Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 15:53 Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt 21 árs gamlan mann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgunarbrot sem átti sér stað í vor. Var maðurinn einnig dæmdur til þess að greiða brotaþola milljón krónur í skaða- og miskabætur auk sakarkostnaðar. Málavextir voru þeir að brotaþoli átti afmæli umrætt kvöld og hafði haldið veislu í tilefni af því. Gerandinn var einn gesta í afmælisveislunni en brotaþoli þekkti hann ekki. Hafði hann komið í fylgd æskuvinar brotaþola. Eftir veisluna lögðu brotaþoli, æskuvinur hennar og gerandinn leið sína á dansleik og eftir að honum lauk leyfði brotaþoli mönnunum tveimur að gista á sófa á heimili hennar. Brotaþoli vaknaði síðar um nóttina við það að maðurinn var að hafa samræði við hana. Hún henti honum af sér og rak á dyr. Í framhaldi fór brotaþoli til skoðunar á neyðarmóttöku sjúkrahússins á Akureyri og formleg lögreglurannsókn hófst.Hefði átt að vita af samkynhneigð brotaþola Hinn ákærði neitaði staðfastlega sök fyrir dómi og sagði að um samfarir hefði verið að ræða, ekki nauðgun. Hún hafi verið vakandi og ekki spornað gegn verknaðinum fyrr en eftir drykklanga stund og hafi hann þá látið sig hverfa. Í dómi héraðsdóms Norðurlands vestra kemur fram að konan sem brotið var á sé samkynhneigð og að hún hafi talið að gerandanum hlyti að hafa verið það ljóst áður en hann framdi brotið. Hafi íbúð hennar verið skreytt regnbogafánum og allir vinir hennar, auk fjölskyldu, viti af samkynhneigð hennar. Í dómnum kemur fram að framburður brotaþola hafi verið trúverðugur og var hann því lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Þótti dómnum tveggja ára fangelsisvist hæfileg refsing, í ljósi alvarleika brotsins og þess að sakfelldi hafði aldrei sætt refsingu áður. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur dæmt 21 árs gamlan mann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgunarbrot sem átti sér stað í vor. Var maðurinn einnig dæmdur til þess að greiða brotaþola milljón krónur í skaða- og miskabætur auk sakarkostnaðar. Málavextir voru þeir að brotaþoli átti afmæli umrætt kvöld og hafði haldið veislu í tilefni af því. Gerandinn var einn gesta í afmælisveislunni en brotaþoli þekkti hann ekki. Hafði hann komið í fylgd æskuvinar brotaþola. Eftir veisluna lögðu brotaþoli, æskuvinur hennar og gerandinn leið sína á dansleik og eftir að honum lauk leyfði brotaþoli mönnunum tveimur að gista á sófa á heimili hennar. Brotaþoli vaknaði síðar um nóttina við það að maðurinn var að hafa samræði við hana. Hún henti honum af sér og rak á dyr. Í framhaldi fór brotaþoli til skoðunar á neyðarmóttöku sjúkrahússins á Akureyri og formleg lögreglurannsókn hófst.Hefði átt að vita af samkynhneigð brotaþola Hinn ákærði neitaði staðfastlega sök fyrir dómi og sagði að um samfarir hefði verið að ræða, ekki nauðgun. Hún hafi verið vakandi og ekki spornað gegn verknaðinum fyrr en eftir drykklanga stund og hafi hann þá látið sig hverfa. Í dómi héraðsdóms Norðurlands vestra kemur fram að konan sem brotið var á sé samkynhneigð og að hún hafi talið að gerandanum hlyti að hafa verið það ljóst áður en hann framdi brotið. Hafi íbúð hennar verið skreytt regnbogafánum og allir vinir hennar, auk fjölskyldu, viti af samkynhneigð hennar. Í dómnum kemur fram að framburður brotaþola hafi verið trúverðugur og var hann því lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Þótti dómnum tveggja ára fangelsisvist hæfileg refsing, í ljósi alvarleika brotsins og þess að sakfelldi hafði aldrei sætt refsingu áður.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira