Er starf tónlistarskólakennara minna virði en annarra kennara? Þórunn Elfa Stefánsdóttir skrifar 31. október 2016 10:23 Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í eitt ár. Fólk gæti spurt sig hvers vegna það sé. Viljum við fá svona mikið, erum við bara gráðug? Svarið við þessu er einfaldlega nei. Við viljum standa jafnfætis öðrum kennurum í launum. Sveitarfélögin hafa lýst því yfir að fólk í sambærilegri vinnu með sambærilega menntun eigi að njóta sömu launakjara. Um þetta snýst kjarabarátta okkar. Lengi stóðum við jafnfætis grunnsólakennurum en það breyttist 2008. Við vorum síðust til að semja og því miður var kreppan komin á fullt skrið og því sátum við eftir, við áttum að fá það bætt síðar. Við höfum hins vegar ekki fengið það bætt, þrátt fyrir 5 vikna verkfall haustið 2014. Viðsemjendum okkar virðist þykja okkar starf minna mikilvægt en annarra kennara. Ég get varla orðað það hversu mjög mér sárna þessi skilaboð sem sveitarfélögin senda mér og öðrum tónlistarskólakennurum. Að mæta í vinnuna á hverjum degi, gefa af mér, miðla til nemenda með það á bakinu að ég sé minna virði en aðrir kennarar vegna þess að ég kenni tónlist, fag sem ég hef menntað mig í síðan ég var 11 ára gömul. Ég neita að trúa og hreinlega efast um að þetta sé raunveruleg skoðun sveitarfélaganna almennt. Nú starfa ég úti á landi þar sem þrjú sveitarfélög standa að tónlistarskólanum. Þessi sveitarfélög hafa staðið þétt við bakið á okkar skóla, jafnvel í kreppunni. Tónlistarskólinn er stolt sveitarfélaganna sem að honum standa og taka nemendur okkar virkan þátt í hinum ýmsu viðburðum innan sveitarfélaganna sem og utan. Íbúar sveitarfélaganna eru líka stoltir af tónlistarskólanum og því starfi sem er unnið þar enda eitt af því sem skiptir miklu máli þegar fólk ákveður hvar það vill búa. Þetta vita sveitarfélögin. Að fá góða og vel menntaða kennara til starfa, sérstaklega úti á landi, er ekki sjálfsagt mál. Af hverju ætti okkar starf að vera minna virði en annarra kennara? Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Starf tónlistarskólakennarans er fjölbreytt í meira lagi. Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Við kennum nemendum allt frá leikskólaaldri til ellilífeyrisþega. Við kennum nemendum í hópum og einkatímum. Tónlistarskólakennari í fullu starfi getur verið með allt frá 10 nemendum upp í nokkra tugi, allt eftir því hvort nemendur eru í fullu námi, hálfu námi eða hvort kennarinn sinni líka hópkennslu. Kennslan hjá okkur getur byrjað klukkan átta að morgni og varað langt fram eftir kvöldi og það allt sama daginn. Vinnan getur jafnvel teygt sig yfir á helgarnar líka. Við sinnum undirbúningi fyrir kennslu, samskiptum við foreldra og tónleikahaldi svo fátt eitt sé talið. Það er augljóst að í tónlistarskólanum lærir nemandinn á hljóðfæri og tengdar greinar en það er bara svo mikið meira sem nemandinn tekur með sér eftir tónlistarnám. Nemandinn lærir aga, sjálfstæð vinnubrögð sem og samvinnu. Hann lærir samhengið milli vinnu og árangurs og eitt það mikilvægasta, hann öðlast aukið sjálfstraust. Það ætti að vera hverjum manni augljóst að kennarar, hvort sem það eru tónlistarskólakennarar, eða aðrir kennarar, eru gríðarlega mikilvæg stétt. Þeir eru með framtíðina okkar í höndum sér, mennta og móta þá sem taka við. Við hljótum því að spyrja okkur hverja við viljum fá til að kenna börnunum okkar. Viljum við vel menntað fólk sem hefur raunverulegan áhuga á starfinu. Fólk sem kemur til vinnu fullt af eldmóði, með mikla þekkingu og nám að baki og síðast en ekki síst hæfni til að miðla áfram til nemenda? Flestir hljóta að svara þessu játandi. Í stétt tónlistarskólakennara sem og öðrum kennarastéttum hefur ekki orðið mikil nýliðun. Ungt fólk sækir síður í þetta starf og fólk leitar á önnur mið. Launin vega þar einna þyngst, það er staðreynd. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Það sem mér gremst einna mest í þessari kjarabaráttu er að þurfa enn og aftur að verja starf mitt. Af hverju þarf ég og aðrir tónlistarskólakennarar sí og æ að minna á mikilvægi starfs míns. Hvers vegna þurfa kennarar alltaf að selja eitthvað til að fá kjarabót. Vinna meira, meiri viðvera og þá færðu hærri laun. Er hægt að tala um slíka samninga sem kjarabót? Hvernig væri ef við fengjum þessa launaleiðréttingu vegna þess að við verðskuldum hana. Ég trúi því ekki að sveitarfélögin almennt, þeir sömu og klappa okkur lof í lófa þegar við komum fram með nemendum okkar, séu svo þeirrar skoðunar bak við tjöldin að okkar starf sé minna virði en annarra kennara. Sé tilfinning mín rétt, þá skora ég á sveitarfélögin að hysja upp um sig brækurnar og þrýsta á samninganefnd sína að ganga að samningaborðinu og standa við eigin yfirlýsingar um sömu laun fyrir sambærilega vinnu og menntun. Koma svo!!Greinarhöfundur stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi, burtfararprófi og söngkennaraprófi. Hún stundaði einnig söngnám í Þýskalandi og Austurríki og lauk mastersgráðu frá Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum. Greinarhöfundur er í fullu starfi við Tónlistarskóla Rangæinga og kennir þar söng, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsögu og samsöng. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa verið samningslausir í eitt ár. Fólk gæti spurt sig hvers vegna það sé. Viljum við fá svona mikið, erum við bara gráðug? Svarið við þessu er einfaldlega nei. Við viljum standa jafnfætis öðrum kennurum í launum. Sveitarfélögin hafa lýst því yfir að fólk í sambærilegri vinnu með sambærilega menntun eigi að njóta sömu launakjara. Um þetta snýst kjarabarátta okkar. Lengi stóðum við jafnfætis grunnsólakennurum en það breyttist 2008. Við vorum síðust til að semja og því miður var kreppan komin á fullt skrið og því sátum við eftir, við áttum að fá það bætt síðar. Við höfum hins vegar ekki fengið það bætt, þrátt fyrir 5 vikna verkfall haustið 2014. Viðsemjendum okkar virðist þykja okkar starf minna mikilvægt en annarra kennara. Ég get varla orðað það hversu mjög mér sárna þessi skilaboð sem sveitarfélögin senda mér og öðrum tónlistarskólakennurum. Að mæta í vinnuna á hverjum degi, gefa af mér, miðla til nemenda með það á bakinu að ég sé minna virði en aðrir kennarar vegna þess að ég kenni tónlist, fag sem ég hef menntað mig í síðan ég var 11 ára gömul. Ég neita að trúa og hreinlega efast um að þetta sé raunveruleg skoðun sveitarfélaganna almennt. Nú starfa ég úti á landi þar sem þrjú sveitarfélög standa að tónlistarskólanum. Þessi sveitarfélög hafa staðið þétt við bakið á okkar skóla, jafnvel í kreppunni. Tónlistarskólinn er stolt sveitarfélaganna sem að honum standa og taka nemendur okkar virkan þátt í hinum ýmsu viðburðum innan sveitarfélaganna sem og utan. Íbúar sveitarfélaganna eru líka stoltir af tónlistarskólanum og því starfi sem er unnið þar enda eitt af því sem skiptir miklu máli þegar fólk ákveður hvar það vill búa. Þetta vita sveitarfélögin. Að fá góða og vel menntaða kennara til starfa, sérstaklega úti á landi, er ekki sjálfsagt mál. Af hverju ætti okkar starf að vera minna virði en annarra kennara? Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Starf tónlistarskólakennarans er fjölbreytt í meira lagi. Engir aðrir kennarar kenna þvert á öll skólastig. Við kennum nemendum allt frá leikskólaaldri til ellilífeyrisþega. Við kennum nemendum í hópum og einkatímum. Tónlistarskólakennari í fullu starfi getur verið með allt frá 10 nemendum upp í nokkra tugi, allt eftir því hvort nemendur eru í fullu námi, hálfu námi eða hvort kennarinn sinni líka hópkennslu. Kennslan hjá okkur getur byrjað klukkan átta að morgni og varað langt fram eftir kvöldi og það allt sama daginn. Vinnan getur jafnvel teygt sig yfir á helgarnar líka. Við sinnum undirbúningi fyrir kennslu, samskiptum við foreldra og tónleikahaldi svo fátt eitt sé talið. Það er augljóst að í tónlistarskólanum lærir nemandinn á hljóðfæri og tengdar greinar en það er bara svo mikið meira sem nemandinn tekur með sér eftir tónlistarnám. Nemandinn lærir aga, sjálfstæð vinnubrögð sem og samvinnu. Hann lærir samhengið milli vinnu og árangurs og eitt það mikilvægasta, hann öðlast aukið sjálfstraust. Það ætti að vera hverjum manni augljóst að kennarar, hvort sem það eru tónlistarskólakennarar, eða aðrir kennarar, eru gríðarlega mikilvæg stétt. Þeir eru með framtíðina okkar í höndum sér, mennta og móta þá sem taka við. Við hljótum því að spyrja okkur hverja við viljum fá til að kenna börnunum okkar. Viljum við vel menntað fólk sem hefur raunverulegan áhuga á starfinu. Fólk sem kemur til vinnu fullt af eldmóði, með mikla þekkingu og nám að baki og síðast en ekki síst hæfni til að miðla áfram til nemenda? Flestir hljóta að svara þessu játandi. Í stétt tónlistarskólakennara sem og öðrum kennarastéttum hefur ekki orðið mikil nýliðun. Ungt fólk sækir síður í þetta starf og fólk leitar á önnur mið. Launin vega þar einna þyngst, það er staðreynd. Sömu laun fyrir sömu vinnu. Það sem mér gremst einna mest í þessari kjarabaráttu er að þurfa enn og aftur að verja starf mitt. Af hverju þarf ég og aðrir tónlistarskólakennarar sí og æ að minna á mikilvægi starfs míns. Hvers vegna þurfa kennarar alltaf að selja eitthvað til að fá kjarabót. Vinna meira, meiri viðvera og þá færðu hærri laun. Er hægt að tala um slíka samninga sem kjarabót? Hvernig væri ef við fengjum þessa launaleiðréttingu vegna þess að við verðskuldum hana. Ég trúi því ekki að sveitarfélögin almennt, þeir sömu og klappa okkur lof í lófa þegar við komum fram með nemendum okkar, séu svo þeirrar skoðunar bak við tjöldin að okkar starf sé minna virði en annarra kennara. Sé tilfinning mín rétt, þá skora ég á sveitarfélögin að hysja upp um sig brækurnar og þrýsta á samninganefnd sína að ganga að samningaborðinu og standa við eigin yfirlýsingar um sömu laun fyrir sambærilega vinnu og menntun. Koma svo!!Greinarhöfundur stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan framhaldsprófi, burtfararprófi og söngkennaraprófi. Hún stundaði einnig söngnám í Þýskalandi og Austurríki og lauk mastersgráðu frá Westminster Choir College í Princeton í Bandaríkjunum. Greinarhöfundur er í fullu starfi við Tónlistarskóla Rangæinga og kennir þar söng, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsögu og samsöng.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar