Leiðtogarnir slaka á eftir baráttuna: Bjarni konditor, sveitin og hljómsveitaræfingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 13:12 Það er misjafnt hvað leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem náðu sæti á þing ætla að gera til að slaka á eftir strembna og snarpa kosningabaráttu. Leiðtogarnir mættu í viðtal til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2, í hádegisfréttum. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra fer á fund Forseta seinna í dag og biður lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Hann segist þó vilja komast eitthvað heim í sveitina. „Ætli ég reyni ekki að skjótast austur,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann segist vilja komast í hesthús og labba um í náttúrunni. „Það eru verkefni framundan og við þurfum að starfa sem starfstjórn. Svo er verkefni að koma saman ríkisstjórn sem fyrst.“ Björn Leví Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður og fulltrúi Pírata í þættinum, virtist hafa lítinn tíma til að slaka á. „Frítíma?“ sagði hann hvumsi við fyrirspurn Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2. „Það verður nóg að gera,“ sagði Björn en stjórnarmyndunarviðræður virtust vera honum ofarlega í huga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnBjarni konditorÞví næst spurði Heimir Már hvað Bjarni Benediktsson hygðist gera. „Þú ert nú þekktur fyrir kökubakstur,“ sagði Heimir. „Ég hef verið að segja við menn að þetta hafi gengið of langt. Ég er meiri kökuskreytingamaður,“ svaraði Bjarni „Já svona konditor“ skaut Heimir þá inn í og vakti lukku viðstaddra. „Þú losnar aldrei við þetta, Bjarni kondítor!“ sagði Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Kökuskreytingar virðast þó ekki vera á dagskrá Bjarna í dag, en hann sagðist stefna á að taka til í bílskúrnum heima hjá sér. Sjálf sagðist Katrín hlakka mest til að hitta syni sína. „Þeim fannst árangurinn ekki nógu góður. Þeim fannst ég eiga að fá milljón atkvæði miðað við hvað ég er búin að vera mikið í burtu,“ sagði Katrín.Fjölskylduboð og hljómsveitaræfingar Benedikt Jóhannesson sagðist myndu fagna góðum árangri með fjölskyldu sinni og spurði Bjarni þá hvort stórfjölskyldunni yrði boðið, en þeir Benedikt eru frændur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar hafði frumlegustu áformin. Hann ætli fyrst að hitta félaga sína í þingflokki Bjartrar Framtíðar, en svo fer hann á fullt í hljómsveitaræfingum. „Það er búið að bóka svolítið af tónleikum. Airwaves er í næstu viku þannig að ég er líklega á leið á rokkæfingu í kvöld,“ sagði Óttarr. Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Sjá meira
Það er misjafnt hvað leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem náðu sæti á þing ætla að gera til að slaka á eftir strembna og snarpa kosningabaráttu. Leiðtogarnir mættu í viðtal til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2, í hádegisfréttum. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra fer á fund Forseta seinna í dag og biður lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Hann segist þó vilja komast eitthvað heim í sveitina. „Ætli ég reyni ekki að skjótast austur,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann segist vilja komast í hesthús og labba um í náttúrunni. „Það eru verkefni framundan og við þurfum að starfa sem starfstjórn. Svo er verkefni að koma saman ríkisstjórn sem fyrst.“ Björn Leví Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður og fulltrúi Pírata í þættinum, virtist hafa lítinn tíma til að slaka á. „Frítíma?“ sagði hann hvumsi við fyrirspurn Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2. „Það verður nóg að gera,“ sagði Björn en stjórnarmyndunarviðræður virtust vera honum ofarlega í huga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnBjarni konditorÞví næst spurði Heimir Már hvað Bjarni Benediktsson hygðist gera. „Þú ert nú þekktur fyrir kökubakstur,“ sagði Heimir. „Ég hef verið að segja við menn að þetta hafi gengið of langt. Ég er meiri kökuskreytingamaður,“ svaraði Bjarni „Já svona konditor“ skaut Heimir þá inn í og vakti lukku viðstaddra. „Þú losnar aldrei við þetta, Bjarni kondítor!“ sagði Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Kökuskreytingar virðast þó ekki vera á dagskrá Bjarna í dag, en hann sagðist stefna á að taka til í bílskúrnum heima hjá sér. Sjálf sagðist Katrín hlakka mest til að hitta syni sína. „Þeim fannst árangurinn ekki nógu góður. Þeim fannst ég eiga að fá milljón atkvæði miðað við hvað ég er búin að vera mikið í burtu,“ sagði Katrín.Fjölskylduboð og hljómsveitaræfingar Benedikt Jóhannesson sagðist myndu fagna góðum árangri með fjölskyldu sinni og spurði Bjarni þá hvort stórfjölskyldunni yrði boðið, en þeir Benedikt eru frændur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar hafði frumlegustu áformin. Hann ætli fyrst að hitta félaga sína í þingflokki Bjartrar Framtíðar, en svo fer hann á fullt í hljómsveitaræfingum. „Það er búið að bóka svolítið af tónleikum. Airwaves er í næstu viku þannig að ég er líklega á leið á rokkæfingu í kvöld,“ sagði Óttarr.
Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Sjá meira