Sjötíu sótt um hæli í nóvember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2016 20:15 Að meðaltali sækja 2-3 hælisleitendur um vernd hér á landi á dag. Fyrstu viku nóvembermánaðar hafa um 70 manns sótt um hæli og er heildarfjöldi umsókna á árinu nú um 830 talsins. Útlendingastofnun gerir ráð fyrir enn fleiri hælisleitendum til landsins í kvöld. „Við tókum á móti tvö hundruð og einni umsókn í október og erum komin í 830 umsóknir það sem af er ári,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengi forstjóra Útlendingastofnunar. Rúmur helmingur þeirra sem sóttu um hæli í október voru makedónskir ríkisborgarar, að stórum hluta fjölskyldur. Ekkert lát virðist vera á fjölgun umsækjenda um vernd en um 70 komu til landsins í fyrstu viku nóvembermánaðar. Útlit er því fyrir að fjöldinn í lok árs fari fram úr spá Útlendingastofnunar fyrir árið 2016. Fjöldinn sé farin að taka verulega á Útlendingastofnun. „Þetta haust hefur verið með mjög skarpri aukningu. Ef þetta heldur svona áfram förum við yfir þúsund umsóknir á þessu ári,“ segir Þorsteinn. Síðastliðinn sunnudag komu rúmlega 40 hælisleitandur í einni vél til landsins frá Ungverjalandi og sóttu um hæli. Allir einstaklingarnir eru frá Balkan-ríkjunum og dvelja á hótelum eða gistiheimilum enda húsnæðisúrræði Útlendingastofnunar yfirfull. í dag dvelja um 200 hælisleitendur á hótelum og gistiheimilum á Íslandi. „Það er orðið erfitt að útvega gistingu og það er ekki það mikið af föstum rýmum hjá okkur. Þegar aukningin er svona mikil þurfum við að vera dugleg við að finna önnur úrræði. Undanfarið hefur það verið mikið á hótel og gistiheimili,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að Útlendingastofnun sé viðbúin því að fleiri sæki um hæli í kvöld. „Við höfum séð það að sunnudagar og miðvikudagar eru mjög stórir dagar hjá okkur sem tengist ákveðnum flugleiðum hér til lands sem tengjast þessu landsvæði í Evrópu. Það er að segja Balkanríkin,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Að meðaltali sækja 2-3 hælisleitendur um vernd hér á landi á dag. Fyrstu viku nóvembermánaðar hafa um 70 manns sótt um hæli og er heildarfjöldi umsókna á árinu nú um 830 talsins. Útlendingastofnun gerir ráð fyrir enn fleiri hælisleitendum til landsins í kvöld. „Við tókum á móti tvö hundruð og einni umsókn í október og erum komin í 830 umsóknir það sem af er ári,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengi forstjóra Útlendingastofnunar. Rúmur helmingur þeirra sem sóttu um hæli í október voru makedónskir ríkisborgarar, að stórum hluta fjölskyldur. Ekkert lát virðist vera á fjölgun umsækjenda um vernd en um 70 komu til landsins í fyrstu viku nóvembermánaðar. Útlit er því fyrir að fjöldinn í lok árs fari fram úr spá Útlendingastofnunar fyrir árið 2016. Fjöldinn sé farin að taka verulega á Útlendingastofnun. „Þetta haust hefur verið með mjög skarpri aukningu. Ef þetta heldur svona áfram förum við yfir þúsund umsóknir á þessu ári,“ segir Þorsteinn. Síðastliðinn sunnudag komu rúmlega 40 hælisleitandur í einni vél til landsins frá Ungverjalandi og sóttu um hæli. Allir einstaklingarnir eru frá Balkan-ríkjunum og dvelja á hótelum eða gistiheimilum enda húsnæðisúrræði Útlendingastofnunar yfirfull. í dag dvelja um 200 hælisleitendur á hótelum og gistiheimilum á Íslandi. „Það er orðið erfitt að útvega gistingu og það er ekki það mikið af föstum rýmum hjá okkur. Þegar aukningin er svona mikil þurfum við að vera dugleg við að finna önnur úrræði. Undanfarið hefur það verið mikið á hótel og gistiheimili,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að Útlendingastofnun sé viðbúin því að fleiri sæki um hæli í kvöld. „Við höfum séð það að sunnudagar og miðvikudagar eru mjög stórir dagar hjá okkur sem tengist ákveðnum flugleiðum hér til lands sem tengjast þessu landsvæði í Evrópu. Það er að segja Balkanríkin,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira