Þýskir fjölmiðlar: Dagur gæti hætt næsta sumar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2016 09:30 Dagur hefur náð frábærum árangri með þýska landsliðið. vísir/getty Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi. Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar fullyrða í dag að Dagur Sigurðsson gæti ákveðið að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands næsta sumar. Dagur tók við landsliði Þýskalands fyrir rúmum tveimur árum síðan en liðið hafði þá verið í mikilli lægð undanfarin ár. Hann kom liðinu í 8-liða úrslit HM 2015 í Katar og gerði það svo að Evrópumeisturum í upphafi ársins. Þýskaland vann svo til bronsverðlauna undir hans stjórn á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Það er þýska tímaritið Handball Inside sem greinir frá þessu. Samkvæmt heimildum blaðsins gera forráðamenn þýska handknattleikssambandsins ráð fyrir því að Dagur hætti starfi sínu sem landsliðsþjálfari í síðasta lagi næsta sumar. Dagur er samningsbundinn þýska sambandinu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2020 en báðir aðilar eiga þann kost að segja honum upp fyrir 30. júní í sumar. „Ég vil ekkert segja um þetta,“ sagði Mark Schober við fyrirspurn tímaritsins en Bob Hanning, varaforseti sambandsins og samstarfsmaður Dags til margra ára hjá Füchse Berlín, segir að sambandið eigi nú í viðræðum við Dag.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/Getty„Það kemur ekki á óvart að Dagur sé einn eftirsóttasti þjálfari heims eftir Evrópumeistaratitilinn og bronsið í Ríó. Dagur veit hvar hann hefur þýska sambandið og öfugt. Það mun meira koma í ljós á næstu vikum,“ sagði Hanning. Sjálfur sagði Dagur í samtali við Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann 365, fyrir helgi að það væri klásúla í samningi hans um að aðilar myndu setjast niður á þessum tímapunkti. Þar gaf hann til kynna að önnur lið hefðu áhuga á honum, rétt eins og Hanning hefur gert í morgun.Viðtal Gaupa við Dag má sjá hér að neðan.„Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ sagði Dagur og bætti því við að starfið hafi ekki verið dans á rósum. „Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið.“ Fram kemur í áðurnefndri grein Handball Inside að Dagur sé sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá upphafi.
Handbolti Tengdar fréttir Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11 Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Dagur segir óvíst hvort hann verði áfram með þýska landsliðið. Það geti farið í allar áttir. 21. október 2016 19:11
Ísland getur áfram verið í hópi tíu bestu Dagur Sigurðsson hefur fulla trú á því að íslenska landsliðið geti komist í gegnum lægðina sem það er í og verið á meðal tíu bestu þjóða heims. Strákar hér heima þurfa að vera fullmótaðir áður en þeir fara út. 22. október 2016 06:00