Hlýja og notalegheit í einni hönnun 31. október 2016 14:00 Konurnar á bak við Koffort eru Ingibjörg Þóra Gestsdóttir (t.v.) ogKristín Unnur Þórarinsdóttir. Hér klæðast þær kápupeysunum Cargo og Marina frá Koffort. MYND/EYÞÓR Vinkonurnar Inga og Stína eru hugmyndasmiðir, hönnuðir og saumakonurnar á bak við hönnunarfyrirtækið Koffort. Ingibjörg Þóra Gestsdóttir er menntaður fatahönnuður frá Köbenhavns Mode og Designskole og Kristín Unnur Þórarinsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair. Aðalhönnun þeirra er lopapeysa sem þær kalla teppapeysu en hún er dálítið frábrugðin venjulegri íslenskri lopapeysu. Hugmyndin kviknaði að sögn Stínu í háloftunum og hún lýsir hönnuninni betur. „Hér sameinast í eina hönnun teppi, peysa og koddi, þannig að þetta er flík sem hefur mikið notagildi. Hugmyndin er að stóla á eigin hlýju og notalegheit; að geta hvílst vel á löngum ferðalögum auk þess að vera smart.“ Þannig er t.d. hentugt að mæta í peysunni í flug. „Þegar þú vilt leggja þig og hafa það náðugt þarf ekki að biðja um teppi,“ segir Inga. „Lykkjur eru losaðar af tölum sem eru á peysunni innanverðri. Við það losnar stórt og hlýtt lopateppi eða poki sem þú geymir á bakinu og þangað ofan í er köldum fótunum stungið.“Teppapeysan er frábær fyrir kvöldkaffið á pallinum, sófann heima og tjaldferðalögin.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRFrábær í ferðalagið Hettan á peysunni er tvöföld og hefur tvenns konar tilgang að þeirra sögn. „Annars vegar getur þú rúllað allri teppapeysunni inn í hettuna og breytt henni í kodda sem auðvelt er að ferðast með. Hins vegar veitir hettan skjól, hljóðeinangrun og myrkur þegar þú vilt fá að hrjóta í friði eða fá næði.“ Auðvelt er að hengja teppið upp og breyta aftur í peysu í lok flugs. „Teppapeysan er frábær í ferðalögin og einnig mjög flott lopapeysa til daglegra nota fyrir bæði kynin. Þetta er snilldarhönnun fyrir kvöldkaffið á pallinum, fyrir sófann heima og ekki síst fyrir tjaldferðalögin enda geta íslensku sumarkvöldin orðið svöl.“ Tölurnar á teppapeysunni eru úr kindahorni, handgerðar úr smiðju Rítu Freyju í Borgarnesi. Peysurnar eru framleiddar í þremur stærðum og þremur fallegum litum. „Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og erum duglegar að koma þeim í framleiðslu. Við erum t.d. að gera fallegar kápupeysur og barnapeysur ásamt alls kyns fylgihlutum. Núna fyrir jólin koma fyrstu herrapeysurnar á markað og erum við mjög spenntar fyrir þeim.“Skemmtileg hönnun býður upp á marga möguleika.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRAlíslensk hönnun Þær segja fyrirtæki sitt vera umhverfisvænt og framleiðslan sé „slow fashion“ þar sem hver flík er handunnin þó að efnið sé vélprjónað. Því fari mikil natni og tími í hverja flík. „Ullin sem við notum kemur frá íslenskum bændum og prjónið er í höndum Glófa. Saumaskapurinn hefur nánast alfarið verið í okkar höndum. Við getum því sagt með stolti að um alíslenska hönnun sé að ræða.“ Þessa dagana er verið að uppfæra heimasíðuna koffort.is en á meðan má skoða vöruúrvalið á Facebook undir Koffort – Icelandic Wool Design. „Peysurnar okkar eru líka seldar í yndislegri íslenskri hönnunarverslun á Laugaveginum sem heitir Jökla. Þar selja sautján íslenskir hönnuðir vörur sínar milliliðalaust til neytenda og standa sjálfir vaktina í versluninni. Einnig tökum við þátt í jólamarkaði í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn nú í desember og hlökkum mikið til." Þær hafa einnig tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili undanfarin ár sem er alltaf ævintýralega skemmtilegt að þeirra sögn. „Við vorum svo lánsamar að fá þar verðlaun árið 2012 en þá var teppapeysan okkar valin hönnun ársins, sem er mikill heiður. Við höfum einnig tekið þátt nokkrum sinnum í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu en við náðum ekki að vera með þetta árið. Ætlum að láta Kaupmannahöfn duga." Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Vinkonurnar Inga og Stína eru hugmyndasmiðir, hönnuðir og saumakonurnar á bak við hönnunarfyrirtækið Koffort. Ingibjörg Þóra Gestsdóttir er menntaður fatahönnuður frá Köbenhavns Mode og Designskole og Kristín Unnur Þórarinsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair. Aðalhönnun þeirra er lopapeysa sem þær kalla teppapeysu en hún er dálítið frábrugðin venjulegri íslenskri lopapeysu. Hugmyndin kviknaði að sögn Stínu í háloftunum og hún lýsir hönnuninni betur. „Hér sameinast í eina hönnun teppi, peysa og koddi, þannig að þetta er flík sem hefur mikið notagildi. Hugmyndin er að stóla á eigin hlýju og notalegheit; að geta hvílst vel á löngum ferðalögum auk þess að vera smart.“ Þannig er t.d. hentugt að mæta í peysunni í flug. „Þegar þú vilt leggja þig og hafa það náðugt þarf ekki að biðja um teppi,“ segir Inga. „Lykkjur eru losaðar af tölum sem eru á peysunni innanverðri. Við það losnar stórt og hlýtt lopateppi eða poki sem þú geymir á bakinu og þangað ofan í er köldum fótunum stungið.“Teppapeysan er frábær fyrir kvöldkaffið á pallinum, sófann heima og tjaldferðalögin.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRFrábær í ferðalagið Hettan á peysunni er tvöföld og hefur tvenns konar tilgang að þeirra sögn. „Annars vegar getur þú rúllað allri teppapeysunni inn í hettuna og breytt henni í kodda sem auðvelt er að ferðast með. Hins vegar veitir hettan skjól, hljóðeinangrun og myrkur þegar þú vilt fá að hrjóta í friði eða fá næði.“ Auðvelt er að hengja teppið upp og breyta aftur í peysu í lok flugs. „Teppapeysan er frábær í ferðalögin og einnig mjög flott lopapeysa til daglegra nota fyrir bæði kynin. Þetta er snilldarhönnun fyrir kvöldkaffið á pallinum, fyrir sófann heima og ekki síst fyrir tjaldferðalögin enda geta íslensku sumarkvöldin orðið svöl.“ Tölurnar á teppapeysunni eru úr kindahorni, handgerðar úr smiðju Rítu Freyju í Borgarnesi. Peysurnar eru framleiddar í þremur stærðum og þremur fallegum litum. „Við erum alltaf að fá nýjar hugmyndir og erum duglegar að koma þeim í framleiðslu. Við erum t.d. að gera fallegar kápupeysur og barnapeysur ásamt alls kyns fylgihlutum. Núna fyrir jólin koma fyrstu herrapeysurnar á markað og erum við mjög spenntar fyrir þeim.“Skemmtileg hönnun býður upp á marga möguleika.MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIRAlíslensk hönnun Þær segja fyrirtæki sitt vera umhverfisvænt og framleiðslan sé „slow fashion“ þar sem hver flík er handunnin þó að efnið sé vélprjónað. Því fari mikil natni og tími í hverja flík. „Ullin sem við notum kemur frá íslenskum bændum og prjónið er í höndum Glófa. Saumaskapurinn hefur nánast alfarið verið í okkar höndum. Við getum því sagt með stolti að um alíslenska hönnun sé að ræða.“ Þessa dagana er verið að uppfæra heimasíðuna koffort.is en á meðan má skoða vöruúrvalið á Facebook undir Koffort – Icelandic Wool Design. „Peysurnar okkar eru líka seldar í yndislegri íslenskri hönnunarverslun á Laugaveginum sem heitir Jökla. Þar selja sautján íslenskir hönnuðir vörur sínar milliliðalaust til neytenda og standa sjálfir vaktina í versluninni. Einnig tökum við þátt í jólamarkaði í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn nú í desember og hlökkum mikið til." Þær hafa einnig tekið þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili undanfarin ár sem er alltaf ævintýralega skemmtilegt að þeirra sögn. „Við vorum svo lánsamar að fá þar verðlaun árið 2012 en þá var teppapeysan okkar valin hönnun ársins, sem er mikill heiður. Við höfum einnig tekið þátt nokkrum sinnum í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu en við náðum ekki að vera með þetta árið. Ætlum að láta Kaupmannahöfn duga."
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira