Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur Guðmundsson lenti upp á kant við Wilbek sem hætti og nú er Guðmundur að hætta líka. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti