Brugðist við vanlíðan ungra feðra Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 1. nóvember 2016 14:30 Öllum feðrum með barn á fyrsta aldursári er velkomið að koma og kynna sér rannsókn og sálfræðslumeðferð sem Baldur Hannesson og Eva Sjöfn Helgadóttir vinna að á kynningarfundi í HR í dag. NORDICPHOTOs/GETTY Baldur Hannesson og Eva Sjöfn Helgadóttir vinna nú að lokaverkefni sínu til meistaranáms í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefnið er rannsókn sem snýst um að hanna meðferð eða fræðslu fyrir feður sem eiga barn á fyrsta aldursári. Þau Baldur og Eva Sjöfn munu halda fimm skipta sálfræðslu um einkenni kvíða, þunglyndis og streitu og nota til þess hugræna atferlismeðferð. Kynningartími verður haldinn í dag klukkan fimm í Háskólanum í Reykjavík í stofu M102. Baldur og Eva Sjöfn hvetja feður til að mæta í kynningartímann og athuga hvort þetta sé eitthvað sem þeir eru tilbúnir að taka þátt í. „Öllum feðrum með barn á fyrsta aldursári er velkomið að koma og kynna sér rannsóknina og sálfræðslumeðferðina ítarlega. Þátttaka þeirra er mjög mikilvæg fyrir feður framtíðarinnar og fyrir rannsóknir á þessu sviði,“ segir Baldur.Eva Sjöfn Helgadóttir og Baldur Hannesson vinna að lokaverkefni sínu til meistaranáms í klínískri sálfræði sem snýst um að hanna meðferð eða fræðslu fyrir feður sem eiga barn á fyrsta aldursári. Þau Baldur og Eva Sjöfn munu halda fimm skipta sálfræðslu um einkenni kvíða, þunglyndis og streitu og nota til þess hugræna atferlismeðferð. MYND/GVAEva Sjöfn bætir við að markmiðið með fræðslunni sé að kynna fyrir feðrum hvernig bregðast megi við vanlíðan eftir barnsburð. „Við vonumst til þess að námskeiðið dragi úr einkennum streitu, þunglyndis og kvíða ef þau er til staðar í upphafi en annars getur námskeiðið nýst þeim sem forvörn ef upp kemur vanlíðan síðar meir. Auk þess verða athugaðir aðrir þættir sem snúa að umhverfi feðranna eins og samband við maka, félagslegur stuðningur og lífsgæði,“ útskýrir hún. Aðspurð af hverju þau hafi ákveðið að gera þessa rannsókn segja þau að það að eignast barn sé mikil breyting í lífi allra og það að annast ungbarn sé oft og tíðum mjög krefjandi. „Það er vitað að streita og álag í lífi hvers og eins getur ýtt undir kvíða og þunglyndiseinkenni. Því er mjög mikilvægt að foreldrum, jafnt feðrum sem mæðrum, sé veittur stuðningur. Þetta er mikilvægt fyrir fjölskylduna alla og samfélagið í heild sinni,“ segir Eva Sjöfn. Baldur tekur undir þetta og segir helstu ástæðuna fyrir því að þau hafi ákveðið að fara af stað með þessa rannsókn vera fyrst og fremst þá að þau telji mikla þörf fyrir að halda utan um feður sérstaklega þegar þeir eru að taka sín fyrstu skref í nýju hlutverki. „Komið hefur í ljós að feður geta einnig þjáðst af streitu, kvíða og þunglyndi eftir barnsburð rétt eins og mæður og er þetta því vonandi skref í að auka við geðþjónustu fyrir feður. Námskeiðið er þó ekki eingöngu ætlað nýbökuðum feðrum heldur ætti það líka að nýtast þeim sem eiga barn fyrir,“ lýsir hann. Þau Eva Sjöfn og Baldur hafa ekki fundið neinar erlendar fyrirmyndir að námskeiðinu en segja það líklega eiga sínar skýringar í því að við sem þjóð stöndum mjög framarlega hvað varðar fæðingarorlof feðra og fleira og sé það kannski eðlileg þróun að við séum forsprakkar í því að sinna þessum stóra og mikilvæga hóp í lífi barna og mæðra. „Það eru margar mæður sem þjást af streitu, kvíða og/eða þunglyndi og því spyrjum við okkur, hvers vegna feður ættu ekki líka að upplifa svipaðar eða sömu tilfinningar. Við höldum að þetta sé hópur sem hefur ekki fengið næga þjónustu hér á landi,“ nefnir Baldur. „Feður eru þó annar af aðalumönnunaraðilum barnsins og því er mikilvægt að hjálpa feðrum sem eiga við tilfinningavanda að stríða. Við viljum að það verði vitundarvakning í þjóðfélaginu um að það sé mikilvægt að sinna feðrum jafnt sem mæðrum,“ segir Eva Sjöfn. Þau eru sammála um að það sé mikilvægt að allir geti gripið til verkfæra hugrænnar atferlismeðferðar þegar þeir finni fyrir vanlíðan þar sem hún hefur sýnt fram á góðan árangur á ýmsum sviðum. „Við vonum því að þessi sálfræðslumeðferð eigi eftir að gagnast þeim feðrum sem koma til okkar og að hún sýni fram á góðan árangur svo við getum haldið áfram með námskeiðið í framtíðinni.“ Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Sjá meira
Baldur Hannesson og Eva Sjöfn Helgadóttir vinna nú að lokaverkefni sínu til meistaranáms í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefnið er rannsókn sem snýst um að hanna meðferð eða fræðslu fyrir feður sem eiga barn á fyrsta aldursári. Þau Baldur og Eva Sjöfn munu halda fimm skipta sálfræðslu um einkenni kvíða, þunglyndis og streitu og nota til þess hugræna atferlismeðferð. Kynningartími verður haldinn í dag klukkan fimm í Háskólanum í Reykjavík í stofu M102. Baldur og Eva Sjöfn hvetja feður til að mæta í kynningartímann og athuga hvort þetta sé eitthvað sem þeir eru tilbúnir að taka þátt í. „Öllum feðrum með barn á fyrsta aldursári er velkomið að koma og kynna sér rannsóknina og sálfræðslumeðferðina ítarlega. Þátttaka þeirra er mjög mikilvæg fyrir feður framtíðarinnar og fyrir rannsóknir á þessu sviði,“ segir Baldur.Eva Sjöfn Helgadóttir og Baldur Hannesson vinna að lokaverkefni sínu til meistaranáms í klínískri sálfræði sem snýst um að hanna meðferð eða fræðslu fyrir feður sem eiga barn á fyrsta aldursári. Þau Baldur og Eva Sjöfn munu halda fimm skipta sálfræðslu um einkenni kvíða, þunglyndis og streitu og nota til þess hugræna atferlismeðferð. MYND/GVAEva Sjöfn bætir við að markmiðið með fræðslunni sé að kynna fyrir feðrum hvernig bregðast megi við vanlíðan eftir barnsburð. „Við vonumst til þess að námskeiðið dragi úr einkennum streitu, þunglyndis og kvíða ef þau er til staðar í upphafi en annars getur námskeiðið nýst þeim sem forvörn ef upp kemur vanlíðan síðar meir. Auk þess verða athugaðir aðrir þættir sem snúa að umhverfi feðranna eins og samband við maka, félagslegur stuðningur og lífsgæði,“ útskýrir hún. Aðspurð af hverju þau hafi ákveðið að gera þessa rannsókn segja þau að það að eignast barn sé mikil breyting í lífi allra og það að annast ungbarn sé oft og tíðum mjög krefjandi. „Það er vitað að streita og álag í lífi hvers og eins getur ýtt undir kvíða og þunglyndiseinkenni. Því er mjög mikilvægt að foreldrum, jafnt feðrum sem mæðrum, sé veittur stuðningur. Þetta er mikilvægt fyrir fjölskylduna alla og samfélagið í heild sinni,“ segir Eva Sjöfn. Baldur tekur undir þetta og segir helstu ástæðuna fyrir því að þau hafi ákveðið að fara af stað með þessa rannsókn vera fyrst og fremst þá að þau telji mikla þörf fyrir að halda utan um feður sérstaklega þegar þeir eru að taka sín fyrstu skref í nýju hlutverki. „Komið hefur í ljós að feður geta einnig þjáðst af streitu, kvíða og þunglyndi eftir barnsburð rétt eins og mæður og er þetta því vonandi skref í að auka við geðþjónustu fyrir feður. Námskeiðið er þó ekki eingöngu ætlað nýbökuðum feðrum heldur ætti það líka að nýtast þeim sem eiga barn fyrir,“ lýsir hann. Þau Eva Sjöfn og Baldur hafa ekki fundið neinar erlendar fyrirmyndir að námskeiðinu en segja það líklega eiga sínar skýringar í því að við sem þjóð stöndum mjög framarlega hvað varðar fæðingarorlof feðra og fleira og sé það kannski eðlileg þróun að við séum forsprakkar í því að sinna þessum stóra og mikilvæga hóp í lífi barna og mæðra. „Það eru margar mæður sem þjást af streitu, kvíða og/eða þunglyndi og því spyrjum við okkur, hvers vegna feður ættu ekki líka að upplifa svipaðar eða sömu tilfinningar. Við höldum að þetta sé hópur sem hefur ekki fengið næga þjónustu hér á landi,“ nefnir Baldur. „Feður eru þó annar af aðalumönnunaraðilum barnsins og því er mikilvægt að hjálpa feðrum sem eiga við tilfinningavanda að stríða. Við viljum að það verði vitundarvakning í þjóðfélaginu um að það sé mikilvægt að sinna feðrum jafnt sem mæðrum,“ segir Eva Sjöfn. Þau eru sammála um að það sé mikilvægt að allir geti gripið til verkfæra hugrænnar atferlismeðferðar þegar þeir finni fyrir vanlíðan þar sem hún hefur sýnt fram á góðan árangur á ýmsum sviðum. „Við vonum því að þessi sálfræðslumeðferð eigi eftir að gagnast þeim feðrum sem koma til okkar og að hún sýni fram á góðan árangur svo við getum haldið áfram með námskeiðið í framtíðinni.“
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Sjá meira