Situr Ísland eftir í fjórðu iðnbyltingunni? Jóhann Þór Jónsson skrifar 9. nóvember 2016 12:24 Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Hingað til lands koma ferðamenn frá öllum heimshornum til að upplifa einstaka náttúru og taka þátt í fjölbreyttu menningarlífi og þeim fjölgar stöðugt. Ef við ætlum okkur að nýta öll tækifærin sem þeim fylgja er mikilvægt að hér séu til staðar öflugir samgönguinnviðir því án þeirra verðum við af verðmætum möguleikum til uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra. Þessa sömu mynd má draga upp fyrir aðra atvinnugrein hér á landi en það er gagnaversiðnaðurinn.Ísland: áhugaverðasta landið í Evrópu Það eru nefnilega ekki bara ferðamenn sem horfa hýrum augum til Íslands heldur einnig þeir sem leita að staðsetningu fyrir gagnaver. Með nýlegri lagasetningu var kveðið skýrar á um skyldur viðskiptavina gagnavera en með þessari lagabreytingu jókst samkeppnishæfni íslenska gagnaversiðnaðarins til muna og er Ísland nú loks orðinn góður kostur fyrir erlenda aðila samanborið við lönd á borð við Frakkland, Bretland og Írland. Það er raunar svo að Boston Consulting Group metur Ísland sem áhugaverðasta landið í Evrópu fyrir uppsetningu gagnavera og þegar horft er á heiminn allan er Ísland þar í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum. Sagan er þó ekki öll sögð þar. Þetta sama greiningarfyrirtæki setur Ísland einungis í 15. sæti þegar horft er til gagnatenginga. Með öðrum orðum metur greiningarfyrirtækið það þannig að upplýsingahraðbrautin til Íslands sé svo gott sem lokuð. En hvað veldur þessum sleggjudómi?Eins og flugfélag sem fyllir bara 5% sætanna Á Íslandi sér einn aðili um rekstur gagnatenginga til og frá landinu og staðreyndin er einfaldlega sú að það kostar of mikið að ferðast um þær. Þetta háa verðlag veldur því einnig að hér notum við einungis 5% afkastagetunnar sem gagnatengingarnar okkar bera. Þessu mætti líkja við að hér væri starfrækt eitt flugfélag sem hagaði verðlagi sínu þannig að einungis 5% sætanna væru nýtt í hverri flugferð. Með háu verðlagi tryggir flugfélagið vissulega afkomu sína en takmarkar um leið fjölda ferðamanna til landsins og þau tækifæri sem fylgja komu þeirra. Nágrannalönd okkar vinna nú hörðum höndum að uppbyggingu öflugs gagnaversiðnaðar og eru strax farin að njóta góðs af iðnaði sem byggir á grænni orku, nýjum hátæknistörfum og notendum á raforku sem greiða talsvert meira en hin hefðbundna stóriðja. Bein erlend fjárfesting Facebook í Svíþjóð nemur þannig um 1,5 milljörðum sænskra króna (18,5 milljarðar ISK) og eru áhrif þeirrar fjárfestingar á sænskan efnahag metin á 9 milljarða sænskra króna (111 milljarðar ISK). Á 10 ára tímabili er talið að fjárfestingin muni skapa 4.500 starfsár í beinum, óbeinum og afleiddum störfum.Nýtum tækifærin sem fjórða iðnbyltingin ber í skauti Við stöndum nú á krossgötum þar sem tækifæri til sóknar í tækni og nýsköpun blasa við. Ef ekkert verður aðhafst munum við sitja á hliðarlínunni og fylgjast með nágrannalöndum okkar njóta góðs af fjórðu iðnbyltingunni sem þegar er hafin. Samtök gagnavera kalla því eftir skýrri stefnu nýrra stjórnvalda um það hvernig nýta á tækifærin sem standa Íslandi til boða. Í því samhengi hvetja samtökin til tafarlausrar leiðréttingar á þeirri stöðu sem ríkir á íslenskum gagnaflutningsmarkaði. Slík aðgerð myndi skila ríkinu og íslensku samfélagi mun meiri ávinningi en núverandi fyrirkomulag gerir. Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun