tíma að fara í gegnum þessar tilfinningar. Bjarney segir þessa hjálp frá Stígamótum vera ástæðuna fyrir því að hún hafi lífsvilja í dag. Hér að neðan má sjá viðtalið við Bjarneyju og myndband af gjörningnum. Hér má sjá viðtalið við Bjarneyju
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira