Kvöldfréttir Stöðvar 2: "Miklu meira um að konur beiti ofbeldi en við höldum“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 15. nóvember 2016 13:16 Uppfært kl 18:Vegna sviptinga í stjórnmálunum í dag frestast þetta innslag, og verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 annað kvöld. Í kvöld hins vegar verður fjallað ítarlega um stöðuna sem upp er komin í pólitíkinni og í stúdíó mæta þau Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og ræða viðræðuslitin. Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og doktorsnemi við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna að það sé miklu meira um að konur beiti ofbeldi en almennt er talið. Hún segir að komið sé nóg af því að lítið sé gert úr upplifun drengja og karla á ofbeldi. Sigrún og Ingólfur Harðarson, frumkvöðlafræðingur og þolandi kynferðislegs ofbeldis í æsku, ræða kvenmiðaða umræðu um kynferðisofbeldi, hvernig öðruvísi sé tekið á móti drengjum en stúlkum sem stíga fram sem þolendur og hvað sé hægt að gera til að uppræta þetta samfélagsmein. Umræðan um kynferðisofbeldi hafi verið leidd af kvennahreyfingum í gegnum tíðina, sem útskýri kannski að einhverju leyti af hverju við erum svo langt á eftir þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi gegn drengjum. Þau, ásamt nemendum á heilbrigðisvisindasviði Háskólans á Akureyri, standa fyrir átaksverkefninu Blái Strengurinn, verkefni sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á því að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einn blár strengur af sex strengjum í gítarnum vísar því í einn af hverjum sex drengjum. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn hafa nú þegar lagt verkefninu lið með því að setja einn bláan streng í gítar sinn en þeir munu einnig taka virkan þátt í dagskrá ráðstefnu um efnið sem haldin verður þann 20. maí næstkomandi í Háskólanum á Akureyri með tónlistaratriðum. Ítarleg viðtöl við Sigrúnu og Ingólf, auk umfjöllunar um Einn bláan streng má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast, að vanda, á slaginu 18.30. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Uppfært kl 18:Vegna sviptinga í stjórnmálunum í dag frestast þetta innslag, og verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 annað kvöld. Í kvöld hins vegar verður fjallað ítarlega um stöðuna sem upp er komin í pólitíkinni og í stúdíó mæta þau Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, og ræða viðræðuslitin. Sigrún Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og doktorsnemi við Háskóla Íslands, segir rannsóknir sýna að það sé miklu meira um að konur beiti ofbeldi en almennt er talið. Hún segir að komið sé nóg af því að lítið sé gert úr upplifun drengja og karla á ofbeldi. Sigrún og Ingólfur Harðarson, frumkvöðlafræðingur og þolandi kynferðislegs ofbeldis í æsku, ræða kvenmiðaða umræðu um kynferðisofbeldi, hvernig öðruvísi sé tekið á móti drengjum en stúlkum sem stíga fram sem þolendur og hvað sé hægt að gera til að uppræta þetta samfélagsmein. Umræðan um kynferðisofbeldi hafi verið leidd af kvennahreyfingum í gegnum tíðina, sem útskýri kannski að einhverju leyti af hverju við erum svo langt á eftir þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi gegn drengjum. Þau, ásamt nemendum á heilbrigðisvisindasviði Háskólans á Akureyri, standa fyrir átaksverkefninu Blái Strengurinn, verkefni sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á því að einn af hverjum sex drengjum verður fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Einn blár strengur af sex strengjum í gítarnum vísar því í einn af hverjum sex drengjum. Fjölmargir íslenskir tónlistarmenn hafa nú þegar lagt verkefninu lið með því að setja einn bláan streng í gítar sinn en þeir munu einnig taka virkan þátt í dagskrá ráðstefnu um efnið sem haldin verður þann 20. maí næstkomandi í Háskólanum á Akureyri með tónlistaratriðum. Ítarleg viðtöl við Sigrúnu og Ingólf, auk umfjöllunar um Einn bláan streng má sjá í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast, að vanda, á slaginu 18.30.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira