Viðurkennir að myndin af þeim Bieber sé fölsuð en stendur við frásögnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2016 11:53 Sverrir Ómar Victorsson. Sverrir Ómar Victorsson, sem fullyrti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þeir Justin Bieber væru mestu mátar, viðurkennir að mynd sem hann birti af þeim vináttu þeirra til staðfestingar sé fölsuð. Þetta upplýsti hann í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Hann segist hafa verið fram á nótt að svara skilaboðum þar sem efast sé um að þeir Bieber þekkist yfir höfuð. Fréttastofa hefur ástæðu til að efast um frásögn Sverris í ljósi þessara upplýsinga. „Hef ég heyrt þetta?“ sagði Sverrir hikandi í Brennslunni í morgun aðspurður um gagnrýnisraddirnar. „Já ég er búinn að heyra þetta.“ Segist hafa fengið svar tveimur árum seinna Saga Sverris Ómars er í grófum dráttum á þá leið að árið 2013 hafi hann í eitt og hálft ár leitað að rétta netfanginu hjá réttum umboðsmanni Justin Bieber. Árið 2013 sendi hann Bieber tölvupóst og kynnti hann fyrir Íslandi. Tveimur árum síðar hafi Justin Bieber svo svarað honum, sagst myndu millilenda á Íslandi daginn eftir og spurt hvað hann ætti að skoða. Sverrir segist hafa mælt með Suðurlandinu en hann er sjálfur af Selfossi. Hann hafi efast um að um Justin Bieber væri að ræða en daginn eftir hafi hann vaknað og fjölmiðlar hafi verið fullir af fréttum um að Justin Bieber væri kominn til landsins. Ekki nóg með það heldur var stórbrotinn bílafloti sem sótti Sverri í skólann og vörðu þeir Justin í framhaldinu heilmiklum tíma saman. Hann hefði þó farið leynt með það til að glata ekki traustinu. Þeir hafi svo aftur hist fyrir tónleika Justins í Kórnum í sumar. Myndin fölsuð Máli sínu til sönnunar birti Sverrir fyrrnefnda mynd af þeim Bieber, sem nú kemur á daginn að er fölsuð. Ljósmyndari nokkur hafi „græjað myndina fyrir hann.“ „Raunverulega myndin af okkur má ekki fara í birtingu,“ segir Sverrir. Ástæðan sé sú að sú mynd sé tekin fyrir framan sumarbústað og eigandi bústaðarins hafi ekki gefið leyfi. Myndin sem Sverrir birti til að sanna vinátttu þeirra Justins. Í ljós er komið að hún er fölsuð. „Það fór ljósmyndari í það að reyna að fótósjoppa eitthvað drasl,“ segir Sverrir um fölsuðu myndina. Það komi honum illa núna, enda efist margir fyrir vikið um frásögn hans. Það sé óþægilegt. „Já, ég var vakandi til hálf þrjú í nótt að svara skilaboðum. Síminn stoppaði ekki. Mér leið eins og Bjarna Ben á tímabili að reyna að mynda ríkisstjórn.“ Fréttastofa hafði samband við foreldra Sverris í gærkvöldi og þótti þeim engin ástæða til að efast um frásögn Sverris. Ekki náðist í Sverri við vinnslu fréttarinnar. Viðtalið frá því í morgun má heyra í spilaranum að ofan. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Sverrir Ómar Victorsson, sem fullyrti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þeir Justin Bieber væru mestu mátar, viðurkennir að mynd sem hann birti af þeim vináttu þeirra til staðfestingar sé fölsuð. Þetta upplýsti hann í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Hann segist hafa verið fram á nótt að svara skilaboðum þar sem efast sé um að þeir Bieber þekkist yfir höfuð. Fréttastofa hefur ástæðu til að efast um frásögn Sverris í ljósi þessara upplýsinga. „Hef ég heyrt þetta?“ sagði Sverrir hikandi í Brennslunni í morgun aðspurður um gagnrýnisraddirnar. „Já ég er búinn að heyra þetta.“ Segist hafa fengið svar tveimur árum seinna Saga Sverris Ómars er í grófum dráttum á þá leið að árið 2013 hafi hann í eitt og hálft ár leitað að rétta netfanginu hjá réttum umboðsmanni Justin Bieber. Árið 2013 sendi hann Bieber tölvupóst og kynnti hann fyrir Íslandi. Tveimur árum síðar hafi Justin Bieber svo svarað honum, sagst myndu millilenda á Íslandi daginn eftir og spurt hvað hann ætti að skoða. Sverrir segist hafa mælt með Suðurlandinu en hann er sjálfur af Selfossi. Hann hafi efast um að um Justin Bieber væri að ræða en daginn eftir hafi hann vaknað og fjölmiðlar hafi verið fullir af fréttum um að Justin Bieber væri kominn til landsins. Ekki nóg með það heldur var stórbrotinn bílafloti sem sótti Sverri í skólann og vörðu þeir Justin í framhaldinu heilmiklum tíma saman. Hann hefði þó farið leynt með það til að glata ekki traustinu. Þeir hafi svo aftur hist fyrir tónleika Justins í Kórnum í sumar. Myndin fölsuð Máli sínu til sönnunar birti Sverrir fyrrnefnda mynd af þeim Bieber, sem nú kemur á daginn að er fölsuð. Ljósmyndari nokkur hafi „græjað myndina fyrir hann.“ „Raunverulega myndin af okkur má ekki fara í birtingu,“ segir Sverrir. Ástæðan sé sú að sú mynd sé tekin fyrir framan sumarbústað og eigandi bústaðarins hafi ekki gefið leyfi. Myndin sem Sverrir birti til að sanna vinátttu þeirra Justins. Í ljós er komið að hún er fölsuð. „Það fór ljósmyndari í það að reyna að fótósjoppa eitthvað drasl,“ segir Sverrir um fölsuðu myndina. Það komi honum illa núna, enda efist margir fyrir vikið um frásögn hans. Það sé óþægilegt. „Já, ég var vakandi til hálf þrjú í nótt að svara skilaboðum. Síminn stoppaði ekki. Mér leið eins og Bjarna Ben á tímabili að reyna að mynda ríkisstjórn.“ Fréttastofa hafði samband við foreldra Sverris í gærkvöldi og þótti þeim engin ástæða til að efast um frásögn Sverris. Ekki náðist í Sverri við vinnslu fréttarinnar. Viðtalið frá því í morgun má heyra í spilaranum að ofan.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira