Lögregla þurfti frá að hverfa eftir átök á heimili hælisleitenda í nótt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. nóvember 2016 10:25 Vísa átti Abdelwahab Saad, konu hans Fadilu Zakaria og börnum þeirra Hanif og Jónínu úr landi klukkan fimm í nótt. Bæði börn þeirra hjóna fæddust á Íslandi. Vinir fjölskyldunnar voru hjá þeim í nótt, ásamt fulltrúum fjölmiðla. Þegar lögreglu bar að garði var fjölmiðlum vísað frá og gestunum þar á eftir. Hringt var á fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, sem átti að hjálpa til við brottvísunina. Þegar fulltrúa barnaverndarnefndar bar að garði bað hann lögregluna hins vegar um að slá aðgerðinni á frest. Umsjónarmenn Facebook síðunnar Ekki fleiri brottvísanir tóku myndband á heimili fjölskyldunnar í nótt. Í því sést lögreglan biðja fjölmiðla og vinafólk að yfirgefa svæðið. „Fadila bauð gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að bera atburðinum vitni. Þegar lögreglan kom voru fjölmiðlarnir reknir út og gestirnir á eftir. Fadila fékk áfall og ópin hennar heyrðust langt útfyrir íbúðina,” segir í lýsingu við myndbandið.Myndbandið má í spilaranum hér fyrir ofan.Flúði Tógó fyrir tíu árum Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. Saad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014.Njóta ekki grundvallarmannréttinda á Ítalíu Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla. Tengdar fréttir Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Vísa átti Abdelwahab Saad, konu hans Fadilu Zakaria og börnum þeirra Hanif og Jónínu úr landi klukkan fimm í nótt. Bæði börn þeirra hjóna fæddust á Íslandi. Vinir fjölskyldunnar voru hjá þeim í nótt, ásamt fulltrúum fjölmiðla. Þegar lögreglu bar að garði var fjölmiðlum vísað frá og gestunum þar á eftir. Hringt var á fulltrúa frá barnaverndarnefnd Reykjanesbæjar, sem átti að hjálpa til við brottvísunina. Þegar fulltrúa barnaverndarnefndar bar að garði bað hann lögregluna hins vegar um að slá aðgerðinni á frest. Umsjónarmenn Facebook síðunnar Ekki fleiri brottvísanir tóku myndband á heimili fjölskyldunnar í nótt. Í því sést lögreglan biðja fjölmiðla og vinafólk að yfirgefa svæðið. „Fadila bauð gestum til sín til að veita sér styrk og fjölmiðlum til að bera atburðinum vitni. Þegar lögreglan kom voru fjölmiðlarnir reknir út og gestirnir á eftir. Fadila fékk áfall og ópin hennar heyrðust langt útfyrir íbúðina,” segir í lýsingu við myndbandið.Myndbandið má í spilaranum hér fyrir ofan.Flúði Tógó fyrir tíu árum Abdelwahab Saad flúði frá heimalandi sínu Togo fyrir tíu árum síðan vegna pólitískra ofsókna. Faðir hans var í stjórnarandstöðu á miklum umbrotatímum, í kjölfar andláts Gnassingbé Eyadéma sem hafði verið forseti landsins frá 1967 þegar hann lést árið 2005. Faðir Abdelwahab var í hópi þeirra sem vildu fá nýtt blóð í stjórnmálin í landinu. Í dag situr Faure Gnassingbé á forsetastóli, sonur Gnassingbé Eyadéma. Saad telur ekki öruggt fyrir sig að snúa aftur til heimalands síns. Hann hefur ekkert bakland og nær ekki sambandi við skyldmenni sín þar í landi. Saad flúði Togo til Ítalíu. Þar dvaldist hann í átta ár áður en hann fór til Svíþjóðar í einn mánuð og loks kom hann hingað til Íslands. Hann og kona hans, Fadila, hafa dvalið hér á landi í tvö ár. Þeim hefur verið synjað um vernd, en þau sóttu um hæli í júní 2014.Njóta ekki grundvallarmannréttinda á Ítalíu Vísir hefur undir höndum gögn í máli Saad og Fadila. Í beiðni um frestun réttaráhrifa í máli Saad kemur fram að norsk stjórnvöld hafi bent á að hælisleitendur njóti ekki grundvallamannréttinda á Ítalíu og að þeir einstaklingar sem hafi fengið stöðu flóttamanna í landinu hafi ekki aðgang að viðeigandi húsnæði eða stuðningi við að aðlagast samfélaginu. Einnig hafa norsk stjórnvöld mælst til þess að aðildarríki Dyflinarreglugerðarinnar muni ekki endursenda einstaklinga hælisleitendur til Ítalíu sem kæmu upprunalega frá Afríku, nema ítölsk stjórnvöld gætu sýnt fram á að þau gætu tryggt þeim viðeigandi aðbúnað. Þann fjórtánda júní síðastliðinn synjaði kærunefnd útlendingastofnunar beiðni þeirra um frestun réttarárhrifa á meðan hún þau með mál sitt fyrir dómstóla.
Tengdar fréttir Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Bíða brottvísunar: „Við erum orðin hluti af samfélaginu“ Tvær fjölskyldur bíða brottvísunar úr landi. Á meðal þeirra eru ung börn. Börn eru rúmlega helmingur flóttamanna í heiminum samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF. 7. september 2016 10:33