Leiðtogarnir slaka á eftir baráttuna: Bjarni konditor, sveitin og hljómsveitaræfingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2016 13:12 Það er misjafnt hvað leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem náðu sæti á þing ætla að gera til að slaka á eftir strembna og snarpa kosningabaráttu. Leiðtogarnir mættu í viðtal til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2, í hádegisfréttum. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra fer á fund Forseta seinna í dag og biður lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Hann segist þó vilja komast eitthvað heim í sveitina. „Ætli ég reyni ekki að skjótast austur,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann segist vilja komast í hesthús og labba um í náttúrunni. „Það eru verkefni framundan og við þurfum að starfa sem starfstjórn. Svo er verkefni að koma saman ríkisstjórn sem fyrst.“ Björn Leví Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður og fulltrúi Pírata í þættinum, virtist hafa lítinn tíma til að slaka á. „Frítíma?“ sagði hann hvumsi við fyrirspurn Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2. „Það verður nóg að gera,“ sagði Björn en stjórnarmyndunarviðræður virtust vera honum ofarlega í huga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnBjarni konditorÞví næst spurði Heimir Már hvað Bjarni Benediktsson hygðist gera. „Þú ert nú þekktur fyrir kökubakstur,“ sagði Heimir. „Ég hef verið að segja við menn að þetta hafi gengið of langt. Ég er meiri kökuskreytingamaður,“ svaraði Bjarni „Já svona konditor“ skaut Heimir þá inn í og vakti lukku viðstaddra. „Þú losnar aldrei við þetta, Bjarni kondítor!“ sagði Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Kökuskreytingar virðast þó ekki vera á dagskrá Bjarna í dag, en hann sagðist stefna á að taka til í bílskúrnum heima hjá sér. Sjálf sagðist Katrín hlakka mest til að hitta syni sína. „Þeim fannst árangurinn ekki nógu góður. Þeim fannst ég eiga að fá milljón atkvæði miðað við hvað ég er búin að vera mikið í burtu,“ sagði Katrín.Fjölskylduboð og hljómsveitaræfingar Benedikt Jóhannesson sagðist myndu fagna góðum árangri með fjölskyldu sinni og spurði Bjarni þá hvort stórfjölskyldunni yrði boðið, en þeir Benedikt eru frændur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar hafði frumlegustu áformin. Hann ætli fyrst að hitta félaga sína í þingflokki Bjartrar Framtíðar, en svo fer hann á fullt í hljómsveitaræfingum. „Það er búið að bóka svolítið af tónleikum. Airwaves er í næstu viku þannig að ég er líklega á leið á rokkæfingu í kvöld,“ sagði Óttarr. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Það er misjafnt hvað leiðtogar stjórnmálaflokkanna sem náðu sæti á þing ætla að gera til að slaka á eftir strembna og snarpa kosningabaráttu. Leiðtogarnir mættu í viðtal til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2, í hádegisfréttum. Sigurður Ingi Jóhannesson forsætisráðherra fer á fund Forseta seinna í dag og biður lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Hann segist þó vilja komast eitthvað heim í sveitina. „Ætli ég reyni ekki að skjótast austur,“ sagði Sigurður Ingi í hádegisfréttum Stöðvar 2. Hann segist vilja komast í hesthús og labba um í náttúrunni. „Það eru verkefni framundan og við þurfum að starfa sem starfstjórn. Svo er verkefni að koma saman ríkisstjórn sem fyrst.“ Björn Leví Gunnarsson, nýkjörinn þingmaður og fulltrúi Pírata í þættinum, virtist hafa lítinn tíma til að slaka á. „Frítíma?“ sagði hann hvumsi við fyrirspurn Heimis Más Péturssonar, fréttamanns Stöðvar 2. „Það verður nóg að gera,“ sagði Björn en stjórnarmyndunarviðræður virtust vera honum ofarlega í huga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnBjarni konditorÞví næst spurði Heimir Már hvað Bjarni Benediktsson hygðist gera. „Þú ert nú þekktur fyrir kökubakstur,“ sagði Heimir. „Ég hef verið að segja við menn að þetta hafi gengið of langt. Ég er meiri kökuskreytingamaður,“ svaraði Bjarni „Já svona konditor“ skaut Heimir þá inn í og vakti lukku viðstaddra. „Þú losnar aldrei við þetta, Bjarni kondítor!“ sagði Katrin Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Kökuskreytingar virðast þó ekki vera á dagskrá Bjarna í dag, en hann sagðist stefna á að taka til í bílskúrnum heima hjá sér. Sjálf sagðist Katrín hlakka mest til að hitta syni sína. „Þeim fannst árangurinn ekki nógu góður. Þeim fannst ég eiga að fá milljón atkvæði miðað við hvað ég er búin að vera mikið í burtu,“ sagði Katrín.Fjölskylduboð og hljómsveitaræfingar Benedikt Jóhannesson sagðist myndu fagna góðum árangri með fjölskyldu sinni og spurði Bjarni þá hvort stórfjölskyldunni yrði boðið, en þeir Benedikt eru frændur. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar hafði frumlegustu áformin. Hann ætli fyrst að hitta félaga sína í þingflokki Bjartrar Framtíðar, en svo fer hann á fullt í hljómsveitaræfingum. „Það er búið að bóka svolítið af tónleikum. Airwaves er í næstu viku þannig að ég er líklega á leið á rokkæfingu í kvöld,“ sagði Óttarr.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira