Settu þig í spor Guðna: Hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið? Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 16:50 Hvert þeirra á að fá umboðið? Vísir Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson? Kosningar 2016 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson?
Kosningar 2016 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira