Johnny Rotten segist hafa djammað með Vigdísi sem kemur af fjöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2016 12:00 Setja verður fyrirvara við frásögn Rotten af kvöldinu hans með Íslendingum í Kaupmannahöfn. Vísir John Lydon, sem áður var þekktur sem Johnny Rotten söngvari Sex Pistols, segist hafa uppgötvað að stjórnmálamenn gætu verið eins og venjulegt fólk þegar hann djammaði með forseta Íslands, fyrsta kvenforseta í lýðræðisríki, í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Greinilegt er að Rotten á við frú Vigdísi Finnbogadóttur sem kannast reyndar ekkert við fund þeirra Rotten þótt hún hafi verið mikið í Kaupmannahöfn á árunum 1996 til 2010. Rotten segir frá því í viðtali við Ólaf Pál Gunnarsson í Rokklandi á Rás tvö að hann hafi langað að koma í heimsókn til Íslands síðan hann skemmti sér óvænt með Íslendingum í Kaupmannahöfn árið 2010 eða 2011. Þar hafi Vigdís verið ásamt íslenskum þingmönnum.Sungu íslensk þjóðlög „Við hittum hana á bar í Kaupmannahöfn. Hún var frábær félagsskapur,“ segir Rotten. Hann hafi í fyrstu fylgst með úr fjarlægð þar sem Vigdís og þingmennirnir hafi sungið íslensk þjóðlög og svo hafi hann bæst í hópinn. Í framhaldinu hafi írsk þjóðlög einnig verið sungin.Rotten segir að þarna hafi hann í fyrsta skipti náð mannlegu sambandi við stjórnmálamenn. Síðan hafi hann langað að heimsækja Ísland og nú hafi hann loksins fengið tækifæri þegar opna átti pönksafn hér á landi. Vel hafi farið á því að það var opnað í klósetti en safnið var sem kunnugt er opnað í Núllinu í Bankastræti.Blaðamaður Daily Mail og Richard Branson fengu það einhvern veginn út að Anna Sigurlaug Pálsdóttir ætlaði út í geim. Um misskilning reyndist að ræða.VísirKannast ekkert við RottenVigdís Finnbogadóttir segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki muna eftir því að hafa verið með íslenskum þingmönnum á hótelbar í Kaupmannahöfn. „Eins og það hafði nú annars verið gaman!“ segir Vigdís og slær á létta strengi. „Ég var reyndar mikið í Kaupmannahöfn frá 1996 til 2010 í formannsstússi með hópnum sem kom upp Norðurbryggju og bjó þá í íbúð úti á Friðriksbergi - svo ég var óvart ekki í námunda við hótelbari.“ Vigdís segist vera fegin að Johnny Rotten beri „henni“ vel söguna. „Vona að þetta hafi verið einhver sem ég myndi vilja líkjast!“Ekki í fyrsta skipti Ljóst virðist vera að Rotten er að rugla Vigdísi saman við aðra íslenska konu en óljóst hver það gæti verið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskum framakonum er ruglað saman af erlendum stjörnum. Fræg er frétt Daily Mail sem fullyrti að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ætlaði út í geim. Það hafði miðillinn eftir Richard Branson. Í ljós kom að það var Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, sem hafði sýnt geimferðum áhuga en þau Branson munu vera nokkuð góðir vinir. Tengdar fréttir Johnny Rotten kemur fram á Iceland Airwaves Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, áður Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols, opnar íslenska Pönksafnið og kemur fram á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Sjá meira
John Lydon, sem áður var þekktur sem Johnny Rotten söngvari Sex Pistols, segist hafa uppgötvað að stjórnmálamenn gætu verið eins og venjulegt fólk þegar hann djammaði með forseta Íslands, fyrsta kvenforseta í lýðræðisríki, í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. Greinilegt er að Rotten á við frú Vigdísi Finnbogadóttur sem kannast reyndar ekkert við fund þeirra Rotten þótt hún hafi verið mikið í Kaupmannahöfn á árunum 1996 til 2010. Rotten segir frá því í viðtali við Ólaf Pál Gunnarsson í Rokklandi á Rás tvö að hann hafi langað að koma í heimsókn til Íslands síðan hann skemmti sér óvænt með Íslendingum í Kaupmannahöfn árið 2010 eða 2011. Þar hafi Vigdís verið ásamt íslenskum þingmönnum.Sungu íslensk þjóðlög „Við hittum hana á bar í Kaupmannahöfn. Hún var frábær félagsskapur,“ segir Rotten. Hann hafi í fyrstu fylgst með úr fjarlægð þar sem Vigdís og þingmennirnir hafi sungið íslensk þjóðlög og svo hafi hann bæst í hópinn. Í framhaldinu hafi írsk þjóðlög einnig verið sungin.Rotten segir að þarna hafi hann í fyrsta skipti náð mannlegu sambandi við stjórnmálamenn. Síðan hafi hann langað að heimsækja Ísland og nú hafi hann loksins fengið tækifæri þegar opna átti pönksafn hér á landi. Vel hafi farið á því að það var opnað í klósetti en safnið var sem kunnugt er opnað í Núllinu í Bankastræti.Blaðamaður Daily Mail og Richard Branson fengu það einhvern veginn út að Anna Sigurlaug Pálsdóttir ætlaði út í geim. Um misskilning reyndist að ræða.VísirKannast ekkert við RottenVigdís Finnbogadóttir segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki muna eftir því að hafa verið með íslenskum þingmönnum á hótelbar í Kaupmannahöfn. „Eins og það hafði nú annars verið gaman!“ segir Vigdís og slær á létta strengi. „Ég var reyndar mikið í Kaupmannahöfn frá 1996 til 2010 í formannsstússi með hópnum sem kom upp Norðurbryggju og bjó þá í íbúð úti á Friðriksbergi - svo ég var óvart ekki í námunda við hótelbari.“ Vigdís segist vera fegin að Johnny Rotten beri „henni“ vel söguna. „Vona að þetta hafi verið einhver sem ég myndi vilja líkjast!“Ekki í fyrsta skipti Ljóst virðist vera að Rotten er að rugla Vigdísi saman við aðra íslenska konu en óljóst hver það gæti verið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem íslenskum framakonum er ruglað saman af erlendum stjörnum. Fræg er frétt Daily Mail sem fullyrti að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ætlaði út í geim. Það hafði miðillinn eftir Richard Branson. Í ljós kom að það var Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, sem hafði sýnt geimferðum áhuga en þau Branson munu vera nokkuð góðir vinir.
Tengdar fréttir Johnny Rotten kemur fram á Iceland Airwaves Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, áður Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols, opnar íslenska Pönksafnið og kemur fram á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves. 20. október 2016 07:00 Mest lesið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Menning Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Sjá meira
Johnny Rotten kemur fram á Iceland Airwaves Enski tónlistarmaðurinn John Lydon, áður Johnny Rotten úr pönksveitinni Sex Pistols, opnar íslenska Pönksafnið og kemur fram á Airwords, bókmenntadagskrá Iceland Airwaves. 20. október 2016 07:00