Stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins í 26 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2016 19:00 Pálína Gunnlaugsdóttir. Vísir/Stefán Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 46 stigum á móti Slóvakíu, 86-40, í undankeppni EM 2017 en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins án Helenu Sverrisdóttur í tólf ár. Liðið átti erfitt uppdráttar nánast frá fyrstu mínútu og voru þær slóvakísku of sterkar. Íslenskar landsliðskonur hafa ekki tapað stærra í meira en aldarfjórðung eða síðan íslenska liðið tapaði með 62 stigum á móti Danmörku 10. október 1990. Leikur íslenska liðsins var alls ekki nægilega góður og var liðið til að mynda með næstum því með jafnmarga tapaða bolta (33) og stig (40) í leiknum. Íslensku stelpurnar voru strax komnar tuttugu stigum undir eftir fyrsta leikhlutann, 26-6, þar sem einu stigin voru tvær þriggja stiga körfur hjá Pálínu Gunnlaugsdóttur. Besti leikhluti íslenska liðsins var annar leikhlutinn sem tapaðist með þremur stigum, 15-12. Munurinn var því 23 stig í hálfleik, 41-18, og róðurinn heldur betur þungur eftir fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Slóvakíska liðið gaf aftur í þeim seinni og vann þriðja leikhlutann 25-12 og fjórða leikhlutann 20-10. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst í íslenska liðinu með sjö stig en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir var næststigahæst með 6 stig og komu þau öll í fyrsta leikhlutanum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik í Slóvakíu í kvöld og skoruðu báðar sín fyrstu landsliðsstig í leiknum alveg eins og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir. Ísland mætir Portúgal í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið klukkan 19:30.Stig og tölfræði íslenska liðsins í leiknum:Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig, 3 stoðsendingar Pálína María Gunnlaugsdóttir 6 stig Gunnhildur Gunnarsdóttir 4 stig, 4 fráköst, 2 stolnir Hallveig Jónsdóttir 4 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 stig, 3 fráköst Ingunn Embla Kristínardóttir 3 stig Ingibjörg Jakobsdóttir 3 stig Sandra Lind Þrastardóttir 3 stig, 7 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 2 stig Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1 stig Körfubolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið tapaði með 46 stigum á móti Slóvakíu, 86-40, í undankeppni EM 2017 en þetta var fyrsti keppnisleikur liðsins án Helenu Sverrisdóttur í tólf ár. Liðið átti erfitt uppdráttar nánast frá fyrstu mínútu og voru þær slóvakísku of sterkar. Íslenskar landsliðskonur hafa ekki tapað stærra í meira en aldarfjórðung eða síðan íslenska liðið tapaði með 62 stigum á móti Danmörku 10. október 1990. Leikur íslenska liðsins var alls ekki nægilega góður og var liðið til að mynda með næstum því með jafnmarga tapaða bolta (33) og stig (40) í leiknum. Íslensku stelpurnar voru strax komnar tuttugu stigum undir eftir fyrsta leikhlutann, 26-6, þar sem einu stigin voru tvær þriggja stiga körfur hjá Pálínu Gunnlaugsdóttur. Besti leikhluti íslenska liðsins var annar leikhlutinn sem tapaðist með þremur stigum, 15-12. Munurinn var því 23 stig í hálfleik, 41-18, og róðurinn heldur betur þungur eftir fyrstu tuttugu mínútur leiksins. Slóvakíska liðið gaf aftur í þeim seinni og vann þriðja leikhlutann 25-12 og fjórða leikhlutann 20-10. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var stigahæst í íslenska liðinu með sjö stig en hún gaf einnig þrjár stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir var næststigahæst með 6 stig og komu þau öll í fyrsta leikhlutanum. Emelía Ósk Gunnarsdóttir og Thelma Dís Ágústsdóttir spiluðu sinn fyrsta A-landsleik í Slóvakíu í kvöld og skoruðu báðar sín fyrstu landsliðsstig í leiknum alveg eins og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir. Ísland mætir Portúgal í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið klukkan 19:30.Stig og tölfræði íslenska liðsins í leiknum:Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7 stig, 3 stoðsendingar Pálína María Gunnlaugsdóttir 6 stig Gunnhildur Gunnarsdóttir 4 stig, 4 fráköst, 2 stolnir Hallveig Jónsdóttir 4 stig Ragna Margrét Brynjarsdóttir 3 stig, 3 fráköst Ingunn Embla Kristínardóttir 3 stig Ingibjörg Jakobsdóttir 3 stig Sandra Lind Þrastardóttir 3 stig, 7 fráköst Berglind Gunnarsdóttir 2 stig Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2 stig Thelma Dís Ágústsdóttir 2 stig Emelía Ósk Gunnarsdóttir 1 stig
Körfubolti Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira